Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.03.1973, Blaðsíða 5
öld eöa voru fyrir löngu farnir af þessum heimi. Svo hafði og veriö um séra Pétur fööur hans. Séra Jón þurfti ekki að leita i bókum ao þeim, sem rætt var um, hann gat leyst úr þeim gátum eins og án fyrirhafnar og þurfti ekki lengi aö biða eftir svari hans á þvi sviöi. Séra Jóni voru hugleikin mörg almannamál og hafði ákveðnar skoð- anir á þeim. Hann gat veriö gagn- rýninn og jafnvel hvasss i orðum, ef þvi var að skipta, og rætt var við hann i næði og án truflana, en hann var mildur kennimaður og lét ekki mikið yfir sér. Hann dáði hvorki hljóðvarp né sjónvarp, en vildi, að menn fengju næði til hugsana og lesturs án áróðurs- tækja er sviptu marga frjálsri hugsun og ótrufluðum athugunum. Það var góð skemmtun og ánægjuauki að fá hann i heimsókn og heyra hann spjalla um það sem honum var efst i huga, og var hann þá ekki viö eina fjöl felldur um menn og málefni. Séra Jón hafði mikla ánægju af ferðalögum og fór oft utan eftir að hannflutti til Reykjavíkur. Hann vildi kynnast öðrum löndum og þjóðum af eigin sjón og reynd og kunni frá mörgu að segja er hann hafði kynnzt á þeim ferðalögum. Hann heimsótti sin gömlu sóknar- börn oftsinnis og dvaldi stundum meðal þeirra svo dögum skipti. Hann var þeim lika aufúsugestur i hvert skipti, vináttuböndin þeirra i milli voru traust, enda var hann jafnan reiðubúinn til aðstoðar, er þau þurftu hingað til Reykjavikur vegna sjúk- leika eða annarra erinda. Söfnuðir hans héldu þeim hjónum, séra Jóni og frú Þóru fjölmennt heiðurssamsæti og vottuðu þeim virðingu sina með góðum gjöfum nokkru eftir burtför þeirra frá Kálfa- fellsstað. Vinir séra Jóns og kunningjar minnast hans með þökk fyrir störfin og samveruna og óska ekkju hans, börn- um og öðrum vandamönnum góðrar framtiðar og votta þeim einlæga samúð. Jón tvarsson *MI/É& Helga Pálsdóttir LÖNGU lifsskeiði er lokið. Helga Páls- dóttir var fædd að Arngeirsstöðum i Fljótshlið 27. april 1877. Foreldrar hannar voru hjónin Páll Einarsson frá Kirkjulæk og Guðrún Auðunsdóttir á Arngeirsstöðum. Helga dvaldist a Arngeirsstöðum til 9 ára aldurs, en þá fluttist hún að Tungukoti með foreldrum sinu. Það var ekki auður i garði, það varð þvi hlutskipti Helgu að fara að vinna fyrir sér. Fór hún 17 ára gömul að Grjótá i sömu sveit og var þar að hálfu. Það urðu 6 ár. A Grjótá bjuggu þá Sigurlaug Sveins- dóttir og Teitur Ólafsson. Þaðan lá leiðin að Teigi til Arnþórs Einarssonar bónda, þar var Helga i 23 ár. Það má og geta þess, að i Teigi var haft i seli á sumrin, var það fyrir framan Þverá. Þar var Helga sela- stúlka og háði hún oft gráan leik við gömlu Þverá. Bar Helga þar ætið hærri hlut. Sennilega var Helga siðasta selstulkan okkar hér um slóðir. Leiðin lá aftur að Grjótá, þá voru þau Sveinn sonur Teits og kona hans Vilborg Jónsdóttir tekin þar við búi, og þar var hún i 27 ár. Siðan fluttist Helga með.Helgu dóttur Sveins og Vil- borgar og manni hennar Þorbirni Jónssyni að Litla-Kollabæ, þar var Helga i 9 ár. Og aftur var flutt aÖGrjóta með Helgu og Þorbirni. Dvaldist Helga þar óslitið þar til hún fór á sjúkrahúsið á Selfossi, þar var hún 2 siðustu árin sem hún lifði. Má það vera sjaldgæft að Helga hefur þjónað fjórum ættliðum, en munað þá 6. Mér er efst i huga, er Helga var að koma i orlof sitt á bernskuheimili mitt, þar voru skemmtilegir dagar. Var þá látið fjúka i kviðlingum og fengum við krakkarnir sina stökuna hver, þvi Helga var prýðilega hagmælt enda ná- skyld Þorsteini Erlingssyni. Ég minnist einnig margra ómetan- legra stunda, er ég heimsótti hana að Grjótá og sat hjá henni. Hlustaði á sögur og margan gamlan fróðleik. Málfar Helgu streymdi fram hreint og tært, sem bæjarlækirnir i Hliðinni hennar kæru. Það voru lærdómsrikir timar i islenzku máli. Kærleiksþel hennar og gjafmildi var einstætt þótt ekki væri miklum veraldarauð af að taka. Marga rósa- vettlingana gaf hún að ógleymdum hyrnunum sem unnar voru úr togþræði og eru hreinustu dýrgripir. Þeim fækkar nú óðum konunum, sem kunna að kemba og spinna togþráð, svo og að vinsa þráð á legg. Helga kvæntist ekki og átti ekki af- komendur og er það skaði fyrir þjóðfélagið. Að endingu vil ég færa Helgu Sveinsdóttur húsfreyju a Grjótá þakkir fyrir frábæra umönnun fyrir gömlu konuna. Húnandaðist á sjúkrahúsi Selfoss 1. janúar s.l. og var jarðsett að Hliðar- enda 6. sama mánaðar. Helga min! Ég bið þér blessunar i nýjum heimkynnum. Frænka. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.