Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Qupperneq 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 13 Ljósmæðurnar og hjúkrunarfræðing-arnir voru að tala um að einhver tón-listarmaður, sem ég hafði ekki heyrtum, væri með nýja plötu í smíðum. Ég sperrti eyrun og lagði nafnið á minnið: Dav- id Bowie hét þessi maður. Þetta var 1. mars 1974 og ég var tveggja daga gamall. Eins gott að ég hafði eyr- un opin, því tæpum tveimur mánuðum seinna kom þessi plata út, Diamond Dogs, sem mér átti eftir að þykja ein af bestu plötum popptónlist- arsögunnar. Reyndar er ég að ýkja aðeins (ég heyrði hana ekki fyrr en átján árum seinna), en hitt er satt, að við erum jafnaldrar, Demanta- hundarnir og ég. Nú er nýkomin viðhafnar- útgáfa af þessari merku plötu. Upphaflega ætlaði Bowie að gera söngleik eftir sögu Georges Orwells, 1984. Reyndar má heyra merki þess á nokkrum lögum, því vinnsla plötunnar var hafin þegar ekkja Orwells ákvað að leggja blátt bann við því. Augljóslega eru lögin „1984“ og „Big Brother“ samin fyrir þennan söngleik sem aldrei varð, en allt yfir- bragð plötunnar ber líka keim af vonleysisþema þessa mikla bókmenntaverks, þar sem Stóri bróðir fylgist með öllum stundum og ein- staklingurinn er sviptur öllu því sem gerir hann frábrugðinn öðrum. Lögin eru dimm og tilfinn- ingarík. Þarna eru nokkur mögnuðustu lög Bowies, sem hefur núna samið og sent frá sér tónlist í fjörutíu ár. Titillagið, „Diamond Dogs“, er einna líkast því glysrokki sem hann hafði verið að semja mánuðina á undan, á plötunum Aladd- in Sane og Ziggy Stardust. Þetta er þokkalegt lag, þótt ekki sé það í hópi höfuðverka Bowies. Á eftir titillaginu kemur hins vegar lagasyrp- an „Sweet Thing/Candidate/Sweet Thing (reprise)“, sem svo sannarlega má telja til bestu stykkja Hertogans. Frábær syrpa sem rennur inn í vinsælasta, og um leið leiðinleg- asta, lag plötunnar, „Rebel Rebel“, sem flestir kannast við. Þá kemur „Rock ’n’ Roll With Me“, snoturt popplag og sennilega hið aðgengi- legasta á plötunni. Það samdi Bowie með Warr- en Peace, dansara. Eftir þessa poppmúsík tekur svo myrkrið við á ný með „We Are the Dead“, „Big Brother“ og lokalaginu, „Chant of the Ever Circling Skel- etal Family“. „1984“ er diskólag með flóknari millikafla/viðlagi en almennt þekkist í slíkri tónlist. Með þessari glæsilegu viðhafnarútgáfu fylgir veglegur bæklingur, með ritgerð eftir David Buckley, Bowie-sérfræðing. Á aukadiski eru margar perlur, meðal annars önnur og allt öðruvísi útgáfa af „Candidate“ og lagið „Dodo“, sem aldrei var gefið út. Frábær og fróðleg við- bót. Demantahundar glóa enn Poppklassík Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is P lacebo eru gervilyf eða lyfleysur, sykurtöflur sem gefnar eru sjúk- lingum sem haldnir eru ímynd- uðum sjúkdómum. Lyfin hafa eng- in líkamleg áhrif en virka í langflestum tilvikum á sjúklingana. Það er aftur á móti ekkert gervilegt við hljóm- sveitina Placebo þó að hún virki í flestum til- vikum vel á fólk. Sveitin er væntanleg á íslenska landsteina á þessu gróskumikla tónleikasumri, en hún leikur í Laugardalshöllinni 7. júlí, á miðviku- daginn kemur. Lífaldur Placebo spannar um áratug og hafa þeir þremenningar gefið út fjórar breiðskífur, Sleeping with Gosts (’03), Black Marked Music (’00), Without You I’m Nothing (’98) og Placebo (’96). Sveitin er skipuð þeim Brian Molko, söngvara, gítarleikara og aðallagasmið, bassaleikaranum sænskættaða Stefan Olsdal og trommaranum Steve Hewitt. Brian Molko var staddur í steikjandi hita á Grikklandi þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann. Þessi skrautlegi forsprakki sveit- arinnar var afar alúðlegur en notaðist óspart við hið dónalega F-orð. Placebo lögðu nýlega upp í mikla Evrópureisu