Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.2004, Blaðsíða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 17. júlí 2004 ! Veður skilyrðir menningu. Það er ekki rétt að al- þjóðavæðingin hafi gert okk- ur öll eins, steypt okkur í sama mótið (= gallabuxur) og máð út þjóðareinkenni. Ekki enn. Veðrið skilur enn á milli – jafnvel innan smárrar álfu eins og Evrópu – því loftslag mótar lífshætti, snöggtum meira en vöru- merki og kvikmyndir. Þetta er kannski augljóst þegar hugsað er um útimarkaði og skrúðgöngur, en ögn lúmskara þegar kemur að heim- ilishaldi. Ég rúntaði eitt sinn með ítalska knattspyrnumenn um vesturhluta Reykjavíkur, þeir tóku ljósmyndir af áhuga og réttu svo upp hönd: „Hvað er málið með stytt- urnar í gluggunum, er þetta einhver samkeppni?“ Í þeirra landi eru allir gluggar opnanlegir hlerar (= Miðjarð- arhafsloftslag) og ófært að hengja óróa í gardínustöng eða stilla postu- línsfílum í gluggakistur. Liðið kom því af fjöllum. Hitabylgjurnar sem ganga árlega yfir ýmis svæði Evrópu hafa bein áhrif á hegðun fólks heima hjá sér. Það hættir að þvo leirtauið í uppþvottavél- inni (frá henni berst of mikil gufa), konur hætta að mála sig (varalitir bráðna, maskarinn lekur), fólk sefur nakið, það borðar kalt hrísgrjónasalat (fórnar hinu heita pasta) og leggur gleraugun aldrei frá sér á svölunum (gæti kviknað í); stundum er of heitt til að elskast (hér er svo kalt að fólk þarf að elskast), konur festa hárið í hnút (hvort sem það fer þeim eða ekki) og þær neita börnunum um íspinna því þeir bráðna samstundis og það er of heitt til að skúra. Eiginlega verður stemmningin þar yfir hásumarið eins og í baðstofu- skammdeginu hér. Fólk eyðir dög- unum innandyra – úti er of heitt – það lokar hlerum, inni dimmir og spila- stokkar eru dregnir fram (þó ekki kertin, þau myndu svigna). Sumt virkar þó alveg öfugt. Í ís- lenskum torfbæjum kom eina upphit- unin gjarnan frá kolaeldavélinni í eld- húsinu. Hún var kynt vel á kvöldin og herbergin höfð opin til að hitinn leiddi um húsið, eins og fram kemur í lýs- ingu Steinunnar Jóhannsdóttur frá Löngumýri (f. 1917). „Amma man vel hversu kalt gat verið og segir hún mér að það hafi stundum verið frost innan- dyra og að mjólkin hafi frosið í flösk- unum,“ hefur dótturdóttir hennar eftir henni (sjá Söguvef KHÍ). Ennfremur: „Til þess að halda hita á fólki og börn- um yfir næturnar þegar mestu kuld- arnir voru, var sængurfatnaðurinn vafinn utan um flöskur sem búið var að hita í eldavélinni.“ Svart verður hvítt syðra; hitinn frá eldavélinni er óbærilegur í ítölsku eld- húsi á sumrin, húsmæður sneiða því hjá notkun hennar og bera í staðinn fram kalda mjólk, ávexti og hrís- grjónasalat. Og vefja sængurfatnaði um kældar flöskur. Okkur þykir erfitt að ímynda okkur að heimilistæki eins og straujárn, brauðrist og eldavél geti orðið að skrímslum á venjulegu heimili. Hah, það getur ekki verið svona heitt! Get- ur þetta fólk bara ekki kastað sér í gosbrunn? Nei, vegna þess að háu hælarnir sökkva í malbikið og sætin í bifreiðunum loga, það gleymdist að breiða segldúk yfir bílinn og amma á bágt með andardrátt í mollunni. Í þessum hita er ekki hægt að vinna, í þessum hita er ekki hægt að vera heima, í þessum hita verður ekkert nýtt