Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Page 9
Jóhannesdóttir bónda á Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, Sigurðssonar bónda á Hróastöðum i Fnjóskadal Sigurðssonar. Aðalheiður var gáfuð kona og bókhneigð. Hún var vel hag- mælt, en fór dult með þá hæfileika, eins og margir góðir hagyrðingar fyrr og siðar. Þó munu nokkrar vísur hennar vel kunnar. Friðþjófur var ekki i hópi langskóla- genginna manna, en engu að siður víðlesinn, fjölfróður og vel menntaður. Að loknu námi i barnaskóla lauk hann prófi frá Unglingaskóla Benedikts Björnssonar á Húsavik, sem um árabil veitti unglingum þar nyrðra ágætt veganesti. Siðar stundaði hann nám i Samvinnuskólanum frá nýári til vors árið 1925. Þegar á barnsaldri hóf Friðþjófur störf hjá Kaupfélagi Þingeyinga, og 16 ára gamall var hann ráðinn þangað sem fastur starfsmaður. Alls starfaði har.n i tvo áratugi hjá K.Þ. lengst af sem bókhaldari. En árið 1934 tók Friðþjófur við simstjórastarfi föður sins, sem þá var kominn yfir sjötugt og farinn að kenna heilsubrests. Lét hann þá jafnframt af starfi sinu hjá Kaup- félagi Þingeyinga. Friðþjófur var siðan simstöðvar- stjóri á Húsavik i samfellt 20 ár, eða til ársloka 1954. En þá voru póstur og simi sameinaðir i nýbyggðu, glæsilegu húsi, sem reist hafði verið fyrir starf- semibeggja þessara stofnana. Fluttist þá Friðþjófur úr gamla simstöðvar- húsinu, er hann átti sjálfur, og tók við póst- og simstjórastarfinu. Gegndi hann þvi til ársins 1963. Urðu þá veruleg þáttaskil i lifi hans, er hann af heimilisástæðum varð að flytja til Reykjavikur eftir langa, viðtæka og einkar farsæla þjónustu fyrir bæ sinn og byggðarlagið allt. Atvik höguðu þvi svo, að ég varð skólastjóri á Húsavik haustið 1940 og gegndi þvi starfi i tuttugu ár. Ég fékk þvi tækifæri til að kynnast þar vel mönnum og málefnum á þeim tiltölu- lega langa tima, enda starfaði ég þar beztan hluta ævi minnar. Þótt fæðingarsveit min væri raunar ekki langt frá Húsavik, hafði ég sjaldan komið þar og þekkti aðeins fáa. En ég minnist glöggt, að ég hafði mikinn hug á að sjá sem fyrst simstöðvarstjórann á Húsavik, Friðþjóf Pálsson, og kynnast honum. Astæðan til þess varsú, að simstöð var á æskuheimili minu, Skógum i Axar- firði, og ég hafði alioft afgreitt simtöl og þá meðal annars notið fyrirgreiðslu simstjórans á Húsavik. Falleg og drengileg rödd þessa manns, og frá- bær ljúfmennska og fyrirgreiðsla, hafði grópast djúpt i huga mér. jslendingaþættir Það leið ekki heldur á löngu, þangað til ég hitti Friðþjóf, sem tók mer strax eins og bezta bróður. Og ég varð vissulega ekki fyrir vonbrigðum. Ég hafði alltaf hugsað mér, að maður, sem hefði svo hreimfagra rödd, væri svo hjálpfús og slikt ljúfmenni sem hann reyndist mér og minu fólki heima við simaþjónustuna, hlyti að vera friður og föngulegur og geðþekkur i bezta lagi. Og þarna stóð hann þá fyrir framan mig, þessi ungi, fallegi maður, með sólskinsbrosið hlýja og viðmótið, sem hafði þau áhrif, að öllum leið vel i návist hans. Þannig var Friðþjófur. Og á þvi varð aldrei nein breyting þá tvo áratugi, sem við störfuðum náið saman. Þótt Friðþjófur gegndi erilsömu og umfangsmiklu skyldustarfi, komst hann ekki hjá þvi að taka að sér marg- visleg félagsstörf fyrir bæ sinn og byggð.Fer svojafnan á hinum smærri stöbum, þegar um fjölhæfa gáfaða og fórnfúsa menn er að ræða. Aldrei sóttist hann þó eftir neinum veg- tyllum eða frama, til þess var hann of hógvær og hlédrægur að eðlisfari. En vegna hæfileika hans og færni á svo mörgum sviðum, var sifellt sótzt eftir honum til ýmissa starfa. Og það brást aldrei, — Friðþjófur