Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 23
Munu þær hafa orðið milli 40 og 50 þar af 20 eftirleitir. Oft lenti hann i svaðil- förum i þessum ferðum, en hvorki brast hann kjark né ratvisi og þrek. Páll átti alltaf duglega og viljuga hesta. Elskaði hann hesta sina, ól þá vel, en reið jafnan hart, Var á fárra færi að vera honum samferða á hest- baki. Þó Páll sé hánorrænn að útliti, ljós- hærður og blaeygður þá er eins og skaplyndi hans sé suðrænt. Hann er fjör- og gleðimaður mikill svo að fá- gætt er, fljótur mjög að skipta skapi hvort sem er til reiði, hryggðar eða kæti. Þó hann reiðist við einhvern þá mun hann oftast sáttur áður sól er gengin til viðar. Og þó hann hryggist þá sigrar karlmennskan óðar og gleðin, sem er hans sterkasti lifs- þáttur, nær strax yfirtökum. Páll er djarfmæltur við hvern sem er og liggur ekki á meiningu sinni. Hann er logandi pólitiskur og fylgir fast Fram- sóknarflokknum og samvinnumaður traustur. Oft hefur hann flutt hvassar ræður á fundum, svo ýmsa hefur undan sviðið meðan hann lét höggin dynja, en sjald- an lokið svo máli sinu.að ekki væru flestir farnir að hlæja, lika þeir, sem á var deilt. Var hann stundum fyrr á árum feng- inn til þess, ef fundir þóttu daufir að hleypa i þá fjöri og brást honum ekki sú bogalist. Nú situr öldungurinn með konu sinni á óðali sinu i allhárri elli og er hættur störfum, en glampar af ólgandi lifs- fjöri lýsa enn og ylja. Hann sækir sam komur i sveit sinni og spilar bridge af áhuga. Les blöðin og hitnar i hamsi þegar honum þykir ekki rétt stefnt i þjóðmálum. Hann er ánægður með það, sem lifið' hefur veitt honum og ellin er honum ekki þung. Vilborg var i bernsku vanin við öll störf úti og inni. Strax kom i ljós hjá henni mildur en traustur myndugleiki, sem fylgt hefur henni til þessa dags. Sem dæmi má nefna að geðveikur maður, sem fékk æðisköst, dvaldi á heimili foreldra hennar. Hljóp hann oft að heiman og faldist . á ýmsum stöð- um, þegar hann fékk köstin. Var Vil- borg, þá barn að aldri, oft send að leita mannsins og fá hann til að koma heim, þvi henni hlýddi hann, þótt aðrir gætu ekki við hann ráðið. Hún hefur jafnan verið nærfærin við sjúka og hafa ýmsir notið þess, þó ekki verði það rakið hér. Strax á unglingsárum fékk Vilborg áhuga á leiklist. Hún var i ungmenna- félagi i sveit sinni. Þar var ráðizt i það að leika Skugga-Svein. Lék hún þar tvær persónur þau Gvend smala og Möngu lipurtá og þótti vel takast. Gekk leikur þessi i þrjá vetur þar i sveit. Eftir að Vilborg fór að búa á Litlu- Reykjum gerðist hún brátt aðalfrum- kvöðull að leikstarfsemi ungmennafé- lagsins i Hraungerðishreppi. Lagði hún á sig mikið aukastarf i viðbót við annasöm húsmóðurstörf á barnmörgu heimili sinu til að leiðbeina og fara meö erfiðustu kvenhlutverkin i þeim sjónleikjum, sem ungmennafélagið tók til sýningar. Voru leikhæfileikar hennar rómaðir af öllum, sem sáu hana á sviði, og eiga margir góðar endurminningar frá leikstarfi hennar. t 20 sjónleikjum mun hún hafa verið meö hlutverk, og sjálf setti hún saman leikþætti til skemmtunar með aðstoð Stefaniu dóttur sinnar, sem erft hefur frá móður sinni góða hæfileika á þvi sviði. Skemmtilegasta hlutverki og það sem henni þótti bezt að leika var það, þegar hún fór i gerfi Þóru gömlu i leiknum Almannarómur. Höfundur leiksins var sjálfur viðstaddur sýningu og lauk miklu lofsorði á leikVilborgar. Strax á fyrstu búskaparárum tók Vilborg að rækta tré og blóm i garði við bæ sinn. Þótti ýmsum