Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Page 1

Íslendingaþættir Tímans - 09.05.1973, Page 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR Miðvikudagur 9. mai, 26. tbl. 6. árg. Nr. 111. TINIANS Kristmann Jóhannsson Fæddur 22. febrúar 1890 Dáinn 8. aprfl 1973. Þegar eg frétti andlát Kristmanns Jóhannssonar þá svifu upp úr djúpi minninganna fjöldi af atvikum frá samverustundum okkar. A sama augnabliki stóð það svo ljóslifandi fyrir mér hvernig maður hann var. Minningarnar voru bjartar og hlýjar. Mér fannst eg hefði tapað einhverju úr sjálfum mér, sem eg fengi aldrei aft- ur. Kristmann Jóhannsson fæddist i Hraunsfirði i Helgafellssveit. Hann var sonur sæmdarhjónanna Jóhanns Þorsteinssonar og Guðrúnar Krist- mannsdóttur. Þessi hjón eignuðust bara tvö börn, Kristmann og Þorstein. Kristmann dvaldist á ýmsum stöðum, þangað til hann fluttist til Stykkis- hólms. Hann lærði járnsmiði og var smiður bæði á tré og járn. Árið 1915 kvæntist hann Mariu Ólafsdóttur frá Stóragaltardal á Fellsströnd. Hún var úrvalskvenmaður. Ólafur faðir hennar var Jóhannesson. Móöir hennar hét Guðbjörg Jónasdóttir, Snæfellingur aöo. ætt. Þau voru létt og glöð, það var öll- um vel við þau. Eg var nákunnugur þessu fólki. Guðbjörg var sérstaklega hjartahlý kona. Þau eignuðust 6 börn, 5 dætur og 1 son, Soffiu, Ingveldi, Mariu, Kristinu og Guðbjörgu og Jó- hannes. Allt efnisfólk. Soffia, Kristin og Jóhannes eru enn á lifi. Kristmann og Maria bjuggu alltaf i Stykkishólmi. Þar sinnti Kristmann margvislegum ábyrgðarmiklum trún- aðarstörfum. Hann var oddviti um skeið, starfaði mikið að félagsmálum, var formaður sjúkrasamlags Stykkis- hólms o.s.frv. Hann naut mikils trausts hjá Hólmurum og eg held öll- um, sem kynntust honum. Kristmann og Maria eignuðust eina dóttur barna. Guörúnu að nafni. Hún er gift Asgeiri Agústssyni. Hann er af traustum breiðfirskum ættum. Kristmann fékk tveggja mánaða kennslu, einn mánuð undir fullnaðar- próf og einn undir skipstjórapróf. Hann varð skipstjóri 20 ára gamall og var skipstjóri i 18 ár, hlekktist aldrei neitt á. Hann trúði lika á forsjón almáttugs Guðs. Eg var háseti hjá Kristmapni 3 sum- ur fyrir 53 árum og hefði verið lengur -hjá honum ef mér hefði fallið við skip- ið. Kristmann var lengst af skipstjóri frá tsafirði með Nordkap, 17 tonna, vélalausan kútter, súðbyrðing. Hann var gott sjóskip og skemmtilegur á siglingu, happaskip. Eitt sinn er eg var ráöinn i skipsrúm hjá Kristmanni staddur á bólverkinu i Stykkishólmi, albúinn til ferðar með skipi til Isafjarðar. Þá komu þau Kristmann og Maria niöur á bólverk og kveðjast þar. Eg gleymi aldrei þessari kveðjustund þeirra. Hún vafði Kristmann að sér, með svo mikilli bliöu, samfara djúpum söknuði, að tárastraumarnir runnu niður báðar kinnar hennar. Mérdattþá ihug hvort Maria byggist við þvi aö þetta yrði sið- asta kveðja þeirra. Þegar komið er út á ólgandi haf i ofsaroki, þá er landtaka stundum ómöguleg og hætta i hverju spori. Eg áleit að þessi kona hlyti að vera ein af beztu tslandsdætrum, fannst lika að öll framkoma hennar, hættir og látbragð gæfi til kynna að svo væri. Marteinn Lúter sagði, að, að guös- trúnni undanskilinni væri umhyggju- söm og guðhrædd kona eitt af þvi al- bezta sem lifið gæti veitt nokkrum manni. (Lika reynsla min). Eg taldi það öruggt að þessi kona hlyti að biðja daglega fyrir manni sinum, vitandi það, að stööug knýjandi trúarbæn leysir úr læðingi óendanlegan kraft Guðs. Mér datt i hug það sem Sveinn frá Elivogum segir: Að eiga vin.sem mýkir sorgarsárin er sæla mest er nokkur maður naut. Það þerrar burtu þungbær raunatárin, og þyrnum stráða greiðir lifsins braut. Eg minntist lika kveðjustundar Vig- lundar og Ketilriöar. Viglundur segir: Stóðum tvö i túni, tók lin um mig sinum höndum,hauklegtkvendi, hárfögur og grét sáran. Titt féllu tár af tróðu, til segir armur um vilja. Strauk drifhvitum dúki drós um hvarminn ljósa. Maria þurrkaði tárin af þeim báðum sér og Kristmanni með hvitum klút. ,,Bak við skýja bólstra vökul blikar þó alltaf stjarna skær”. Það er athyglis- vert að sjá „beztu blómin gróa, i brjóstum sem að geta fundið til”. Eg álit að þaö bezta sem islenzka þjóðin á sé i brjóstum hennar beztu dætra. Hugur minn hefur oft svifið til þess- arar kveðjustundar, oft hugsað um það, aö ef allar konur hefðu svona kær- leiksrikt, viðkvæmt og göfugt hjarta þá væri minna um hjónaskilnaði, minna um styrjaldir, þvi konurnar myndu þá bera klæði sin á vopnin eins og konur Sabininga geröu forðum. Þær myndu fá menn sina til að stööva allar blóðsúthellingar, meö þvi að bræöa is-

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.