Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 15 Heilmikil sýning á verkum inn- lendra og erlenda myndlistarmanna er nú í Hallormsstaðarskógi og á Eiðum og stendur fram eftir sumri. Sýningin ber yfirskriftina „Fantasy Island“ sem er væntanlega tilvísun í sjónvarpsþætti sem voru vinsælir á áttunda og níunda áratugnum er gerðust á dularfullri óskaeyju. Sýn- ingin er samstarfsverkefni skóg- ræktarinnar á Hallormsstað, Gunn- arsstofnunar, Eiða Ltd. og Kling & Bang gallerís. Framkvæmdin er í höndum Heklu Daggar Jónsdóttur, myndlistarkonu og sýningarstjóri er Hannes Lárusson, myndlist- armaður. Auk Hannesar eiga svo Atalier Van Lishout, Katrín Sigurð- ardóttir, Elin Wikström, Paul McCarthy, Jason Rhoades, Björn Roth og Þorvaldur Þorsteinsson verk á sýningunni. Sex listaverk eða rýmisverk eru í Hallormsstaðarskógi, í kringum og við trjásafnið. Það umfangsmesta en jafnframt látlausasta er verk sænsku listakonunnar Elin Wik- ström, „Vinar tré“ (Twin tree). Hef- ur listakonan merkt 540 tré eftir gönguleið um trjásafnið og látið planta jafn mörgum trjám við Vikt- oríuvatn í Afríku. Með gjörningnum beinir hún athygli okkar að baráttu- málum vanþróaðra ríkja til móts við velmegunar ríki okkar. Einföld og áþreifanleg aðgerð hjá Wikström á svipuðum nótum og hún hefur verið að fást við undanfarin ár og minnir okkur á að listin er skapandi afl sem getur breytt stöðnuðum hug- myndum. Verk Þorvaldar Þorsteinssonar, „Vettvangur“, sýnir annars vegar vettvang fyrir listir en hins vegar vettvang glæps. Þetta er nútíma Rauðhettu-ævintýri. Vegfarendur koma að svæði sem er afmarkað með gulum lögregluborða – bann- aður aðgangur. Skammt frá er kofi, einnig lokaður með borða en hægt er að kíkja á gluggana. Án þess að ég greini ýtarlega frá því sem fyrir augu ber vísa ummerkin til þess að Rauðhetta hafi verið þar í haldi. Í ljósi nýlegra réttarhalda yfir belg- íska barnaníðingnum Marc Dutroux ristir verkið mann enn dýpra en ella. Áhrifamesta myndlistarverk sem ég hef séð frá Þorvaldi í mörg ár. Skammt frá verki Þorvaldar er „Geymur“ eftir Katrínu Sigurð- ardóttur. Það hafði því miður ein- hver eða einhverjir sem ráða illa við hvatir sínar séð hann sem vettvang fyrir útrás tilfinninga sinna og lista- verkið því ekki í ásigkomulagi til að ég fjalli um það eins og það kom mér fyrir sjónir. Skúlptúrinn verður þó vonandi lagfærður innan tíðar. „Gamall draumur“ Björns Roth sýndist mér í fyrstu vera leiksvæði fyrir börn. En þegar nær dró sá ég að þarna var meira í gangi. Virkar sem tilvísun í annarskonar „Fantasy Island“, þá skyldari eyju Gilligans eða Robinson Crusoe-fjölskyld- unnar. Þess má geta að börn á öllum aldri undu sér vel við verkið, nóg að fikta, skoða og leika. Atalier Van Lieshout er listhópur undir umsjón hollenska listamanns- ins Joops Van Lieshout (atalier þýð- ir vinnustofa). Er listhópurinn á meðal þess athyglisverðasta í mynd- list í Hollandi um þessar mundir og hefur tekið þátt í mörgum af helstu stórsýningum síðustu ára. Verkið í Hallormsstaðarskógi er nokkuð frá- brugðið í útliti og efni en ég hef áður séð frá þeim, enda aðstæður aðrar. Um er að ræða pyntingaáhöld og af- tökutól sem listhópurinn hefur smíð- að úr tré og sett upp í sandinn við Lagarfljót. Minnir uppsetningin ansi mikið á æfingasvæði sem eru tíð við skokkbrautir í skógum Hol- lands, þar sem heilsuræktarfólk get- ur gert líkamsæfingar og teygt á vöðvum áður en það heldur hlaup- unum áfram. Nokkuð kaldhæðið verk ef maður rýnir í raunverulegan tilgang hlutanna sbr. skemmti- skokkið. Þarna gefst jú kostur á að stjaka menn, hengja og krossfesta. Rýmisinnsetning Hannesar Lár- ussonar nefnist „Hitasviðið“ eða „Hot zone“ og samanstendur af kamínu, eldiviði, skógarálfi hand- skornum úr tré og álfabúningi sem Hannes klæddist á opnun sýning- arinnar sem sjá má á myndbandi. Allir eru hlutirnir hannaðir af lista- manninum sjálfum og þeim komið fyrir í litlum bragga við gróðurhús í skóginum. Fáir íslenskir myndlist- armenn, ef þá nokkur, eru jafn margþættir en samt