Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Síða 11
Jón Oskar Guðlaugsson
frá Eystri-Hellum
Laugardaginn 28. september var til
moldar borinn frá Gaulverjabæjar-
kirkju Jón Óskar Guðlaugsson frá
Eystri-Hellum þar i sveit, en hann
andaðist á Landspitalanum 22.
september, tæplega sextiu og sex ára
að aldri.
Ég kynntist Jóni á Hellum vorið 1965
en þá kom ég i fyrsta skipti á heimili
hans að Eystri-Hellum. Ég þekkti Jón
þvi aðeins i niu ár, en þó nógu lengi til
þess að læra að meta mannkosti hans
og vináttu. Siðan átti ég oft eftir að
koma að Hellum og voru þær ferðir
mér allar jafn kærar, þvi fljótlega fór
ég að lita á heimilið á Hellum sem mitt
eigið.
Jón bjó nær allan sinn aldur i Gaul-
verjarbæjarhreppi, eða til ársins 1973
er hann fluttist til Þorlákshafnar, var
Jón þá orðinn heilsulitill og dvaldi
lengst af á sjúkrahúsum eftir það.
Aldrei heyrði ég hann mæla eitt æðru-
orð i veikindum sinum, heldur bar
hann þau með stakri ró og hugprýði,
svo sem af honum mátti vænta.
Hvarvetna eignaðist hann vini þar
sem hann fór, þvi öllum vildi hann vel
gera, og það var ómögulegt annað en
að láta sér lika vel við Jón á Hellum.
Það verður aldrei þakkað sem vert
er að fá að kynnast góðum mönnum á
Hfsins leið, og meira er hægt að læra af
þeim, sem að gagni kann að koma i
storr jm lifs ns, heldur en i hinum
veraldlegu skolum.
Það væri svo margt hægt að segja
eftir lát þessa mæta manns en þetta á
ekki að vera nein æviminning, heldur
stutt kveðja frá mér, sem þekkti Jón
ekki lengi en mat hann mikils.
Að lokum vil ég taka undir með
sálmaskáldinu sem svo kvað:
Far þú i friði
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Blessuð sé minning þin.
Tengdadóttir.
Vilhjálmur Árnason
frá Hvalnesi
Þögnuð er harpan, hljóðna vorsins ómar,
haustið er komið, vindar hrjúfir gjalla.
Aðeins sem minning angan sumarblóma,
cr þau áð lokum hljótt til jarðar falla.
Flytjið þiö, vindar, kærar kveðjur noröur,
hvislið þið frá mér hlýjum þakkarorðum.
Bærið þið strengi yfir leiði lágu,
laðið fram tóna, er hrifu drenginn forðum.
Gott er aö muna löngu liðnu árin,
leiftrin frá tryggð og sönnum kærleiksanda,
hjálpfúsa bóndann, vin og grannann góða,
göfugan dreng, er leysti hvers manns vanda.
/
Hnipir nú byggðin, skarð er fyrir skildi,
skipt hcfur litum strönd á noröurhjara.
Einum er færra öðlingsmanni á Skaga,
allskonar sýnir bæði koma og fara.
Kveðjurnar mörgu berast létt i blænum,
bárurnar hjala þýðum vinar rómi.
Haustgolan kveður ljúft um liðna daga,
lækurinn hvislar gamalkunnum rómi.
Hlifi og græði hann, sem veitog skilur,
hönd sina rétti þeim, sem hryggur gengur.
Aftur við hittum okkar horfnu vini,
aftur mun verða heill hver brostinn strengur.
(Þórhildur Sveinsdóttir)
Sigriöur Jenný Skagan
islendingaþættir
n