Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 2
Hildur Kalman leikkona Kveðja frá Félagi íslenzkra leikara og gekk vel það nám, sem hún lagði stund á, Hugur hennar mun hafa beinzt að þvi að verða læknir, en ekki var titt á þeim árum,að konur færu i svo langt nám. Hún las jafnan mikið og var sérstaklega ljóðelsk. Hún var listræn og bar fögur rithönd hennar gott vitni um það. Hún kom vel fyrir sig orði og hélt fast á skoðunum sinum. t eðli sinu. var hún hlédræg og ekki fljót að kynnast fólki, þótt hún tæki vel öllum, sem að garði bar. Hún gat verið gagnrýnin á menn og málefni, en þeir, sem eitt sinn unnu vináttu hennar gátu treyst á, að hún bilaði ekki. Einkum reyndist hún þó vel þeim vinum sinum, er höfðu farið halloka i lifsbaráttunni eða áttu við veikindi að striða. Tryggð hennar var mikil og kom það m.a. fram i þvi hve heimahagarnir voru henni hjartfólgnir. bað kom oft fram i tali hennar, að hún unni landi sinu, en Borgarfirðinum þó mest. Jafnan var hún reiðubúin til að tala máli sveitanna. Þeim, sem kynntust Ragn- hildi að ráði, varð fljótt ljóst, að þar var á ferð traust islenzk kona, alin upp 1 andrúmslofti aldamótaáranna. Um hana mátti með sanni segja, að þeir, sem þekktu hana bezt, mátu hana mest. Þjóðhátiðarárið 1930 byggðu þau Guðmundur og Ragnhildur sér hús að Bergstaðastræti 82 og bjuggu þar siöan alla hjúskapartið sina. Ragn- hildur réði miklu um haganlega skipan þess. Þau undu sérþar vel og minntust þess oft, hve góða nágranna þau áttu. Ragnhildur var með glæsilegustu konum i sjón. Hún var björt yfirlitum, vel vaxin og bar sig vel. Oft var haft orð á þvi, þar sem þau Ragnhildur og Guðmundur voru saman á skemmtunum, að ekki liti glæsilegra par á dansgólfi. Ragnhildur hafði mikið yndi af dansi og Guðmundur var iþróttamaður á þvi sviöi eins og öðrum. f uppvexti sinum hafði Ragnhildur mikiö yndi af hestum og var haft orð á, að hún sæti þá allra kvenna tigulegast. Þeim Ragnhildi og Guðmundi varð fjögurra barna auðið: Sigriður Svafa, gift Arna Sigurössyni útvarpsvirkja- meistara, Kristin, ekkja Skarphéðins Jóhannssonar arkitekts, Jón Haukur (dó sjö ára úr mænuveiki), og Guð- mundur Kristinn arkitekt giftur ölöfu Silviu Magnúsdóttur. Ég votta hinum aldraða vini minum, Guðmundi Kristni, börnum þeirra Ragnhildar, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilegustu samúð við fráfall hennar, en jafnframt er ég viss um, að minningin um hana á eftir að reynast þeim gott vegarnesti. Þ.Þ. 2 Miðvikudaginn 6. febrúar kvöddu Is- lenzkir leikarar einn af sinum kæru félögum, er Hildur,Kalman, leikkona var borin til hinztu hvfldar í Fossvogs- kirkjugarði. Hildur var fædd i Reykjavik, þann 29. júli 1916. Foreldr- ar hennar voru Björn Kalman, hæsta- réttarlögmaður, en hann var sonur Páls Ólafssonar, skálds. Móðir Hildar var Marta Indriðadóttir, leikkona, en hún var, sem kunnugt er, dóttir þess merka leikhússmanns og rithöfundar Indriða Einarssonar. Segja má með sanni, að Hildur hafi snemma komizt i snertingu við leik- listina, þvi móðir hennar, Marta Indriðadóttir Kalman, var ein af aðal- leikkonum Leikfélags Reykjavikur um árabil. Hildur mun hafa verið ung að árum, þegar hún fór fyrst með móður sinni á æfingar i Iðnó. Þar vaknaði ást hennar og áhugi á leiklistinni, en sú ást og virðing fyrir Thaliu fylgdi henni til hinztu stundar. Hildur var aðeins barn aö aldri, þegar henni var falið sitt fyrsta hlutverk á fjölunum i gamla Iönó, og allmörg hlutverk lék hún þar, áður en hún náði fullorðins aldri. Hildur Kalman var ágætum gáfum gædd og hafði snemma hug á að afla sér viðtækrar menntunar i leiklistinni. í byrjun siðustu heimsstyrjaldar fór hún til London, i þeim tilgangi að kynnast leiklistinni i þeirri miklu menningarborg. Hún var fyrsti Is- lendingurinn sem innritaðist á Konunglega leiklistarskólann i London, og stundaði þar nám i þrjú ár 1941-1943, og tók þaðan burtfararpróf með ágætum vitnisburði. Siðar munu 12 tslendingar hafa stundað nám við þennan sama skóla. Að námi loknu lék Hildur með enskum leikflokkum, bæði i Englandi og öðrum löndum, i nokkur ár, og hlaut þar mikla reynslu og þjálf- un I listgrein sinni. Hún mun hafa komið til landsins aft- ur árið 1948, og byrjaði strax að leika hjá Leikfélagi Reykjavikur. Þar lék hún m.a. tvö minnisstæð hlutverk: ,,Colomba” I „Volpone”, og „Ofeliu” i „Hamlet”, og hlaut ágæta dóma fyrir túlkun sina á þeim hlutverkum. Hún var ein þeirra, sem stofnuðu leikflokkinn „6 I bil”, en leikflokkur þessi ferðaðist um landið i þrjú sumur með ágætar leiksýningar. Einnig sýndi leikflokkurinn i höfuðstaðnum. Hildur varð fastráðin leikkona hjá Þjóðleikhúsinu árið 1949, og starfaði þar til ársins 1958, einnig var hún kennari við leiklistarskóla Þjóð- leikhússins. Hún vann jafnframt all- mikið að leikstjórn bæði hjá Þjóð- leikhúsinu og hjá leikfélögum úti á landi. öll sin störf vann hún af alúð og mikilli skyldurækni. Arið 1962 var hún fastráðin hjá dag- skrárdeild Rikisútvarpsins, og starf- aöi þar meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hin siðari árin átti hún við mikla van- heilsu að strlða og dvaldist að Reykjalundi, þar til hún lézt. Hildur tók virkan þátt i stéttar- baráttu islenzkra leikara, og var jafn- an boðin og búin að starfa fyrir leikarastéttina. Hún var gjaldkeri Félags islenzkra leikara árið 1956 og formaður félagsins I eitt ár. Islenzkir leikarar þakka Hildi sam- fylgdina og velunnin störf á liðnum ár- um, og votta bræðrum hennar og öðr- um nánum ættingjum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Klcmenz Jónsson. Islendingaþættir i

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.