Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 3
Valgerður Björg Björnsdóttir F. 24. maí 1899, dáin 27. janúar 1974 Keðjuorð A vorin oft vpnirnar dafna að við megum blómunum safna, á haustin er hrim leggst á stráin sér hátt lyftir eilifðar þráin. Með vinum oft gott er að gleðjast, en grátlegt að þurfa að kveðjast. Þess, Valgerður, munum nú minnast, að mörgum fannst gott þér að kynnast. Þin minnzt er sem ástrikrar mömmu þin minnzt er sem bliðlyndrar ömmu, sem trúfastrar vinu, er vildi það vernda, sem mest hefur gildi. Með kveðjunni þökk má ei þrjóta, hjá þér var svo margs hægt að njóta, þin minning sem ljósgeisli lifir og leiftrar hér skuggunum yfir. Vér hræðumst ei helskugga svarta en horfum á ljósgeisla bjarta, þvi Frelsarinn blessun þar breiðir er börnin sin náðin hans leiðir Ei veiklast sá vonanna kraftur að við megum njóta þin aftur, er himins að sólgylltum sölum við svifum frá jarðneskum dölum. G.G. frá Melgerði. f Það var gæfudagur fyrir fjölskyldu okkar, þegar Hannes Guðmundsson læknir, móðurbróðir minn, kom með eiginkonu sina, Valgerði Björnsdóttur frá Akureyri, inn á heimili föður sins, Guðmundar Hannessonar prófessors, að Hverfisgötu 12 i Reykjavik. Guðmundur hafði þá verið ekkju- maður i nokkur ár og búið að Hverfis- götu 12 i sambýli við börn sin, en það hús hafði hann látið reisa skömmu eftir aldamótin, og var það i mikið ráöizt á þeim tima. Að Valgerði Björnsdóttur stóðu traustir, norðlenzkir ættstofnar, en ég hygg, að það munu aðrir rekja og kunna betri skil á. Valgeröur og Hannes áttu jafnan siðan sitt heimili að Hverfisgötu 12, og fyrstu ár þeirra þar bjuggu þar einnig foreldrar minir, Anna Guðmunds- dóttir og Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi, en þau reistu skömmu siðar eigið hús i vesturbænum. Valgerður var glæsileg kona, bæði i sjón og reynd, og mikil fyrirmyndar- húsmóðir, hreinskilin og glaðlynd. Það hefur oft verið erfitt og sérstaklega á þessum árum að vera eiginkona læknis, en öllum vildu þau hjón hjálpa og likna og betri og elskulegri mót- tökur fékk enginn en á heimili þeirra. Allir urðu að þiggja góðar veitingar hjá hinni gestrisnu húsmóður, og ég gleymi þvi aldrei, hve gott og gaman mér þótti að koma þar sem barn og unglingur. Það eru nú vist ekki allar konur jafnhrifnar af þvi að fá i heim- sókn alsnjóug börn úr leik af Arnar hólstúni, en það kom fyrir, að okkur þótti það freistandi og stutt að fara, en snjórinn var bara burstaður af á tröppunum á Hverfisgötu 12, siðan boðið inn, allir fengu heitt að drekka og hið elskulegasta viðmót húsmóður- innar. Valgerður gerði sér engan raanna- mun og barngóð var hún með afbrigðum. Margar voru þær ferðir, sem hún gerði sér á sjúkrahús, sjúkra- heimili eða i heimahús til þess að vitja eldra fólks og sjúklinga. Hún taldi ekki eftir sér þau sporin, þótt hún þyrfti stundum að fara bæinn á enda. Þau hjón Valgerður og Hannes áttu þvi láni að fagna að eignast fjögur óvenju mannvænleg börn og siðar tengdabörn, og barnabörnin eru nú orðin 12 talsins. Guðmundur tengdafaðir hennar lézt árið 1946, hafði hann lengst af verið til heimilis hjá þeim hjónum Hannesi og Valgerði og mat ætið tengdadóttur sina mjög mikils. Mann sinn, Hannes lækni, missti Valgerður i mai 1959, var það mikið áfall, þvi að Hannes var aðeins 59 ára að aldri og yngsta barnið, Helga, að hefja nám sitt i Menntaskólanum i Reykjavik. En Helga hélt áfram sinu námi með dyggum stuðningi móður sinnar, tók próf i læknisfræði og dvelst nú við sérnám i Bandarikjunum i geð- og taugalækningum ásamt manni sinum, sem þegar hefur lokið námi i þeirri sérgrein. Ifelga og maður hennar koma nú um langan veg til þess að fylgja móður og tengdamóður siðasta spölinn. Við höfðum öll vonað, að Valgerðar nyti áfram um nokkur ókomin ár, hún virtist hafa svo mikinn lifskraft og lifs- vilja: það mátti segja, að hún héldi að vissu leyti sama-n fjölskyidu okkar. En enginn má sköpum renna, þann 12. jan. var hún lögð inn á Landspitalann, hafði veikzt þá skyndilega um nóttina og sunnudagsmorguninn 27. jan. var hún öll. Við systkinin og móðir okkar kveðjum Valgerði og færum henni hjartans þökk fyrir allt. Sigrfður Jónsdóttir. t Nú eru dagar Valgerðar frænku taldir. Hún lézt á Landspltalanum að morgni sunnudagsins 27. janúar eftir stutta legu. Með henni er gengin merk kona, sem margir munu sakna og minnast með þakklátum huga. Valgerður Björnsdóttir var af norð- lenzku bergi brotin. Móðir hennar, Lilja Danielsdóttir og faðir hennar Björn Sigfússon áttu von á fyrsta barni sinu, þegar Björn drukknaði, svo aö Valgerður sá aldrei föður sinn. Oft hef Islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.