hugsað. Sumarið 2003 var banvænt sökum steikjandi hita. Það kallast sums stað- ar vont veður. Enn er ekki útséð með ágúst í ár. Lýst er eftir gusti. Hitinn frá eldavélinni Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is Sigurbjörg Þrastardóttir er blaðamaður á Morg- unblaðinu. Hún er ennfremur höfundur þriggja ljóðabóka, skáldsögu og tveggja einleikja sem sett- ir hafa verið á svið. Hún bjó um skeið á Ítalíu. I Lögfræðingar hafa deilt hart síðustu daga ogvikur um túlkunaratriði og þegar deilt er um túlkunaratriði má gera ráð fyrir að seint fáist botn í málið. Nietzsche sagði að allt væri túlkun, allur texti væri túlkun á eldri túlkun á enn eldri túlkun og þannig mætti rekja sögu mannsand- ans aftur í aldir alda, hver veröldin tæki við af annarri, maður af manni af manni, enginn upp- hafleiki, enginn fullkomleiki, enginn endanleiki. Nú vill reyndar svo til hér uppi á Íslandi að deilt er um grundvallartexta, sjálfa stjórnarskrána sem er upphafsplagg lýð- veldisins, frumtextinn. En eins og aðrir slíkir textar, eins og allt sem lagt hefur verið til grundvallar um manninn og menninguna frá örófi alda þá hefur þessi texti verið talaður í kaf. „Nú um stundir,“ sagði Nietzsche, „hverfur textinn iðulega undir túlkunina.“ II Vandinn er kannski sá að það er enginneinn tiltekinn höfundur að stjórnarskránni sem hægt er að ganga að og spyrja: Hvað átt- irðu við? En jafnvel þótt sá maður væri til þá stæðum við frammi fyrir þeim vanda að leggja út af orðum hans nú sem væri auðvitað túlkun höfundar á sextíu ára gömlum texta sínum. Texti verður til í ákveðnu samhengi. Túlkun verður einnig til í ákveðnu samhengi. Þetta flækir málið. Skoðum þetta nánar: Í sumum til- fellum hljótum við að leita að merkingu texta í fórum höfundarins. Þegar við til dæmis lesum bréf frá vini viljum við umfram allt komast að því hvað hann vill segja okkur. Þegar texti er hins vegar ekki stílaður á einhvern einn viðtak- anda heldur á tiltekið samfélag, eins og stjórn- arskráin, veit höfundur að hann mun verða les- inn og túlkaður á ýmsa vegu, og þá ekki endilega með það í huga hvað höfundurinn vildi sagt hafa. Þessi tiltekni lesendahópur hefur að geyma fjölda ólíkra einstaklinga sem búa yfir mismunandi þekkingu á tungumálinu, menn- ingarlegum fjársjóði þess og túlkunarsögu hans. Lestur þessa texta er þannig háður ýms- um öðrum þáttum en ætlun höfundarins, þátt- um sem sumir telja vega þyngra en hún. Í þessu tilfelli verður lesturinn spurning um eins konar átök eða árekstur á milli færni lesandans ann- ars vegar, þekkingar hans á heiminum, og færni höfundarins hins vegar, þekkingarinnar sem fram kemur í textanum, svo sem menning- arlegra tilvitnana hans. Einnig verður að hafa í huga tilgang lesandans. Það er munur á því að nota og túlka texta. Það má nota texta til að sýna fram á ákveðna virkni hans eða vekja inn- blástur en ef ætlunin er að túlka texta einhvers verðum við að taka tillit til menningarlegs og mállegs bakgrunns hans. Það mætti síðan gera því skóna að í hverjum texta byggi innbyggður lesandi, innbyggður túlkandi sem væri þá sú menningar- og túlkunarhefð sem hann er skrif- aður í, þannig væri ætlun textans komin til. III Það er verulega vont að vita til þess aðfriðurinn veltur