Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 8
Guðmundur Kr. Guðmundsson fyrrv. skrifstofustjóri F. 20.7.1890 D. 29.9. 1976 Guðmundur Kristinn var hann jafnan nefndur, bæöi af þeim er honum höfðu kynnzt og einnig þeim sem þekktu hann ekki, en hann hafði lengi verið svo þjóökunnur maður, aö flestir landsmenn voru ekki i vafa um við hvern var átt, er nafnið var nefnt, svo háan sess haföi hann i hugum þjóðar- innar. Aldurinn var aö visu orðinn hár, 86 ár full, en ástæðan var þó ekki ald- urinn, heldur störfin og kynnin, og verður hans lengi minnzt og saknaö vegna starfa hans og afreka og fram- komu allrar. Hann var innan við tvitugsaldur orðinn einn fremsti af frumherjum ungmennafélaganna i landinu og vann óslitið að áhuga- og hugsjónamálum þeirra: ég held að hann til hinztu stundar hafi haftr jafn- brennandi áhuga fyrir baráttumálum þeirra og þegar þau hófu störf sin fyrir nærri sjö tugum ára. Hann mun hafa verið einn af stofnendum Ungmenna- félags Reykjavikur 1907, eða gerzt félagsmaður á fyrstu fundum þess, en starfsemi þess var á þeim næstu árum svo mikil og áhuginn svo sterkur, að áhrifin frá því náöu aö segja mátti til landsins alls, enda er ekki ofsagt, aö fórnarlund forystumannanna og þrek vekti athygli ungra manna um landiö og fyrirmyndin svo hrifandi að fjar- lægð einstakra héraða frá höfuö- stöðvum félaganna nægði ekki til þess að menn þar gætu verið áhorfendur aðeins. Þeir uröu aö gerast þátttak- endur. Starf frumherjanna varð eins og skært ljós, er lýsti um land allt, og þeir sem á horfðu hlutu aö hefjast handa. Og fyrir þá, sem áttu þess kost aö kynnast starfi UMFR, koma þar og spjalla við jafnaldra sina þar, þeir uröu eins og allt aörir við þau kynni. Þaö haföi allt önnur áhrif en deyfandi að hafa rætt við þá Guömund Kr., Guöbrand Magnússon, Jakob óskar Lárusson og Tryggva Þórhallsson ummálefni og störf ungmenna- félaganna og fyrirætlanir. Ungmennafélögin náðu næstu árin fótfestu i flestum byggöum landsins og hófu störf samstundis. Það var vaknað sterkt afl i þjóðfélaginu, sem lét til sin taka og sumra álit er að áhrifa þeirra hafi gætt svo um munaöi i alþingis- kosningunum 1908. A þessum fyrstu árum félaganna var fánamálið mikið baráttumál, sem félögin tóku á arma sina og áttu þau mikinn þátt i úrslitum þess. Baráttan fyrir bláhvita fánanum var einbeitt og hörö um aö hann yrði þjóðfáni íslend- inga, en við öflugt afl var við að etja og leiddi til þess að við fengum þrilita fánann en ekki þann bláhvita og voru það mörgum mikil vonbrigði og hryggðarefni. Við útför Guömundar Kr. i Dóm- kirkjunni var kista hans sveipuð blá- hvita fánanum og einn heiðursvörður- inn hafði hann i hendi en annar þann þrilita. Var þetta mörgum ánægjuefni, einkum þeim sem söguna þekktu og vissu fyrr og siðar um hug þess sem kvaddur var og einlægni hans og áhuga um fánann á meðan hann var enn meðal okkar. Eins og margir i hópi ungmenna- félaganna geröist Guðmundur Kr. ákveöinn fylgismaöur samvinu- hreyfingarinnar i landinu þótt aöal- starf hans væru á öðrum sviðum. Hugur hans var engu að siöur fast fylgjandi þvi hlutverki sem þau inntu af hendi, og lagði hann ætið það til málanna er þeirri starfsemi og félögum samvinnunnar varð til frama og farsældar. Hin sameiginlega starfsemi þeirra hófst meö rekstri Sambands isl. samvinnufélaga. Um þaö leyti, þá er Guðmundur var enn á ungum aldri, gerðist hann starfsmaöur Landsverzl- unarinnar á seinni árum fyrri heims- styrjaldarinnar undir stjórn þriggja þjóðkunnra forystumanna, þeirra Agústs Flygenrings alþingismanns, Hallgrims Kristinssonar og Magnúsar Krist jánssonar alþingismanns. Skrifstofustjóri þar var Héöinn Valdimarsson alþingismaður. Þegar Landsverzlunin hætt störfum gerðist Guöm. skrifstofustjóri hjá Oliuverzlun Islands hf. og seinna hjá Oliufélaginu hf. Hann var þá og i stjórn þess og hafði á hendi mikilsverð störf hjá báöum. Hann var og lengi i stjórn Raftækjaverksmiöjunnar Rafha i Hafnarfirði. Landsverzlunin og Sambandiö áttu aö sjálfsögöu mikið saman að sælda, og mun Guðmundur KR. hafá kynnzt samvinnustarf- seminni og hún orðið honum þá hug- fangin. Um sömu mundir urðu tima- mót i islenzkum stjórnmálum. Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður og náði skjótt miklum áhrifum um land allt, en sérstaklega meðal bænda og annarra þeirra er i sveitum bjuggu og ungir voru. Meö blaöi flokksins, Timanum, undir stjórn hinna ágætu forstjóra hans, Jónasar Jónssonar og Tryggva Þórhallssonar, varð Fram- sóknarflokkurinn næstfjölmennasti flokkur landsins viö fyrstu alþingis- kosningar á eftir og náði miklum áhrifum á Alþingi og landsstjórn eins og jafnan siðan. Þessi landsmálastarfsemi var Guö- mundi Kr. aö skapi og lagði hann henni skjótt öruggt lið til framgangs málum þeim er barizt var fyrir eöa stefnt var að, og hélzt svo ævina alla. Hann var engu að siður svo sjálfstæður i hugsun, að hann hvikaði ekki við aö gera forystumönnunum kunnugt hvað sér ekki félli jafnframt þvi er honum likaði, en hann hafði ætið vald á 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.