og munu þeir koma hingað til lands eftir tón- leikahald í Belgíu. Brian sagði tónleikaferðalagið hafa gengið vel hingað til. „Við hófum ferðina á tónlistarhátíð í Moskvu og í kvöld er það svo Aþena. Hingað til hefur þetta verið frábært,“ sagði Brian Placebo eru iðnir við kolann þegar kemur að tónleikaferðum. Fyrr á árinu léku þeir víðsvegar um Ástralíu og segir Brian það meðal annars hafa komið til vegna óhemju áhuga þeirra á land- inu. „Við eigum í ástarsambandi við Ástralíu, við elskum landið,“ fullyrðir hann. „Það tekur reyndar ógeðslega langan tíma að komast þangað en það er þess virði.“ Brian segir þó Mexíkó vera uppáhalds- tónleikastað sinn í veröldinni. „Mexíkó er brjáluð borg! Við höfum spilað þar þrisvar en í fyrsta sinn sem við komum þangað leið mér eins og við værum Bítlarnir,“ rifjar Brian upp. „Það var setið um okkur á flugvellinum! Ég hafði ekki hugmynd um að við ættum svona marga aðdáendur þarna. En Mexíkó er líkt og Ásralía mikill partístaður og við endum alltaf á að skemmta okkur konunglega þar.“ Hlakkar til hverabaðs – alveg satt Brian segist hlakka mikið til Íslandsfararinnar og nær að sannfæra blaðamann um að honum sé alvara, ekki bara kurteis. „Þetta verður í fyrsta sinn sem við heimsækj- um landið en Ísland er einn af þeim stöðum sem mig hefur lengi langað að koma til,“ segir Brian. „Ég veit að það er klisja að segjast hlakka til að sjá náttúruna og heitu hverina en það er satt. Mig hefur alltaf dreymt um að baða mig í heitum hver.“ Í viðtali við Morgunblaðið í fyrra sagði trommuleikarinn Hewitt þá semja mikinn hluta tónlistar sinnar á tónleikaferðalögum. Er einhver von til þess að við Íslendingar fáum að heyra eitthvað af nýju óútkomnu efni? „Því miður hefur þróunin í tækninni gert það að verkum að það nýja efni sem leikið er á tón- leikum er komið á Netið samdægurs. Við búum því ekki lengur við þann lúxus að geta æft og þróað efni okkar í beinu sambandi við áhorf- endur,“ segir Brian og er auðheyrilega miður sín vegna þess. „Hljómsveitir eins og Pink Floyd gátu gert þetta áður fyrr. Lögin á Dark Side of the Moon voru t.a.m. samin og svo prófuð á áhorfendum í heilt ár áður en ákveðið var að hljóðrita þau.“ Molko segir það miður að hljómsveitir nú til dags hafi ekki þennan möguleika til að þróa tón- list sína. „Þetta á ekki að vera svona. Lögin eru ekki fullbúin þó að þau séu komin í spilun. Þau eiga eftir að slíta barnskónum áður en óhætt er að gefa þau út,“ segir Brian og er þetta honum greinilega mikið hjartans mál. „Ef áhorfendur væru bara aðeins þolinmóðari og gætu beðið eftir að lagið kæmi út í sínu full- komna formi. Tónlistarmenn myndu gefa út miklu betri tónlist ef þeir fengju að þróa hana í friði án þess að eiga á hættu að henni væri „rænt“ ókláraðri.“ Brian bætir þó við að þegar allt komi til alls sé þetta verst fyrir áheyrendurna sjálfa. „Þeir skilja ekki að þeir eru að skjóta sig í fót- inn með þessu. Þeir fá ekki þá gæðatónlist sem þeir myndu annars fá,“ segir hann. Brian segir þá félaga vera sísemjandi nýja tón- list, þeir séu þannig hljómsveit. „Við semjum þegar við erum á tónleika- ferðalögum, þegar við erum heima, þegar við er- um í fríum og þegar við erum í upptökum.“ Í október er væntanlegur mynddiskur sem verður safn af öllum myndböndum sveitarinnar við smáskífurnar auk tveggja nýrra laga. Brian segir svo að fimmtu Placebo-breiðskífunnar megi vænta á næsta ári. Líkar við Maus Talið berst að fyrirhugaðri Íslandsferð og Brian fer á flug. „Við ætlum að taka alla eyjuna! Ég meina það þó ekki kynferðislega,“ segir hann og skellihlær. „Við ætlum að hafa ferðamannaháttinn á og reyna að sjá sem allra mest af landinu.