á túlkunaratriði. Lögfræð- ingar búa yfir misjafnlega góðri þekkingu á tungumálinu og menningarsögulegu inntaki þess. Lögfræðingar hafa líka misjafnan tilgang með störfum sínum. Ætlun sumra er að nota textann til að sýna fram á ákveðna merkingu eða virkni en ætlun annarra er að skilja hann, túlka. Þegar upp er staðið fjalla deilurnar, sem nú standa yfir, sennilega alls ekki um stjórn- arskrána og merkingu hennar heldur um lög- fræðingana og tilgang þeirra. En hann er líka túlkunaratriði. Neðanmálsritari spáir því að það fáist enginn botn í málið sem ekki verður um- deilanlegt túlkunaratriði. Neðanmáls Ég drekk ekki kaffi. Og þó. Ég varðfyrir einkennilegri reynslu í sum-arfríinu.Þegar ég heyri smella í bréfa- lúgunni milli klukkan sex og sjö á morgnana er eins og kaffiilmur fylli vitin. Vitneskjan um dagblöðin í forstofunni nægir til að draga mig á lappir. Ég drekk þau í mig með morg- unmatnum, innlendar og erlendar fréttir koma blóðinu á hreyfingu, ég glaðvakna yfir frásögnum af hörmungum og glæpum, yfir- lýsingum og argaþrasi, slúðri, íþróttum, gagn- rýni. Að lestri loknum finnst mér ég vita í hvaða heimi ég er staddur, vera í stakk búinn til að takast á við verkefni dagsins. Í bílnum á leiðinni í vinnuna hlusta ég á umræðuna á útvarpsstöðvunum. Ég kinka ósjálfrátt kolli eða hristi hausinn á meðan ég bíð eftir grænu ljósi. Mér hitnar jafnvel í hamsi og drep á bíln- um þegar ég ætla að aka af stað. Vinnudagurinn gengur sinn vanagang. Meðan vinnufélagarnir fá sér kaffi kíki ég inn á fréttavefina til sjá hvort nokkuð markvert hafi gerst. Hef ég misst af einhverju? Á heimleiðinni heldur útvarpsumræðan áfram, það eru líka stuttar fréttir á heila tímanum, engin hætta á að maður sofni undir stýri. Svo koma risaskammtar dagsins á útvarps- og sjónvarpsstöðvunum, hver ofan í annan, rótsterkir og örvandi: Fyrst hreinræktaðar fréttir og síðan yfirheyrslur, úttektir og átök. Þegar hér er komið sögu er ég oft eins og hengdur upp á þráð en þvert á alla skynsemi bíð ég spenntur eftir kvöldsopanum. En allt breyttist þetta í blessuðu sum- arfríinu. Við fórum suður að Miðjarðarhaf- inu, bjuggum í litlu þorpi, fjarri skarkala heimsins og Íslands, heimsóttum ströndina dag og dag, en gerðum annars mest lítið. Þarna var ekkert sjónvarp, fréttirnar í út- varpinu óskiljanlegar, við sáum ekki dagblöð, hvað þá netmiðla. Fyrstu dagana svaf ég út í eitt en þegar jafnvægi komst á átti ég erfitt með að koma mér fram úr á morgnana, ég lagði mig eftir hádegismatinn, fór snemma í rúmið. Svo var það einn daginn að ég pantaði mér kaffibolla á veitingastað, rótsterkt ítalskt kaffi. Það var merkilega gott en það sem kom mér mest á óvart voru áhrifin. Hjartað fór að slá hraðar, maginn herptist saman, sviti spratt fram undir höndunum og ég glaðvakn- aði. Þessi áhrif þekkti ég vel. Þegar heim var komið beið mín stór bunki af dagblöðum. Ég las þriggja vikna skammt á einu kvöldi og var að sjálfsögðu andvaka fram eftir nóttu yfir afstöðnum forsetakosn- ingum, óafgreiddu fjölmiðlafrumvarpi og nið- urlægðum föngum í Írak. Enn ein staðfest- ingin, hugsaði ég, og fullmótaði dellu- kenninguna sem ég hafði verið að bræða með mér. Hún er á þá lund að fréttir, rétt eins og koffín, séu vanabindandi og örvandi