Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Side 5
hvetja stétta'rbræöur sina til sam- stilltra átaka i búnaðarfélagsskapnum i Búnaðarfélagi Biskupstungna, Búnaðarsambandi Suðurlands og Búnaðarfélagi íslands. Hann var einnig sistarfandi að margvislegum félagsmálum fyrir sveitunga sina og héraðsbúa eins og ungmennafélags- hreyfinguna, samvinnufélagsskapinn, safnaðar- og fræðslumál, söngmála- starfsemi og hvers kyns menningar- starfsemi sveitar sinnar og héraðs. Þorsteinn var ágætlega undir það búinn að framfylgja áhugamálum sin- um, þvi að, að viðbættu andlegu og likamlegu atgervi, sem hann hlaut i vöggugjöf, þá hlotnaðist honum stað- góð menntun umfram marga stéttar- bræður sina og jafnaldra. Þannig nam hann búfræði við bændaskólann á Hvanneyri og varð búfræðingur árið 1915 og siðan var hann eitt ár i Noregi, annað misserið við verklegt nám á bú- garði á Jaðrinum og hitt misserið á lýðháskólanum i Voss. Hér verður ekki gerð tilraun til þess að telja upp öll þau störf, sem Þor- steinn gegndi á langri ævi, en aðeins minnzt nokkurra þeirra starfa, sem ég þekkti til af eigin raun. Þorsteinn tók við búi á Vatnsleysu árið 1922 og bjó þar alla tið siðan eða i 52 ár, en siðustu árin i félagi við son sinn, Braga. Nokkrum árum áður afhenti Þorsteinn syni sinum, Sigurði, hluta af jörðinni til stofnunar nýbýlis, er nefnist Heiði og er það i nokkur hundruð metra fjar- lægð frá bænum á Vatnsleysu. Þor- steinn hafði gaman af búskap og þó sérstaklega af að rækta jörðina og bæta, og hann naut þess að fást við heyskap og var mjög sýnt um að ná miklum og góðum heyjum i misjöfnu árferði. Hann hafði einnig yndi af ræktun matjurta, og garðurinn á Vatnsleysu, sem að miklu leyti er handaverkin hans Þorsteins, ber þess vott, hve hlýjar hendur hafa farið um tré, blóm og runna, þvi að gróskan er þar svo mikil, að ekki verður á betra kosið. Þorsteinn átti alltaf góðar kýr, sem gerðu gott gagn, enda hafði hann alla tiö mikinn áhuga á ræktun kúastofns- ins og var i stjórn Nautgriparæktar- félags Biskupstungna i þau 25 ár, sem ég var ráðunautur i þeirri búfjárgrein og áreiðanlega miklu lengur en það. Hann var lika i stjórn Mjólkurbús Flóamanna i 20 ár og var hann þar að sjálfsögðu góður liðsmaður, þvi að hann haföi alla tið haft mikinn áhuga á skipulagsmálum mjólkurvinnslu og dreifingar og átti sinn góða þátt i far- sælli framvindu þeirra mála. Þorsteinn var einlægur félagsmála- maður, enda fólu sveitungar hans hon- um svo mörg félagsmálastörf, að rúmsins vegna verða þau ekki talin upp hér, enda býst ég við, að það verði gert af öðrum, sem munu minnast Þorsteins nú i rituðu máli. Eitt starf skal þó gert að umtalsefni, sem honum var falið, en það var stjórnarstarf i Búnaðarfélagi Biskupstungnahrepps. Hann var kosinn i stjórn þess árið 1928 og varð formaður félagsins árið 1933 og gegndi hann þvi embætti til dauða- dags. Ég veit, að Þorsteini þótti vænt um að hafa fengið trúnað sveitunga sinna til þess að gegna þessu starfi svo langan tima, þvi að honum þótti vænt um starfið, enda leysti hann það af hendi með miklum sóma. Enginn gleymir þvi, sem var viðstaddur, hvernig hann stjórnaði 75 ára afmæli félagsins og margt fleira mætti nefna, ef rúmið leyfði í allmörg ár i kringum 1930 vann Þorsteinn að úttekt jarðabóta fyrir Búnaðarsamband Suðurlands I hluta af héraðinu, og fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsambands