Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.10.1976, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 23. október 1976—37. tbl. 9 árg. Nr. 270. TÍMANS Yaldimar Eyjólfsson verkstjóri, Akranesi Fæddur 19. ágúst 1891. Dáinn 6. júni 1976. I. Valdimar Eyjólfsson fyrrv. vega- verkstjóri á Akranesi andaðist 6. júni sl. Valdimar hafði átt við vanheilsu að striða siðustu árin og fór margar ferð- irá Sjúkrahús Akraness, en dvaldi þar aldrei lengi I einu. Hann þjáðist af lungnasjúkdómi, en andlegri reisn hélt hann til lokadægurs. II. Með Valdimar Eyjólfssyni er hnig- inn til moldar einn af aldamótamönn- um þjóðarinnar, sem átti að baki sér litrikan æviferil. Tápmikill athafna- maður, bjartsýnn, og stórhuga, sem alinn var upp við basl og fátækt sins tima, en lifði það af aö sjá tæknivæð- ingu tuttugustu aldarinnar skapa nýja veröld. Endurreisn þjóðarinnar til betra lifs, ljómi fortiöarinnar og saga hennar i 1100 ár, knúðu Valdimar og jafnaldra hans áfram til dáðrikra starfa. Hann gleymdi aldrei arfleifð þjóðarinnar, fornum bókmenntum hennar og sögu. Hann las Islendinga- sögurnar aftur og aftur og kunni á þeim betri skil en almennt er. Sögu- persónurnar voru eins og vinir hans og félagar. Hann dáðist að mörgum, en gagnrýndi aðra. Hann þekkti alla helztu sögustaði þjóðarinnar og sá þá jafnan i ljóma þeirra atburða og ævin- týra, sem sagan geymir. Hann hafði traust minni og ihugaði jafnan efni það, sem hann las hverju sinni. Valdimar var karlmenni að buröum og kjarkmikill. Óragur við aö leggja i ný viðfangsefni og farnaðist ætið vel viö það, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn af þeim mönnum, sem úttu drjúgan þátt i þvi, að Akranes óx úr litlu þorpi i myndarlegan og fjöl- mennan kaupstað. Þegar slikir garpar falla frá, verður autt sæti og opiö, þótt aldnir séu. III. Valdimar hóf störf sin i sveitinni. I fimm sumur á aldrinum 9-14 ára, var hann smali að Syðstu-Fossum i Andakil, hjá rausnarbóndanum Gisla Arnbjarnarsyni og Salvöru konu hans. Sat hann yfir hjörð bóndans í brekkum Hestfjalls. Arið eftir ferminguna, fór hann á skútu, enda var skútuöldin þá enn við liði. Rúmlega tvitugur verður hann háseti á m/b Eldingunni hjá Halldóri Jónssyni á Aðalbóli, suður i Vogum og Sandgerði. Um svipaö leyti er hann á sumrin formaöur á útgerö Þorsteins Jónssonará Seyðisfirði, sem þá gerði út frá Skálum á Langanesi. Hjá honum er Valdimar i þrjú sumur. Eftir þaö gerist hann skipstjóri á bát- um frá Akranesi, og við þaö er hann næstu 25árin. Lengi framan af á vetr- arvertiöinni i Sandgeröi, eins og siður var á þeim árum, áður en bygging Akranesshafnar hófst. Valdimar var jafnframt eigandi bátsins — einn eða meö öðrum. Lengst gerði hann út bát, sem hét Alftin og var mikil happa- fleyta. Valdimar var aflasæll formað- ur og farsæll i störfum. Eftir 33 ára starf á sjónum tók Valdimar þá ákvörðun að láta af glim- unni við Ægi og leita sér annarra starfa. Hafði hann þá dregið mikinn afla að landi fyrir sig og þjóðarbúið og var reynslunni rikari. Margt hafði skeð á langri sjómannsævi. Lifsbar- áttan á sjónum var sifelld uppspretta endurminninga er á ævina leið. Valdi- mar var stálminnugur og sagöi skemmtilega frá. Stuttur viðtalsþáttur um skútuöldina birtist eftir hann i jólablaöi Magna á Akranesi 1968. Hann ber einmitt minni hans og frásagnar- hæfileikum gott vitni. Listamaðurinn góði —• Jóhannes Kjarval — var skútu- félagi Valdimars nokkurn tima og eftir það mikill tryggðarvinur. IV. Vorið 1939 gerist Valdimar verk- stjóri hjá Vegagerð rikisins og gegnir þvi starfi á þriðja áratug eða nokkuð fram yfir sjötugsaldur. Svæði það, sem hann hafði til umráða var fyrst i nærsveitum Akraness, en stækkaöi með árunum og var að slðustu megin- hluti Borgarfjarðarsýslu. I verkstjórastarfinu undi Valdimar sér vel. Hann naut óskoraðs trausts verkamanna og húsbænda sinna, sem hann mat jafnan mikils. Hann var ár- vakur og skyldurækinn I störfum sín- um, en nærgætinn og umhyggjusamur við þá, sem unnu undir stjórn hans. Hann lifði það I verkstjóratlð sinni, að horfið var frá handverkfærum, og hestakerrum i fullkomna vélvæöingu. Þetta var honum mikil hamingja, þvl ::ng

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.