heilsteyptir í verki og Hannes. Verk hans snerta hönnun, arkitektúr og aksjónir, eru rammpólitísk en samt húmorísk og hafa oftar en ekki að gera með stöðu samtímalista gagnvart samfélaginu og menningararfi okkar. Má sjá alla þessa þætti í innsetningu Hannesar sem jafnframt bendir okkur rétti- lega á að Hallormsstaðarskógur er hitasvið myndlistar þetta sumarið. Frábært og sérlega vel heppnað framtak sem teygir sig langt út fyrir skóginn með uppátækjum Pauls McCarthys og Jasons Rhoades á Eiðum og í Reykjavík. Tveir á tunglinu Eins indælt og það er að ganga um Hallormsstaðarskóg á góðviðr- isdegi og sökkva sér í myndlist og náttúru er álíka ljúft að ganga tæp- an kílómetra frá Hótel Eddu á Eið- um í átt að listaverki McCarthys og Rhoades með Smjörfjöllin í sjón- máli. Þá er auðvelt að gleyma því að maður sé í listrænum leiðangri og því er ekki laust við að manni bregði í brún þegar verslunarmiðstöð merkt Macy’s birtist skyndilega handan einnar hæðarinnar. Virðist hún vanhirt og löngu yfirgefin svo það hvarflar að mér að ég hafi geng- ið gegn um tímagat og sé kominn í aðstæður sem ég hef einungis séð í sci-fi-tryllum eins og „Logan’s run“ og „Apaplánetunni“ (þeirri gömlu). Sem betur fer reynist þetta bara risastórt líkan af framhlið Macy’s í Los Angeles sem þeir félagar, Paul McCarthy og Jason Rhoades, hafa gert í tilefni af „Fantasy Island“. McCarthy og Rhoades eru vel kunn- ir í alþjóðlegum myndlistarheimi. Sérstaklega sá fyrrnefndi sem er sextugur á árinu og enn meðal rót- tækari myndlistarmanna í heima- landi sínu, Bandaríkjunum. McCarthy hefur tekið fyrir „tabú“ málefni síðan á sjöunda áratug síð- ustu aldar s.s. sukk, sódóma og sjálfsfróun og jafnan vegið að banda- rískri neyslumenningu. Neyslu- menning er einnig megin viðfangs- efni Jasons Rhoades og því hafa leiðir þeirra oft legið saman. Macy’s- líkanið má segja að vísi til landvinn- inga bandarísku neyslumenningar, en jafnframt finnst mér það benda á tómleikann sem hún ber með sér, stundar-nautnina, þar sem líkanið stendur sem yfirborðið eitt innan um síbreytilega en stöðuga náttúrufeg- urð. Til stóð að hengja 200 skúlptúra í loftið inni í líkaninu, en listamenn- irnir hafa áskilið sér rétt til að skipta um skoðun. Þeir láta einn nægja sem gægist út úr annarri hlið líkansins, en afgangurinn er sýndur í Kling & Bang galleríi í Reykjavík, þ.e. í gamla Boltamanninum á Laugavegi sem galleríið hefur fengið til afnota á meðan sýningin stendur yfir. Skúlptúrana kalla þeir „Sheep plug“ (Sauðatappar) og eru að forminu til uppstækkaðir þarmatappar (butt plugs), svipaðir og listamennirnir notuðu í umdeilda sýningu árið 2002 í Hauser & Wirth í Þýskalandi sem þeir kölluðu „Shit plug“. Voru mótin þá fyllt með úrgangi listgagnrýn- enda, listamanna og listunnenda sem safnaðist í útihúsum á stórsýn- ingunni Documenta XI í Þýskalandi. Í sauðatappana nota þeir hinsvegar sauðafitu, ullarflóka og vítissóta. Semsagt alíslenskar sápur. Ekki má svo gleyma grátbroslegri skrúð- göngu sem sýnd er á myndbandi í kjallara gallerísins sem þeir félagar stóðu fyrir á opnunardeginum, til heiðurs töppunum. Þar er karnival- stemmning í lagi með Rhoades í far- arbroddi sem sveiflar hallamæli í stað sprota með miklum tilþrifum og McCarthy sem sópar á undan sér dauðum þorski. Hér er auðvitað menningarleg tilvísun í gangi og af- helgun á öllu sem heitir hámenning. McCarthy og Rhoades eru lista- menn sem ögra viðteknum gildum og ekki á allra færi að meðtaka list- sköpun þeirra opnum huga eða sem húmor. Kemur mér í hug ógleym- anlegt atriði í kvikmyndinni Man on the Moon, þegar uppistand-grínist- inn Andy Kaufman (Jim Carrey) fær vin sinn Bob Zmuda (Paul Giamatti) til að bregða sér í gervi Kaufmans og leika á áhorfendur. Eftir uppákom- una eru þeir skellihlæjandi baksviðs þegar umboðsmaður Kaufmans (Danny de Vito) kemur öskuillur og bendir þeim á að þetta hafi verið brandari sem engum fannst fyndinn nema þeim tveim. Skella þeir þá enn meira upp úr. Þannig sé ég fyrir mér McCarthy og Rhoades. En