Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Page 8
MINNING Hjónin á Kagaðarhóli Hinn 8. des. sl. fór fram á Blönduósi útför hjónanna Guörúnar Jóhanns- dóttur og Jóns Stefánssonar, er lengi höfðu húsum ráðið á Kagaðarhóli á Asum, og tók ein gröf bæði. Skildu fáir dagar þau. Hann lézt 24. nóv. en hún hinn 30. s.m. Hún hafði barizt mánuð- um saman við kvalafullan sjúkdóm. þar sem það eitt varð að ráði að lina miskunnarlausar þjáningar aðeins i bili. Læknishjálp i annari mynd var vonlaus. Um Jón horfði annan veg við. Þótt aldur hans væri mun hærri og hin forna hreysti hans mjög þorrin, hélt hann heilbrigði sinni furðanlega, nema siðustu dagana, og er það alltaf þakkarefni. Þeir dagar, sem hann þurfti að liða þjáningar, máttu teljast fáir. Hinzta kallið ómaði skemur við sjúkrabeð hans en hennar. Jón fæddist á Kagaðarhóli 7. ág. 1888. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Jónsdóttir, söðlasmiðs, bónda á Holtastöðum og Kagaðarhóli, Guð- mundssonar frá Lönguhlið i Eyjafirði. Stefán faðir Jóns var Jónsson, bónda i Syðstahvammi, Arnbjörnssonar. Stefán var ágætlega hagur enda lærð- ur trésmiður. Þau Stefán og Guðrún bjuggu sinn samverutima á Kagaðarhóli og var jörðin arfahlutur hennar. Þar ól Jón allan sinn aldur að fráteknum tveim vetrum, sem hann stundaði nám. 1902- 03 sat hann i unglingaskóla hjá sr. Hálfdáni Guðjónssyni á Breiðabólstað i Vesturhópi og veturinn 1909-10 dvaldi hann við smiða- og málaranám undir handleiðslu Stefáns hins oddhaga Eirikssonar i Reykjavik. Jafnframt sótti hann Iðnskólann, sem þá var að- eins kvöldskóli. Lauk hann þar til- skildu námi samkv. kröfum skólans þá. Þessi skammvinna skólaseta reynd- ist Jóni furðu haldgott veganesti. Hann varð fulllæs á dönsku og ensku og las talsvert á þeim málum. Hann átti og allgott safn islenzkra bóka, einkum valið safn ljóða, og var handgenginn þvi. Svo var og um fornrit vor. Hann varð þvi viðlesinn. Jón tók að fullu við búi á Kagaðar- hóli 1912, en hafði verið móður sinni mjög til aðstoðar frá 1907, er hún missti Stefán. Þar rak hann gagnsamt bú með fágætum snyrtibrag unz Stefán sonur hans tók við forráðum þess 1966, enda var þrek Jóns þá tekið að þverra. A Jón hlóðust flest þau trúnaðarstörf sem sveitarmálum fylgja. Hann sat i sveitarstjórn i 28 ár , þar af oddviti 24, — gaf þess þá engan kost á að halda þeirri forustu áfram, þrátt fyrir mjög eindregin tilmæli. i sýslunefnd sat hann 24 ár, i stjórn Kaupfélags Hún- vetninga um skeið og i stjórn Slátur- félags Austur-Húnvetninga yfir 20 ár og gerður að heiðursfélaga þess 1959. Honum voru mál samvinnufélaganna mjög hugstæð, einkum þó afurðarsölu- málin, enda fylgdi hann stofnun Mjólkursamlagsins á Blönduósi. Hann var i stjórn Búnaðarfélags Torfa- lækjarhrepps um áratugi, svo og i skólanefnd um mjög langt skeið. Hann studdi manna- bezt sundkennslu á Reykjum, enda var jarðhitinn honum hugðarefni, einkum þá að þar mætti risa skóli. Hann sat i jarðamatsnefnd 1930 og 1940. Hann sat og eitt Búnaðar- þing. Sizt má gleyma hinni sérstæðu og fórnfúsu baráttu Jóns og félaga hans fyrir lagningu Svinvetninga- brautarimiar undir forustu Jóns alþm. Jónssonar i Stóradal. Þar var unnið afrek, sem þá varð i fararbroddi i sýsluvegamálum þjóðarinnar. Jón á Kagaðarhóli átti þar haldgóðan hlut að. Hér er fjarri þvi að fulltalin séu þau félagsmálastörf er á hann hlóðust. Þessi upptalning nægir þó til að sýna, hvert traust var tii hans borið. Ef dýpra er skyggnzt, vekur það þó nokkra furðu, hve viða hann kom við þessar sögur, þegar þess er gætt að hann var heimakær og flestum hlé- drægari, ekkert var fjær honum en keppa eftir völdum og þó enn siður að berjast til slikrar upphefðar. Bak við þennan feril hans stóð óbifanlegt traust þeirra, er næst honum sátu. 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.