Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Qupperneq 12
allt er hljótt.... hljótt nema tifið i gömlu veggklukkunni, sem æ skærar hljómar, hraðar og trylltar ómar. Er til almætti, og þá lif eftir dauðann? Lifum við til þess eins að lifa lffinu, vibhalda mannkyninu, en hverfa svo til moldar að loknu dagsverki? Slikum spurningum, hversu mjög sem við annars reynum, verður aldrei svarað með sönnunaraðferðum tengdum hinum efnislega, jarðneska heimi. Hlutlægt svar við einni hinna ótal spurninga um ráðningu lifserilsins leiðir jafnan af sér aðra gátu enn flóknari og margbrotnari. Ég minnist þess nú, sem ég sithér og læt hugann svifa á vit endurminning- anna.... samverustundanna með vini minum og skólabróður, Jóni Ásgeirs- syni, hve mjög við rökræddum okkar á miili um þessi mál. Jón, vinur minn, trúði heitt og ákaft á lif eftir dauð- ann.... og að tilvera mannsins á jarð- riki væri einungis undirbúningur og skóli fyrir annað lif, er væri betra, feg- urra og fullkomnara. Hann trúði á ævarandi tilvist sálarinnar og flutning hennar á æðra stig tilveru að lokinni dvöl i mennskum, jarðneskum likama. Hugmyndir sinar og sterka trú á gildi mannkærleikans og fullkomnun al- mættisins tel ég Jón, vin minn, tvi- mælalaust hafa fengið i föðurhúsum, en þar bjó amma hans, Brynhildur, fjölvitur kona og spök. Margar stund- irnar, mér um alla tið ógleymanlegar, hlýddum við Jón á gömlu konuna segja frá dulrænni reynslu sinni, auk þess sem hún miðlaði okkur af sinum mikla þekkingarforða um dulspeki og trúmál. Hvort sem við sessunautarnir sátum á skólabekk, sigldum saman á togara, glöddumst yfir höfgum veigum á gleð- innarstundum.eða á annan hátt deild- um súru sem sætu, voru það mann- kostir, greind og fjölþætt kimni Jóns Asgeirssonar, sem gæddu stundir þessar litrikum heillandi áhrifum. Margar á ég minningarnar um traust- an og tryggan vin minn, Jón Asgeirs- son, er segja ég vildi, en slikt yrði efni i annað og meira en rúmast hér i fátæk- legum yfirgripskienndum ,,minning- arorðum” um mér nú horfinn vin. Jón Ásgeirsson átti frá barnæsku við að striða veikindi, sem voru afleiðing slyss, höfuðhöggs. Ég minnist þess nú, að þessi, náni vinur minnvaroft frá lestri iangtimum saman vegna kvala og sársauka i höfði. Það var eigi fyrr en Jón dvaldi við háskólanám i Gautaborg og sjúkdóm- ur hans var i algleymingi, að menn gerðu sér fulla grein fyrir alvarleik sjúkdómsins. Það lá aldrei fyrir Jóni að kvarta eða barma sér vegna veik- inda sinna, og þvi hugði margur veik- indi hans með öðrum hætti en raun varð á. Jón Asgeirsson lézt á Borgarspital- anum laugardaginn 19. janúar, bless- uð sé minning hans. Til mikillar gleði og uppörvunar ættingjum og vinum Jóns Asgeirssonar lætur hann eftir sig tvö börn, sem i rikum mæli hafa erft hina fjölþættu og miklu eiginleika föð- urs sins. Ótal hendur munu fúsar til að hjálpa og liðsinna börnum hans tveim og konu, sem svo mjög mátti reyna og fórna i veikindum manns sins. Ég votta ykkur, börnum Jóns vinar mins, Brynhildi, systkinum svo og öðrum ættingjum og vinum mina dýpstu hlut- tekningu og vona, að sú fagra mynd og þær ljúfu minningar, sem við öll höf- um um drenginn góða, Jón Asgeirsson, muni lækna sár saknaðarins og verða okkur veganesti um ókomin ár. Róbert Arni. t Laugardaginn 19. þ.m. lézt á Borg- arspitalanum i Reykjavik vinur minn Jón Ásgeirsson, Sunnubraut 44, Kópa- vogi. Jón fæddist á Norðfirði, sonur hjón- anna Asgeirs Gislasonar skipstjóra og konu hans Hildar Frimann. Var hann elztur 6 systkina. Jón fluttist ungur með foreldrum sinum til Hafnarfjarð- ar og siðar i Kópavog. Hann lauk prófi frá Flensborgarskóla 1963, en siðan lá leiðin til Akureyrar, þar sem hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólan- um þar 1967. Þann 10. september 1966 gekk Jón að eiga unga stúlku úr Kópa- vogi, Dóru Einarsdóttur, og eignuðust þau 2 börn, dreng og telpu. Jón hafði um nokkurra ára skeið kennt van- heilsu, sem mjög tafði fyrir námi hans, en skömmu eftir stúdentsprófið héldu ungu hjónin til Sviþjóðar, þar sem Jón hugðist stunda framhalds- nám. Þvi miður leyfði hei lsa hans ekki að hann lyki námi þar, og kom hann heim um siðustu áramót. Ég kynntist Jóni Asgeirssyni fyrst þegar hann var litill drengur og ég átti þess kost að sjá hann vaxa og þroskast i fulltiða mann. Það, sem ein- kenndi Jón öðru fremur, bæði sem ungling og fulltiða manna, var einstök prúðmennska hans og kurteisi. Liktist hann þar mjög afa sinum, Gisla As- geirssyni, sem var einstakt ljúfmenni. Ég minnist ótal tilvika, er Jón heim- sótti afa sinn og ömmu, sem nú eru lát- in. Hlýjan og alúðin, sem hann jafnan bar með sér, voru sem sólargeisli i skammdegi, enda voru fyrirbænir þeirra ófáar, þegar veikindi og erfið- leikar steðjuðu að hjá Jóni. Það, sem ef til vill var óvanalegast i fari svo ungs manns, var hversu réttsýnn hann jafnan reyndi að vera, og hve hann forðaðist að áfella og dæma. 1 veikindum sinum og öðru mótlæti i lifinu leituðu á huga hans margar spurningar um tilgang og eðli lifsins, um ranglæti þess og réttlæti, og oft fannst honum eins og hann hefði átt að haga orðum sinum og athöfnum öðru- visi. Ég á ekki aðra ósk betri handa eftir- lfiandi börnum Jóns vinar mina, en að þau fái að njóta og ávaxta það góða og fagra, sem faðir þeirra hafði til að bera i svo rfkum mæli. Það er oft sagt, að vegir Guðs séu órannsakanlegir. Jón Ásgeirsson lézt á afmælisdegi afa sins, Gisla Asgeirs- sonar, þ. 19. þ.m. Kistulagning hans kom upp á þann dag, er foreldrar hans heföu átt að halda upp á 25 ára hjúskap sinn, og útförin varð gerð 28. þ.m. á afmælisdegi sonar hans. Móðurömmu Jóns, Brynhildi Jóns- dóttur, sem nú dvelur á Sólvangi, votta ég mina innilegustu samúð, en þau Jón voru mjög samrýmd. Um leið og ég og fjölskylda min sendum öllum ástvinum Jóns Asgeirs- sonar okkar innilegustu samúðar- kveðjur, biðjum viö góðan Guð að létta harma þeirra og græða sárin. Megi hamingjudisir strá ljósi á veg þeirra, sem hann unni heitast hér á jörð. GIsli ólafsson. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. 12 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.