þótt list þeirra sé ekki öllum að skapi eru þeir í hópi merkilegustu myndlist- armanna samtímans og tvímæla- laust þeir kröftugustu sem hafa heimsótt Ísland í ár. Hvað svo sem menn vilja segja um stórstjörnur eins Ólaf Elíasson, Jeff Koons og Francesco Clemente. Ævintýraskógur og óskaeyja Macy’s á Eiðum Risastórt líkan af verslunarmiðstöð Macy’s á Eiðum er framlag bandarísku myndlistarmann- anna Paul McCarthy og Jason Rhoades á sýningunni „Fantasy Island“. Frá skrúðgöngu McCarthys og Rhoades. Sá síðar- nefndi fer fremstur í flokki og stjórnar göngunni. MYNDLIST Hallormsstaðarskógur og Eiðar ATALIER VAN LISHOUT, BJÖRN ROTH, ELIN WIKSTRÖM, HANNES LÁRUSSON, JASON RHOADES, KATRÍN SIGURÐ- ARDÓTTIR, PAUL McCARTHY OG ÞOR- VALDUR ÞORSTEINSSON Verkin eru aðgengileg allan sólarhring- inn. Sýningu lýkur 1. október. Kling & Bang gallerí PAUL McCARTHY & JASON RHOADES Opið fimmtudaga til sunnudags 14–18. Sýningu lýkur 25. júlí. JBK Ransu Myndlist 101 gallery, Hverfisgötu 18a: Hulda Hákon. Til 7. júlí. Gallerí Skuggi: Lokað vegna sumarleyfa. Gallerí Sævars Karls: Sig- ríður Bachman Egilsson. Til 22. júlí. Gerðarsafn: Ný aðföng. Til 8. ágúst. Grafíksalurinn, Hafn- arhúsi: Ljósmyndasýningin Íslandsljós. Ragnar Ax- elsson, Árni Sæberg og Guðmundur Ingólfsson. Í Grófarhúsi eru ljósmyndir Guðbjarts Ásgeirssonar. Til 3. júlí. Hafnarborg: Anna Þóra Karlsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir (TóTó). Jana Partanen. Marisa Navarro Arason. Magnús Björnsson. Til 5. júlí. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kynjaverur, ný leirlist frá Noregi. Til 1. ágúst. Kling og Bang gallerí, Laugavegi: Paul McCarthy og Jason Rhoades. Til 15. júlí. Listasafn ASÍ: Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Óskarsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir. Gryfja: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Til 4. júlí. Listasafnið á Akureyri: Kenjarnar eftir Goya. Til 14. júlí. Listasafn Árnesinga: Kristján Guðmundsson. Til 11. júlí. Listasafn Ísafjarðar: Spessi. Til 1. ágúst. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Þorvaldur Þor- steinsson. Til 8. ágúst. Ný safnsýning á verkum Errós. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Francesco Clemente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Listaverk Sig- urjóns í alfaraleið. Til 5. sept. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 1. okt. Listasafn Reykjanes- bæjar: Erró - Fólk og frá- sagnir. Til 29. ágúst. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Finnsk samtímaljósmyndun. Til 29. ágúst. Norræna húsið: Samsýn- ingin 7 - Sýn úr norðri. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Leiðsögn alla laugardaga. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skaftfell, Seyðisfirði: Að- alheiður S. Eysteinsdóttir. Til 8. ágúst. Hanna Christ- el Sigurkarlsdóttir. Til 21. júlí. Slunkaríki, Ísafirði: Tryggvi Ólafsson. Til 4. júlí. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Eddukvæði. Til 1. sept. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn: Hand- band á Íslandi 1584–2004. Kvennahreyfingar- inn- blástur, íhlutun, irringar. Söguleg útgáfa Guð- brandsbiblíu 1584 til vorra daga. Til 31. ágúst. Leiklist Vetrargarðurinn, Smára- lind: Fame, mið., fim., fös. Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Walking Tall Godsend  (HJ) Suddenly 30  (HL) Háskólabíó The Chronicles of Riddick  (SV) The Ladykillers  (HJ) Harry Potter & The Pris- oner…  (HL) Mors Elling  (SV) Van Helsing  (SV) Laugarásbíó Godsend  (HJ) The Punisher  (SV) Laws of Attraction  (HJ) Regnboginn Walking Tall Suddenly 30  (HL) Eternal Sunshine …  (HL) The Day After Tomorrow  (SV) Sambíóin Around The World in 80 Days The Chronicles of Riddick  (SV) Harry Potter & The Pris- oner…  (HL) Mean Girls  (HL) Troy  (SV) Eurotrip  (HJ) The Ladykillers  (HJ) Smárabíó Walking Tall Suddenly 30  (HL) The Punisher  (SV) Eternal Sunshine …  (HL) The Day After Tomorrow  (SV)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.