“ Brian segir þá ætla að leika efni af öllum fjór- um breiðskífum sveitarinnar á tónleikunum í Laugardalshöllinni. „Kannski tökum við einhver lög sem við höfum ekki leikið í mörg ár,“ bætir hann við. Aðspurður um upphitunarsveit kvöldsins, Maus, segir Brian: „Við þekkjum tónlistina þeirra og líkar vel. Við settum saman lista yfir þau bönd sem við vildum fá til að hita upp fyrir okkur og blessunarlega voru Maus ekki uppteknir kvöldið sem tónleik- arnir verða svo „giggið“ var þeirra.“ Brian ítrekar að lokum enn og aftur hvað hljómsveitin hlakki mikið til að koma til landsins. „Við biðjumst líka afsökunar á hvað það hefur tekið okkur mörg ár að koma loksins. Við ætlum að gera okkar besta til að hrista rækilega upp í ykkur!“ Tökum alla eyjuna Placebo Breski Steve Hewitt, lúxemborgski, skoski, enski og bandaríski Brian Molko og sænski Stefan Olsdal. Breska sveitin Placebo leikur í Laugardalshöll á miðvikudaginn kemur. Brian Molko er for- sprakki sveitarinnar, kynlegur náungi, ein- staklega kurteis þótt orðljótur sé, eins og kom í ljós í samtali við Lesbók. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is www.placeboworld.co.uk Miðasala fer fram í verslunum Og Vodafone í Reykjavík og á Akur- eyri, Hljóðhúsinu Selfossi, Pennanum Akureyri og á vefsíðunni www.farfuglinn.is. Sögufræg tvöföld plata The Clashverður enn þá lengri þegar hún verður endurútgefin á næstunni. Epic Records áformar nú að gefa út tvöfaldan geisladisk að viðbættum mynddiski í sérstakri viðhafn- arútgáfu 21. september nk. til að minnast þess að þá verða liðin 25 ár síðan platan kom upp- runalega út. Auk laganna af upp- runalegu plötunum mun seinni hljómdiskur nýju útgáfunnar inni- halda áður óútgefnar prufuupptökur sem The Clash gerði er hún vann að London Calling. Þessar dýrmætu upptökur komu nýverið í leitirnar þar sem þær voru í reiðileysi í hús- næði sem var í eigu Micks Jones, gítarleikara sveitarinnar. Upptök- urnar eru kallaðar The Vanilla Tap- es og herma fregnir að inn á milli séu lög sem aldrei áður hafi heyrst. Mynddiskurinn á svo að virka eins og tímahvelfing og fanga það tímabil er London Calling kom út. Ekki liggur nákvæmar fyrir hvað verður á mynddiskinum annað en 45 mín- útna heimildarmynd, sem mun inni- halda myndskeið sem aldrei hafa sést áður og ný viðtöl við liðsmenn sveitarinnar.    Bandaríska nýbylgjusveitin Int-erpol gefur út nýja plötu í sept- ember. Platan á að heita Antics og mun innihalda tíu lög, þar á meðal hið „dansvæna“ „Slow Hands“ og hið „hæga og brothætta“ „Public Pervert“, skv. lýsingu Billboard. Daniel Kessler, gítarleikari bands- ins, segir að platan sýni hversu mjög sveitin hafi vaxið síðan hin mergjaða Turn on The Bright Lights kom út árið 2002. Interpol verður á tónleikaferða- lagi með The Cure í sumar, sem hluti af Curiosa-festivalinu, en þar munu einnig leika Mogwai, The Raptures og Cursive.    Allra fyrsta smáskífa Elvis Presleys verður gefin út á mánudag, af því tilefni að þá eru lið- in nákvæmlega 50 ár síðan lagið var hljóðritað. Aðallag um- ræddrar smá- skífu er „That’s All Right Mama“ en þetta er í fyrsta sinn sem það kemur út á „lítilli plötu“ utan Bandaríkjanna. Lagið verður gefið út á smádiski og 10 tommu vínyl sem einungis verður dreift í 5 þúsund eintökum. Umrætt lag var hljóðritað í Sun upptökuverinu sögufræga í Memph- is 5. júlí 1954. Lagið er almennt talið einn af upphafspunktum rokksins. B-hliðarlagið „Blue Moon of Ken- tucky“ verður að sjálfsögðu með á smáskífunni. Búist er við að þúsundir Elvis- aðdáenda safnist saman við Grace- land í Memphis, til að minnast út- gáfunnar á fyrsta lagi rokkkóngsins. Þá verður komið á laggirnar út- varpsstöð þar vestra sem eingöngu mun spila Elvis-lög, allan sólar- hringinn. The Clash Elvis Presley Erlend tónlist Interpol

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.