Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Qupperneq 16

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Qupperneq 16
Sjötugur: Jóhann Skaptason sýslumaður, Húsavík Jóhann Skaptason, sýslumaður Þingeyinga og bæjarfógeti á Húsavík, varð sjötugur 6. febrúar sl. Hann er fæddur i Litlagerði i Grýtu- bakkahreppi i Suður-Þingeyjarsýslu, sonur hjónanna, sem þar bjuggu, Skapta Jóhannssonar og Bergljótar Sigurðardóttier. Jóhann Bessason faðir Skapta bjó á Skarði i Dalsmynni. Hann var mikill atgervismaður á alla lund og sagður allra manna mikilfenglegastur i sjón og á velli. Um karlmennsku hans lifa enn sögur i héraðinu. Jóhann Skaptason varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1927, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1932. Hann gengdi lögfræðistörfum i Reykjavik árin 1932—1935. Árið 1935 var hann við framhalds- nám i þjóðarrétti i Danmörku og Eng- landi. Seintá þvi ári var hann skipaður sýslumaður i Barðastrandarsýslu. Þvi starfi gengdi hann til ársins 1956, er hann var skipaður sýslumaður i Þing- eyjarsýslum og bæjarfógeti á Húsa- vik. Árið 1930 gekk Jóhann að eiga Sig- riði J. Viðis, ættaða frá Þverá i Laxár- dal, þeim varð ekki barna auðið. Þegar ég heyrði Jóhanns fyrst getið, var hann sýslumaður Barðstrendinga ogsatá Patreksfirði. Bróðir minn.sem þangað kom sem kennari, kynntist Jó- hanni og rómaði þá hollvild, sem hann sýndi ungum sýslunga sinum. Hann kynntist fljótt traustleika Jóhanns og þvi áliti,sem hann hafði sem nákvæm- ur og reglusamur embættismaður, og þeirri almennu virðingu sem hann naut fyrir störf sin. Jóhann Skaptason hafði forgöngu um mörg menningar- og framfaramál i héraðinu. Hann beitti sér fyrir stofn- un sýslubókasafns Vestur-Barða- strandarsýslu, stofnun byggðasafns og fyrir útgáfu Árbókar Barðastrandar- sýslu, gekkst fyrir stofnun skóg- ræktarfélags i Vestur-Barðastrandar- sýslu, var i stjórn sjúkrahúss á Pat- reksfirði og beitti sér fyrir byggingu nýs sjúkrahúss. Hann stuðlaði að stofnun hraðfrystihúss og var i stjórn þess og fleiri stofnana. Starfssaga Jó- hanns Skaptasonar sem sýslumanns Barðstrendinga ber vott um áhuga hans á hvers konar framförum i at- vinnuiifi og menningarmálum. Þegar Jóhann varð sýslumaður á Húsavik 1956,jukust kynni min og mins fólks af honum. Jafnframt þvi jókst enn virðingin fyrir honum sem örugg- um og traustum embættismanni, en þó framar öðru sem heilsteyptum manni og þjóðræknum. Þjóðrækni og héraðs- rækni eru eigindir, sem við mættum tileinka okkur meira af. Við þurfum ekki þjóðarhroka,heldur einlæga rækt- arsemi við landið, sögu þess og leifð genginna kynslóða. Það er heilbrigt og eðlilegt, að hver unni sinum átthögum meira en öðrum stöðum. ekki vegna þess að hann telji þá endilega öðrum fremri, heldur af ræktarsemi við upp- runa sinn og forfeður. Jóhann Skaptason hefur einmitt þessar eigindir, það sýna störf hans og áhugamál. Eftir að hann kom til Húsa- vfkur 1956, fór hann strax að vinna að þeim auk umíangsmikilla embættis- starfa. Hann beitti sér fyrir því, að sýslurnar tvær og Húsavikurkaup- staður bundust samtökum um útgáfu á Árbók Þingeyinga. Sú fyrsta kom út fyrir árið 1958. Árbókin hefur komið úr óslitið siðan. Alla tið hefur Jóhann ver- ið í útgáfustjórn. 1 þeim 15 árbókum, sem þegar eru komnar, má finna geysimargt um sögu héraðsins bæði frá eldri timum og ekki siður í ársann- álum úr héraðinu. Þar má margt finna smátt og stórt, sem annars hefði ef til vill hvergi verið skráð. Eitt af því, sem lesa má af siðum Ár- bókar Þingeyinga, er saga Safnahúss Suður-Þingeyinga. Það hús er nú risið áHúsavikog nýlega tekið i notkun,þeg- ar þetta er skrifað. Það er ekki ófmælt og á engan hallað, þó að fullyrt sé,að þetta myndarlega hús, sem hugsað er sem fyrst af fleiri samstæðum húsum i menningarmiðstöð Þingeyinga, sé fyrst og fremst verk Jóhanns Skapta- sonar sýslumanns. Fyrst er sagt frá hugmyndinni um safnahús Suður-Þingeyinga i Arbók Þingeyinga 1964. Þar kynnir Jóhann Skaptason hugmyndina og lýsir þvi, sem gert hefur verið. Þar segir: „Hinn 18. april 1964 var að frum- kvæði sýslumanns Þingeyjarsýslu haldinn á Húsavik fundur stjórnar Héraðsbókasafns Þingeyinga, Byggðasafns Þingeyinga, Skjalasafns Þingeyjarsýslu og Húsavikurkaup- staðar og forseta bæjarstjórnar Húsa- vikur, til að ræða um byggingu safna- húss fyrir söfn héraðsins, þau sem nú eru til og áhugi er á að stofna nú þeg- ar eða i nánustu framtið”. A þessum fundi var kjörin bygginga- nefnd og Jóhann formaður hennar, og hefur hann verið það siðan. 1 þessari sömu grein reifar Jóhann einnig þá hugmynd, að á Húsavik risi menningarmiðstöð Þingeyinga með söfnum, fundasölum og hljómleikasal. Hann getur þess, að fleiri söfn þurfi að stofna, náttúrugripasafn, með grasa- garði, málverkasafn, og minjasafn, ekki hvað sizt sjóminjasafn. Jóhann bendir á i greininni, að guð hjálpi þeim, sem hjálpi sér sjálfir, segir, að héraðsmenn eigi sjálfir að hefja starfið með eigin framlögum, áður en knúð sé á dyr rikisvaldsins með beiðni um fjárframlög. Grein Jó- hanns likur með þessum orðum: „Við Suður-Þingeyingar verðum að hefjast þegar handa. Við verðum að stefna hátt. Það er skylda okkar að sjá um það, að hérað okkar geti notið alls þess sólskins, sem islenzk menning hefur upp á að bjóða. En við verðum að feta okkur stig af stigi og megum ekki reisa okkur hurðarás um öxl. Frh. á bls. 15 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.