leysti vel af hendi allt, sem hann tók að sér, og flest með ágætum. Mestum frítima mun Friðþjófur hafa eytt i þágu söngmála og leik- listar, en á þeim sviðum báðum var hann buraðarás um langt skeið. Hann var t.d. formaður karlakórsins Þryms hátt i tvo áratugi. En auk þess sinnti hann ýmsum öðrum félagsstörfum lengri eða skemmri tima. Hann var m.a. i hreppsnefnd 1937-1942, i sóknar- nefnd 1953-1963, i stjórn sjúkrasam- lagsins 1949-1960, endurskoðandi Sparisjóðs Húsavikur 1936-62 og forseti Rótarýklúbbs Húsavikur, svo að eitthvað sé nefnt. Húsavik má vissulega hrósa happi yfir þvi að hafa svo lengi notið krafta sliks úrvalsmanns sem Friðþjófur var. Ég fullyrði lika, að hver einasti Húsvikingur, sem fylgdist með störlum hans, hafi kunnað vel að meta þau og verið honum innilega þakklát- ur. Eins og störfum minum var háttað, urðum við Friðþjófur nánir samstarfs- menn á mörgum sviðum á þeim tveimur áratugum, sem ég dvaldi á Húsavik. Lengst og mest munum við þó hafa unniðsaman á sviði söngmála, — í tveimur kórum mestan hluta þess tima, — og að safnaðarmálum með okkar ágæta vini, sóknarpresti og söngstjóra, séra Friðriki A. Frið- rikssyni. En Friðþjófur var einnig að sjálf- sögðu einlægur og traustur stuðnings- maður minn i minu ábyrgðarmikla starfi, skólastarfinu. Og aldrei bar hinn minnsta skugga á samstarf okkar öll þessi mörgu ár. Mér er einkar ljúft að votta það hér, að ég hef aldrei á starfsævi minni, sem er nú að verða nokkuð löng, kynnzt betri og geðþekkari samstarfsmanni — aldrei neinum, sem hefur náð lengra, að min- um dómi, i ljúfmennsku og fágaðri framkomu. Munu allir, sem ég þekki og voru honum vel kunnigir, bera hon- um sömu sögu. Hér var þvi vissulega um fágætan persónuleika að ræða. Fyrir kynni min af þessum ágæta manni og fyrir samskipti okkar öll, er ég honum innilega þakklátur. Friðþjófur var mikill hamingju- maður I einkalifi sinu. Hann var kvæntur ágætri mikilhæfri konu, Auði Aðalsteinsdóttur, frændkonu sinni, sem einnig var fædd og uppalin á Húsavik. Hún bjó honum ekki aðeins einkar fallegt heimili af alkunnum myndarskapog smekkvisi, heldur var hún einnig manni sinum mikil stoð og stytta I starfi hans, síma- og póst- þjónustunni. En hún hafði lika mikinn áhuga á margvislegum félags- störfum, eins og bóndi hennar, og hnigu áhugamál þeirra mjög saman i þeim efnum, ekki sizt i söng- og leiklistarmálum. Frú Auður var t.d. lengi formaður i kirkjukórnum okkar, enda voru þau bæði forystumenn i sönglifi bæjarins um langt árabil. Þá var frú Auður lengi sterkur og vinsæll starfskraftur i leikfélaginu og þótti einkum takast mjög vel i erfiðum skapgerðarhlutverkum. Tel ég óvist að Friðþjófur hefði aðstöðu til að vera svo virkur i félagsmálum sem raun varð á, ef hann hefði ekki notið stubnings konu sinnar. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, sem fæddist 17. mai árið 1930. Hún hlaut nafnið Aðalheiður eftir föður- ömmu sinni. Aðalheiður var hjá mér siðari ár sin i barnaskóla, og siðan tvö ár i unglingaskóla. Mér gleymist ekki, hve traustur, smekkvis og elskulegur nemandi hún var. Aðalheiður er ágæt- lega menntuð kona, sjálfstæð i skoðunum og lifsháttum, og hefur erft ýmsa beztu kosti beggja foreldra sinna. Hún varð stúdent frá M.R. árið 1950. Siðan vann hún alllengi á skrif- stofu Þjóðleikhussins. A siðari árum sinum þar hóf hún háskólanám i hjá- verkum og lauk B.A. prófi við Háskóla Islands árið 1970. Aðalgrein hennar var bókasafnsfræði, en aukagrein enska og sænska. Að námi loknu starfaði hún um skeið við bókasafn 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.