Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 16
Sjötugur Tryggvi Hjálmarsson Ólafsfirði Ávarp flutt í afmælishófi i sumar- bústað sonar hans og tengdadóttur, við Sigluvík. Það er undarlegur ávani margra manna að setja út á alla hluti. Ég hef verið að reyna að finna einhvern galla á þessum fagnaði hér i kvöld, en ekki fundið nema einn, en hann er llka stór í mlnum augum. Gallinn er sá aö til- gangslaust er að slá I glas sitt fyrir þann, sem hyggst mæla fyrir minni afmælisbarnsins. Plastglösum fylgir enginn hljómur. Má þvl búast viö að færriræður verði fluttar hér en annars hefði orðið. Ég hlýt aö biðja afsökunar á þvi, að ég skuli standa hér á fætur til ræðuflutnings, ekki vegna þess að vel sé við hæfi að mælt sé fyrir minni af- mælisbarnsins, heldur vegna þess að þetta er i fyrsta skipti sem ég flyt af- mælisræðu . Má þvi búast við að eitt- hvað fari úrskeiðis hjá mér. Þaö er nefnilega ólikt meiri vandi að halda afmælisræðu en til dæmis likræðu. Upp á dauðan mann má ljúga svo miklu hóli sem mann lystir — þá eru allir góðir. — Þetta er ekki hægt I af- mælisræðu. Það sem verður mér til bjargar, ef um björgun verður að ræða, er þaö, að tæpast er hægt að segja þaö hól um Tryggva Hjálmars- son, að hann eigi það ekki skilið. Ég hef kynnst mörgum bóngóöum mönnum, en engum sem kemst I hálfkvisti við Tryggva, hvað þaö snertir. Það er ekki einasta aö hann sé boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda, ef það er á hans valdi, heldur er eins og hann hafi sjötta skilningarvitið og finni á sér ef einhver þarf einhvers við, enda þótt honum hafi ekki verið gefið það til kynna á nokkurn hátt. Verður þá illa komizt hjá að þiggja greiöann, jafnvel þótt greiðvirknin sé honum sjálfum til baga. í þessu sambandi dettur mér I hug ofurlltil saga af Tryggva sem ég komst að fyrir tilviljun. Eitt sinn er ég kom á heimili hans I ólafsfirði, sá ég sveins- stykkiö hans sem er einhver fegursti gripur sem ég hef séö. Þetta er eins- konar skatthol sem breytist I skrif- borð, sé lokiö lagt niður. Það vakti at- hygli mlna að á lokinu voru engar lamir. Égspurði Tryggva hverju þetta sætti. 1 fyrstu svaraði hann litlu og 16 drap talinu á dreif. Ég fór þá að at- huga þetta nánar. Sá ég þá för eftir skfúfur, sem lamlrnar höföu verið festar með. Lét ég þá hvorki laust né fast, en vildi fá aö vita hvers vegna hann heföi skrúfað lamirnar af. Segir hann mér þá að þessa gerö lama sé ekki hægt að fá I verzlunum. Hafi hann því teiknað þær og fengið til þess mann , er vann hjá Héðni, að smíða þær fyrír sig. Skömmu siðar kom kunningi Tryggva til hans og bað hann að lána sér lamirnar I nokkra daga. Hafði sá smiöað svipaðan hlut og Tj-yggvi. Atti hann að vera sveinsstykkið þessa manns. Taldi hann að ekki væri nægur tlmi til að fá lamirnar smlðaöar áður en sveinsstykkið yrði dæmt. Skrúfaði þá Tryggvi oröalaust lamirnar af skattholinu slnu og fékk manninum. Síðan hefur hann ekki séð þær. Hvort hann hefur gengiö eftir þeim veit ég ekki, en ekki finnst mér þaö trúlegt. En furðulegt þykir mér að mannteg- und lík þeirri sem hér er frá sagt, skuli vera til. Nú vil ég spyrja ykkur, sem hér eruö innandyra, hvort þið þekkið nokkurn sem brugöizt hefur viö slíkri hrekkvlsi á sama hátt og Tryggvi Hjálmarsson? Ég hef ekki trú á þvl. Mörgu góðu hefur Tryggvi vikið að mér um dagana, en ég held að mér hafi komið bezt þegar hann gaf mér bekkja-hóruna, sem svo er nefnd. Þessi gripur hafði aö vlsu verið lengi I notkun hjá Tryggva, en hann hafði far- iö um hana mjúkum höndum, svo sem hans var von og vlsa. Hún var eins og nýsmiði. Þessum þarfagrip, þessu á- haldi, þótt kynleg sé nafngiftin, haföi ég ekki kynnzt áöur. En oft getur bekkjahóran ver ð ómissandi við smlö- ar. Ekki er hægt að ræða svo um Tryggva Hjálmarsson að hans sé ekki minnzt sem vinnufélaga. Ég hef unnið með mörgum smiðum og mörgum á- gætum verkmönnum, en enginn kemst hvað árvekni áhrærir með tærnar þar sem Tryggvi hefur hælana. Og ósér- hlífni Tryggva er viðbrugðið. Hann er ekki alls kostar ánægöur fái hann ekki að vinna erfiðustu verkin. Ef eitthvað þarf að sækja, eitthvaö að sendast, finnst honum sjálfsagt að hann fari, enda þótthann sé kannski elztur allra i vinnuhópnum. Um vandvirkni hans og smekkvlsi þarf ekki að fjölyröa. Þessi sumarbústaður, sem hann hefur teikn- að og byggt sannar, bezt að um hann hefur ekki vélt neinn hvers- dags-klambrari. Fjölmargt annað má telja Tryggva Hjálmarssyni til ágætis, svo sem hans ljúfu kynni og léttu lund, sem aldrei breytist, á hverju sem gengur. En hér skal látið staöar numið. Þó detta mér i hug ummæli, sem vinnuveitandi Tryggva hafði um hann, en hjá þessum manni hafði Tryggvi unnið mörg ár i Reykjavlk. En um- mælin voru á þá leið, að heldur vildi hann hafa Tryggva einan með sér I vinnu en þrjá aðra. Þessi ummæli segja slna sögu. Þeim sem ekki hafa unnið meö Tryggva Hjálmarssyni finnast þessi ummæli ef til vill óraun- hæf, en þau eru rétt samt sem áöur. Enda þótt ég telji Tryggva Hjálm- arsson einn ágætasta mann sem ég hef kynnzt, þá er fjarri mér aö telja hann gallalausan. Þaö væri skrum. Enginn er gallalaus. Indriöi á Fjalli segir: Allir hafa einhvern brest, öllum fylgir galli, öllum getur yfirsést, og einnig þeim á Fjalli. Framhald á bls. 15 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.