Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Síða 8
Pálsson
Friðþjófur
fyrrv. stöðvarstjóri, Húsavík
Lýsingarorð eins og prúður, hógvær,
dagfarsgóður, starfssamur, traustur,
heilsteyptur, hreinskilinn og mörg
fleiri, sem lýsa góðum kostum manna
koma i hugann, þegar Friðþjófs Páls-
sonar, fyrrverandi stöðvarstjóra pósts
og sima á Husavik er minnst. Hann
var I hópi þeirra manna, sem laða
fram jákvætt lif og starf i kringum sig.
Það var eins og skuggarnir vikju til
hliðar i návist hans. Þetta mun vera
reynsla þeirra, sem lengst og bezt
þekktu Friðþjóf.
Ég kynntist Friðþjófi fyrst eftir að
hann fluttist til Reykjavikur árið 1963
og tók við starfi deildarstjóra i endur-
skoðunardeild póstávisana, orlofs og
skyldusparnaðar. Störfin þar varð að
vinna af mikilli nákvæmni og öryggi,
þvi skekkjur þar geta valdið miklum
erfiöleikum og fjártjóni. Leysti
Friðþjófur það verk af mikilli prýði. Af
eigin raun þekkti ég litið til starfa
Friðþjófs i stöðvarstjórastöðunni á
Húsavik, en það orðspor fór af honum,
að hann legði alúð i að leysa þjón-
ustustörfin við almenning vel af hendi
og greiddi farsællega úr hverjum
vanda. Og af yfirboðurum sinum var
hann talinn einn af beztu fulltrúum
pósts og sima úti á landsbyggðinni.
Hann var þvi á allan hátt sannur og
skyldurækinn embættismaður sem
lagði alúð i störf sin og ávann sér
verðskuldað traust allra þeirra, sem
við hann skiptu. Starfsfolki sínu var
Friöþjofur ávallt góður og heill, enda
mat það hann mikils.
Friðþjófur var fæddur á Húsavik 13.
april 1902, sonur hjónanna Aðalheiðar
Jóhannesdöttur og Páls Tryggva Sig-
urðssonar simstjora. Árið 1925
kvæntist Friðþjófur Auði Aðalsteins-
dóttur trésmiðs á Húsavik og eign-
uöust þau eina dóttur, Aðalheiði, bóka-
vörð við Landsbókasafnið. Friðþjófur
hafði ekki langa skólagöngu að baki.
Hann útskrifaðist úr unglingaskóla
Benedikts Björnssonar á Húsavik og
var við nám i Samvinnuskólanum
siöari hluta vetrar árið 1925. Réttinda-
Friðþjófur starfaði hjá Kaupfélagi
Þingeyinga til ársins 1934, er hann
gerðist simstöðvarstjóri á Húsavik.
Tók við þvi starfi af föður sinum.
Stöðvarstjóri var hann til ársins 1963,
en tók þá við fyrrnefndu deildarstjóra-
starfihjá Pósti og síma i Reykjavik og
gegndi þvi þar til hann lét af störfum
vegna aldurs árið 1972.
Friðþjófur naut mikils trausts,
samtiðar sinnar. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt
og tók mikinn þátt i margs konar
félagsstörfum. Þegar hann flutti
kvöddu Húsvikingar hann með þvi að
færa honum góðar gjafir og þakkir
fyrir ágæt og gifturik störf. Veit ég að
Friðþjófi þótti vænt um þann mikla
hlýhug sveitunga sinna.
Konu sina missti Friðþjófur árið
1965, og hélt hann heimili með dóttur
sinni siðan. Hann var nærgætinn og
góður heimilisfaðir. Friðþjófur
andaðist 24. sept. sl. eftir stutta legu.
Var hann þá fyrir skömmu kominn úr
ferðalagi með dóttur sinni, erlendis
frá. Urðu umskiptin þvi sneggri en
búast mátti við.
prófum var þvi ekki fyrir að fara en
sjálfmenntun hans og manndómur var
þeim mun meiri og skipuðu honum i
raðir okkar beztu manna.
8
Nú skiljast leiðir um sinn. Góður
samstarfsmaður er kvaddur. Aldrei
heyrði ég nema gott um hann sagt og
niörandi orð lét hann ekki falla um
aðra. Hann var reglusamur i lifi og
starfi. Hann var góð fyrirmynd þeirra,
sem leitast við að verða sannir og
góðir menn. Við, sem þekktum
Friðþjóf, minnumst hans og þökkum
samferðina. Hans góðu dóttur flytjum
við innilegar samúðarkveðjur.
Páll V. Danfelsson
t
Friðþjófur Pálsson frá Húsavik
andaðist á Borgarspitalanum 24.
september siðastliðinn. útför hans var
gerð frá Fossvogskirkju laugardaginn
5. október, að viðstöddum mörgum
vinum hans og samstarfsmönnum.
Þótt mér væri vel kunnugt að hann
hefði átt við nokkra sjúkdoms-
erfiðleika að striða, er hann lét af sinu
langa ævistarfi fyrir aldurs sakir, og
hefði þurft að dvelja um skeið á
sjúkrahúsi, kom mér andlátsfregn
hans engu að siður á óvart. Og þannig
er það alltaf, þegar góðir vinir og
samstarfsmenn hverfa frá okkur, að
þeir séu raunverulega horfnir af
sjónarsviði, og að við getum aldrei
framar notið þess að vera I návist
þeirra- En Friðþjófur hafði fágætlega
vel þroskaða og fágaða skapgerð.
Honum fylgdi ávallt heillandi bros og
hugljúfur léttleiki og hlýja, sem hafði
þau áhrif, að öllum leið vel i návist
hans. Þess vegna er hans nú sárt
saknað af öllum þeim, sem báru gæfu
til að kynnast honum og starfa með
honum.
Friðþjófur Pálsson var Þingeyingur
aö ætt og uppruna. Hann var fæddur á
Húsavik 13. april árið 1902. Faöir hans
var Páll Sigurðsson Guðmundssonar
bónda að Litluströnd við Mývatn,
Pálssonar bóna að Brúnagerði i
Fnjóskadal. Páll varð fyrsti
simstöðvarstjóri á Húsavik og gegndi
þvi starfi samfleytt frá 1908 til 1934
Hann var dugmikill félagshyggju-
maöur, var lengi deildarstjóri i
Kaupfélagi Þingeyinga og átti drjúgan
hlut að ýmsum framfaramálum.
Móðir Friðþjófs var Aðalheiður
íslendingaþættir