Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 5
Ragnar Sigurðsson bóndi, Frenu*i Hundadal orðinn ekkjumaður. Dáði hann löngum þessa tengdadóttur sina, umönnun hennar og fágætt hjartalag. ■ 1 Hverfisgötu 12 bjuggu þau Hannes og Valgerður meðan bæði lifðu, en hann leít 27. mai 1959 á bezta aldri, og varð það henni og börnum hennar mikið áfall. En heimilinu hélt Valgerður i sömu skorðum og áður, þar sem börn þeirra hafa átt athvarf meðan þau þurftu þess með. Og raunar miklu fleiri en þau, þvi að heita mátti, að þar hefði veriö opið hús öllu venzla- og frændfólki. Og þaðan streymdu jafnan góðvild, gjafmildi og hjálpfýsin, sem aldrei þvarr. Frú Valgerður var friðleiks- og skörungskona, mikil húsfreyja og frá- bær móðir. Og það vita þeir, sem til hennar þekktu, að hún var eigi aðeins mikil búsýslukona, stjórnsöm og dugmikil, heldur lika hin mesta gæðakona og höfðingi i lund, trölltrygg og hjálpfús svo að af bar. Munu kunn- ugum stundum hafa komið i hug ömmur hennar og minnzt dugnaðar þeirra og mannkosta, semþóttu áberandi á sinni tið, — móður- ömmunnar Guðrúnar, sem missti mann sinn i sjóinn frá stórum barna- hópi, þvi elzta 16 ára og þvi yngsta ófæddu, en kom öllum hópnum upp og til manns með mikilli prýði, án nokk- urrar opinberrar aðstoöar. Og fööur- ömmunnar, önnu, sem auk þess að vera mikil búsýslukona, þótti slik gæðakona, að sálmaskáldið Þorsteinn Þorkelsson segir um hana i eftir- mælum, að „allra mein hún eitthvað vildi bæta á einhvern hátt, ef gat hún til þess náö”. Þannig ætla ég, að svo megi með sanni segja um frú Valgeröi, að sá máttur guðstrúar, lifsvilja og fórnar- lundar, sem lyfti þessum formæðrum hennar til vegs og sæmdar, hafi henni sjálfri veriö i blóö borinn. Þeim Valgerði og Hannesi varð fjögurra barna auðið, lifa öll og hafa mannazt ágætlega. Þau eru: Leifur verkfræðingur, kvæntur Asláugu Stefánsdóttur, Valgerður, gift Ólafi Ólafssyni iðnmeistara, Lina Lilja, gift Hilmari Pálssyni vátryggingam., og Helga læknir, gift Jóni Stefánssyni lækni, sem bæði eru viö framhaldsnám i Bandarikjunum. Barnabörnin eru 12 alls, þrjú hjá hverju. Sendi ég öllum þessum afkomendum þeirra hjóna og öllu venzlafólki þeirra einlægustu samúðarkveðjur. Og hinni látnu sæmdarkonu flyt ég hjartans beztu þakkir frá mér og minum fyrir allt, sem hún var okkur öllum, og bið henni eilifrar blessunar. Snorri Sigfússon. Hinn 7. marz 1973 andaðist á Landa- kotsspitala i Reykjavik, Ragnar Sigurðsson bóndi að Fremri-Hundadal i Dölum eftir rúmlega 2 mánaða legu þar. Ragnar var fæddur að Bæ i Mið- dölum 13. ágúst 1897. Foreldrar hans voru Sigurður Jósúason bóndi þar og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Ragnar ólst upp hjá foreldrum sinum i fjölmennum og glöðum systkinahópi. A þeim árum var viða þröngt um lifskjör og þægindi ýmis af skornum skammti. Þess vegna var hver unglingur látinn fara að vinna eins fljótt og kraftar leyfðu. Ungur var Ragnar látinn sitja hjá ánum, en þá var ennþá fært frá. Siðar var hann við sjóróðra á Suðurnesjum. Þá voru ekki bilar komnir til sögunnar, eins og nú, og varð að ganga og bera pakkann sinn, fyrst til Borgarness, en þaðan var komizt á skipi til Reykjavikur. Þaðan varð svo að ganga og bera á bakinu farangur sinn, stundum alla leið til Grindavikur eða þangað, sem skipsrúm var ákveðið það og það skiptið. Þannig var þetta i þá daga. Menn uröu aö ganga og bera pokann sinn, vaða árnar, oft illfærar og fara langar vegleysur. Þetta þótti ekki umtalsvert þá. Nú þætti þetta ekki forsvaranlegt, þegar allt er fariö á bilum. Þá tóku þessar ferðir nokkra daga, og nú nokkra klukkutima, og svo var þaö kaupiö, kannski nokkur hundruð yfir vertiöina. Nú er unnið fyrir þeirri upp- hæö á nokkrum klukkutimum. Þó virö- istsvo sem þessir menn, sem svo óblið Hfskjör áttu, hafi enzt allt eins vel og seinni tima menn, sem meiri þægindi áttu viö að búa, og þeir verið fullt eins hamingjusamir og glaöir með sinn hlut, eins og þeir siðarnefndu með öll sin þægindi, og tugþúsunda og stund- um hundruð þúsunda tekjur. Hann Ragnar hafði létta og glaða lund, var sérlega góður verkmaöur — laginn og hagsýnn, og var þvi eftirsóttur til margra verka. Hans glaðværa lund skapaði oft ákjósanlegt andrúmsloft, svo öllum leið vel i návist hans. Börn og unglingar, sem Ragnar var með, gleyma honum ekki. I þeirra návist var hann einn af þeim, lék sér með þeim og gladdist af hjartans lyst með þeim Þessi góði og sérstæði eiginleiki entist honum alla tið, en þessi eigin- leiki er einhver bezta Guðs gjöf, sem hverjum manni er gefin. Ég man margar slikar stundir. Um þær allar leika bjartar minningar. Hann var sérstaklega góöur og snjall skepnu- hirðir, fóðraði vel, og hafði þó stundum litið til að fóðra á, og öll umhiröa og umgengni var með mestu ágætum. Mikiö yndi haföi Ragnar af hestum, fóðraöi og hirti þá vel, og var laginn hestamaður. A hestbaki átti hann margar sinar beztu stundir. A hest baki gleymdust erfiðleikarnir og heils- an varö betri. Þegar ég lit til baka, rifjast upp margar minningar, allt frá æskudög- unum. Eitt af þvi marga, sem ég minnist, var, aö mér fannst hann Ragnar alltaf vera ungur og glaður, já hvernig sem á stóð, og alltaf gat hann gert að gamni sinu. Það var þvi þannig, að við fögnuðum komu hans ævinlega. Hjálpsamur var hann, ef til hans var leitað, og lá þá ekki á liði sinu. Nú, þegar hann er allur, sakna ég hinna mörgu glaðværu samfunda okk- ar. Ungur að árum kynntist hann eftir- lifandi konu sinni Málfriði Kristjáns- dóttur frá Hamri i Hörðudal, traustri og trygglyndri konu, sem bar með -honum byrðar lifsins. Þau hófu búskap Islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.