Suðurlands var hann alla tið frá 1928 eða samfellt á 47 fundum og þar af fundarstjóri á allt að 30 aðalfundum sambandsins. Hann hefur þvi mótað störf Búnaðarsam- bandsins mjög mikið og árið 1938 var hann kosinn fulltrúi Búnaðarsam- bands Suðurlands á Búnaðarþing og sat sem fulltrúi þess á þinginu I 16 ár. Hann var þá orðinn formaöur Búnaðarfélags íslands, en það varð hann árið 1951 og þvi forseti Búnaðar- þings, og það var hann óslitið til ársins 1971, en þá gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs, enda var hann þá 77 ára og nýtt fjögurra ára kjörtimabil að hefj- ast. Ég, sem rita þessar linur, sat sem fulltrúi á Búnaðarþingi i sex ár á meðan Þorsteinn var forseti þingsins. Ég held, að við sem störfuðum á Búnaðarþingi þessi ár, höfum allir kunnaö vel hans drengilegu forystu, bæði hans myndugu fundarstjórn og glæsilegu framkomu, þegar hann þurfti að vera i fyrirsvari fyrir Búnaðarþing eða Búnaðarfélag Is- lands við ýmis konar tækifæri. Þorsteinn var hamingjumaður i sinu einkalifi. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Agústu Jónsdóttur frá Skálholts- vik i Hrútafirði haustið 1922. Þau eignuðust 9 börn, en eitt þeirra dó i æsku, en upp komust þrjár dætur og fimm synir, allt mannvænlegt fólk og vel metið. Þau Þorsteinn og Agústa voru svo samhent, að manni leið vel i návist þeirra. Þau reyndu að vera saman, þegar þau gátu og mér fannst þau vilja allt fyrir hvort annað gera. Sama var að segja með börnin og tengdabörnin. Einhugur og samhjálp hefur rikt meðal þeirra og foreldranna og heyröi ég það oft á Þorsteini, hve þetta góða samband við börnin yljaöi honum og gladdi bæði i daglega lifinu og þá ekki hvað sizt á hátiðastundum heima á Vatnsleysu. Eins og getið var um I upphafi þessa greinarkorns, þá var Vatnsleysa tvi- býlisjörð. 1 vesturbænum á Vatnsleysu bjuggu næstum alla búskapartið Þor- steins systir hans og mágur, þau Kristín og Erlendur Björnsson, hrepp- stjóri. Þessi heimili urðu á tiðastund- um oft að einu heimili og þar var gam- an að koma og sjá þetta myndarlega frændfólk skemmta sér og öðrum i ein- drægni við söng og leiki. Allt þetta auðgaði lif Þorsteins og veitti honum gleði og hélt honum ungum og bjart- sýnum fram á siðustu stund. Samferðamenn Þorsteins á Vatns- leysu eiga honum margt að þakka nú að leiðarlokum. Honum var að visu sýndur margvislegur sómi i lifanda lifi og má m.a. nefna eftirfarandi: Þor- steinn var riddari af fálkaorðunni,* riddari, af Dannebrog, heiðursfélagi Bumnaðarsambands Suðurlands og heiðursfélagi Búnaöarfélags Islands. Ég sem þessar iinur rita, vil að leiðarlokum færa honum innilegar þakkir frá Búnaðarsambandi Suður- lands og meðlimum þess fyrir öll hans störf bæði heima á Vatnsleysu og hans félagsmálastörf heima i héraði og fyr- ir störf hans i þágu islenzkrar bænda- stéttar hjá Búnaöarfélagi Islands. Ég vil einnig færa honum minar persónu- legu þakkir fyrir holla vináttu og skemmtilegt samstarf að mörgum hugðarmálum, sem viö áttum sam- eiginleg um allt aö þrjátiu ára skeið. Ég vil svo að siöustu færa frú Agústu og börnunum innilegar samúðarkveðj- ur frá okkur hjónunum og þakkir fyrir trygga vináttu þeirra hjóna i okkar garð. Megi áframhaldandi blessun fylgja Vatnsleysu og niðjum og ástvinum Þorsteins Sigurðssonar. Hjalti Gestsson. íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.