sú nýbreytni og fyrirhöfn fátækrar húsmóður harla óþörf. En Vilborg lét það ekki á sig fá. Plantaði hún alltaf einu tré fyrir hvert barn, sem hún fæddi og ánafnaði þvi. Mörgum öðrum trjám og blómum plantaði hún ennig og varð garður hennar fallegur. Segist hún hafa fengið dýpri skilning á lifinu við þetta starf og telur að það hafi gert sig að betri manni. I garði hennar stendur nú fallegasta lerkitréð á Suðurlandi að þvi er kunn ugir telja. Vilborg var félagslynd. Hún tók þátt i Kvenfélagi sveitarinnar og var ritari þess i 25 ár. Að Litlu-Reykjum hefur marga að garði borið i meira en hálfa öld, þvi að gestum er vel fagnað og greiðasemi og hjálp var alltaf fúslega i té látin. Hjónin bæði viðræðugóð og gleði- bragur i viðmóti við gesti hvernig sem á stóð. Vilborg segir,að sér hafi þótt gaman að lifa og er ánægð með lif sitt. Hún segir lika, að sér hafi fundizt birta i kringum sig þegar i fjöl skylduna bættust tengdadætur, tengdasynir og barnabörnin öll. Þau Litlu-Reykjahjón urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa fyrir 5 árum dóttur sina i blóma lifsins, fallega og góða konu frá manni og börnum. Þennan sára missir hafa þau borið mið hetjulund. Mikill og góður ættbogi er af þeim að risa i landinu, þvi að barnabörnin eru 33 og barnabarnabörnin orðin 11. Eru þvi afkomendur þeirra nú 49 á lifi. Hinn 12 febrúar s.l. varð Vilborg áttræð. Þann dag héldu börn þeirra hjóna veizlu góða i samkomuhúsi sveitarinnar móður sinni til heiðurs. Þar var fjölmenni saman komið af- komendur, frændur og vinir. Ungmennafélagið heiðraði Vilborgu með þvi að sýna sjónleik. Ræður voru haldnar og gleðskapur fram á nótt. Gömlu hjónin sátu hress og glöð á góðra vina fundi annað með 80 og hitt með 83 ár að baki. — Ár mikilla starfa og mikilla sigra. Megi nú ævikvöldin afra þeim milda aftanroða eftir heiðrikan en annasaman ævidag. Agúst Þorvaldsson, Páll Hallgrímsson Framhald af bls. 2 4 Löngu er horfin tið Þórðar Svein- björnssonar og þeirra Kambráns- manna, er sýslumaður varð að riða um sveitir með tyrkneskan korða sér um hönd. Það hefur verið eitt af verk- um Páls sýslumanns við hæfi nútim- ans, að koma hér upp öflugri og góðri héraðslögreglu. Annað verkefni, sem honum hefur nú verið fengið i hendur, er formennska i stjórn hins órisna Sjúkrahúss Suðurlands. Er það von- andi skammt undan, en miði þar lltt enn um skeið, yrði vafalaust annarra sök en Sunnlendinga með Pál sýslu- mann i fararbroddi. Páll Hallgrlmsson hefur stýrt sýslu- fundum Arnesinga um aldarþriðjungs skeið. Sýslunefndarmenn orða það svo, að slikt hafi hann gert með hljóð- látum skörungsskap. Hann mun hafa virðingu þeirra allra, beitir enda hvorki harðræðum né óæskilegum áróðri, en gefur fundinum góöan tima til að þaulræða erfið mál. í virðingar skyni við sýslumann hafa sýslunefnd- armenn fengið hinn ágæta listamann Sigurjón ólafsson, til að gera ris- mynd af Páli. Var myndin afhent hinn 3. þessa mánaðar, sem gjöf sýslu- nefndar, hreppstjóra og oddvita héraðsins, auk fáeinna góðra vina. Sextugs afmælisdeginum eyddi hann svo á æskustöðvum norður i Eyjafirði. Margt er ósagt i þessari afmælis- grein um Pál sýslumann sextugan, en þó mun honum sjálfum þykja ærið nóg. Embættisstörfum hans fyrir Ár- nesinga þarf vonandi ekki aö gera full skil fyrr en að næsta áratug liðnum. En Arnesingar senda honum hlýjar af- mæliskveðjur og þakka honum vel unnin störf i aldarþriðjung. Páll Lýðsson islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.