Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 14
Fordinn sem þú ókst landshorna á milli stendur að húsabaki. Dekkin eru gróin ofan í svörðinn upp á miðja felgu. Þú situr sjálfur á neðsta þrepi tröppunnar heima hjá þér. Frúrnar sem ganga framhjá með færslu- poka lyfta signum augnlokunum. Þú berð tvo fingur upp að glansderinu á kaskeitinu og horfir á eftir þeim, – og manst eftir bomsum með loðkanti og nælonsokkum með saum. Nú ná saman stígvél og kápa. Og þér finnst þú gróinn ofan í svörðinn upp að hnjám. Karl Christensen Af tröppunum Höfundur er kirkjuvörður í Hallgrímskirkju. 14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.