efni sem varasamt er að ánetjast eða taka inn í of stórum skömmtum. Smám saman eru að renna upp fyrir mér þau heilsufarslegu rök sem lágu líklega að baki því hér á árum áður að hafa hvorki sjón- varp í júlí né á fimmtudögum og útgáfudaga dagblaðanna sex en ekki sjö í hverri viku. Þjóðin þurfti að fasta. Og nú er mig meira að segja farið að gruna að hin svokallað gúrku- tíð í fjölmiðlum – sem hefur því miður látið á sér standa í sumar – sé álíka holl fyrir heilsu okkar fréttafíklanna og grænmetið sem hún er nefnd eftir. Mataræði fréttafíkla Fjölmiðlar Eftir Jón Karl Helgason jonkarl@bjartur.is ’Smám saman eru að renna upp fyrir mér þau heilsu-farslegu rök sem lágu líklega að baki því hér á árum áð- ur að hafa hvorki sjónvarp í júlí né á fimmtudögum og útgáfudaga dagblaðanna sex en ekki sjö í hverri viku.‘ Ímínu starfi hefur verið auðvelt að gleyma að það sé mínus að hafa kyn-færin innvortis en ekki hangandi milli fótanna. Ég fann strax á ungaaldri fullan kraft af einhverjum ástæðum og taldi mig geta – eins og maður – sinnt þeirri iðn sem ég lærði, að skrifa. Ég hef aldrei fundið til kyn- ferðislegs minnimáttar. Ég hef samt alltaf verið karlasleikja … hrifin af körlum og hef alltaf fengið að vera með í strákahópnum. Ég nýt þess að þjóna kerlingum og körlum. Mér leiðist pólitískt stagl og boðun. Ég er svo kvenleg að ég á í stökustu vandræðum með einföldustu ákvarðanir eins og í hvað ég eigi að klæða mig. Ég var með brjóst eins og Dolly Parton en lét skera þau af 1979. Ég var svo hrædd við tilhugsunina um allar þær konur sem hittust á kvennadaginn mikla á Lækjartorgi að ég flúði vestur í ensku- deild. Ég er hræddari við vald kvenna en vald karla, af því að konur eru vegna stöðu sinnar svo oft beiskar og súrar og afbrýðisamar og margt ljótt sem karlar fyrri alda sögðu um konur er alveg satt. Það var fyrst fyrir ári þegar jafnaldrar mínir og kollegar buðu 19 erlendum körlum á bók- menntahátíð en aðeins tveimur konum að ég varð vitlaus af kvenréttindum. Ég fékk illskugröft og mikil sálræn óþægindi með þessu. En það er ekki fyrr en núna á breytingaskeiðinu, þegar ég er að losna við minn dose af kvenhormónum sem ég hætti að vera þessi þæga blíða kvenvera sem ég hef verið og fyllist illsku. Ég er að breytast í norn og er öfundsjúk út í fegurð æskunnar. Ég fékk vörtu á nefbroddinn nýlega sem ég lét fjarlægja. Fyrst verður maður stúlka, svo verður maður kerling. Það er eins og maður verði aldrei að manni. Gvöð, hvað kerlingarhlutverkið er lítið kræsilegt! […] Núna síðasta árið þegar kvenhormónin eru blessunarlega að gufa upp úr mér – farið hefur fé betra – finn ég fyrir testesteróninu sem ég fann síðast þegar ég var ofbeldisfull tímabundið þrettán ára – finn kraft sem aldrei fyrr. Þessi kraftur heitir karlmennska og ég fíla hann annað veifið í botn. Náttúran gerði mig þannig alla mína eggjatíð að ég hlífði taugakerfinu við átökum, þau hefðu bitnað á taugum barnanna og náttúran bókstaflega heimtar að maður verndi þau. Nú er ég til í að gerast riddari og berjast við vindmyllur og gera mig að fífli því það er svo gaman. Þórunn Valdimarsdóttir www.jpv.is Kerlingarhlutverkið lítið kræsilegt Morgunblaðið/Sverrir Vinir. Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.