Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Side 10

Íslendingaþættir Tímans - 12.01.1978, Side 10
Minning hjónanna frá Háholti Valgerður Matthíasdóttir Filipus Jónsson Þegar ég frétti andlát vinkonu minn- ar, Valgerðar frá Háholti, rifjaðist upp fyrir mér vorið 1928 er ég og kona mln fluttum að Stóra-Hofi. Þá fór Ámundi Jónsson að Minna-Núpi, en að Háholti komu ung hjón utan úr Hrunamanna- hreppi. Þau höfðu búið i Núptúni i eitt ár. Þessi hjóna voru Filipus Jónsson og Valgerður Matthiasdóttir. Valgerður fæddist 14. febrúar 1904, dó 5. ágúst 1977 og var jarðsett aö Hruna 13. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Valgerður var Matthias- dóttir Þorkelssonar hreppstjóra og dannebrogsmanns á Ormstöðum i Grimsnesi. Hann hafði verið sóma- maður og á undan samtið sinni á ýms- um sviðum. Móðir Valgerðar var Guðrún Ein- arsdóttir, f. 1886, d. 30. nóv. 1974. Guð- rún fæddist að Arnarstöðum i Flóa, foreldrar hennar voru hjónin Einar Einarsson frá Kotlaugum i Hruna- mannahr. og Sigriður Einarsdóttir, en móðir Sigriðar var Margrét Magnúsd. Andréssonar, alþingismanns frá Syöra-Langholti. Sú ætt er alkunn: traustir og þrekmiklir ættstofnar stóðu að Valgerði i báðar ættir. Guðrún eignaðist Valgerði áður en hún giftist, en 1908 giftist hún efnis- manni, Einari Jónssyni á Laugum. Bæði voru þau náskyld Fjalla-Eyvindi. Valgeröur ólst upp með móður sinni á Laugum en 1918 missti Guðrún Einar mann sinn úr hinni illræmdu spönsku veiki, og stóð hún þá ein uppi með 6 börn. En Guðrún lét ekki bugast: með málum, sem ætið var af alúð og trúmennsku unniö. Góða vináttu henn- ar og öll samskipti þökkum viö hér i Sandhólum og færum systkinum og öðrum vandamönnum innilegar sam- úðarkveöjur. Það var unaðsrikur sólskinsdagur á Reyðarfirði, er Lára var kvödd s.l. laugardag við fjölmennustu útför, er hérhefur verið gerð. Það er lika sól og ylur yfir mætri minningu Láru Jónas- dóttur. Helgi Seljan. 10 Guðs og góðra manna hjálp hélt hún saman heimilinu og kom börnum sfn- um vel til manns. 1927 giftist Valgerður Filipusi (f. 29. júli 1896) Jónssyni Arnasonar og konu hans Helgu frá Lunansholti, Lands sveit en kona Jóns, móðir Filipusar var Sigriður f. 6. júni 1869 i Móeiðar- holtshjálegu, Arnadóttir, Jónssonar f Mundakoti. Kona hans var Margrét Filipusdóttir, Móeiöarholtshjáleigu. Þar bjuggu þau hjón fyrst, en fluttu siöar að Mundakoti. Jón faðir Arna i Mundakoti var yngstur af Skarðsels- bræðrum, en þeir voru allir fæddir á Galtarlæk. Bræður Jóns, Bergsteinn á Yrjum og Heiðar i Hvammi, drukkn- uðu báðir i Þjórsá á Eyjavaði 1848, voru að koma úr Eyrarbakkaferð. Jón langafi Filipusar átti alla tið heima i Landssveitinni og dó þar um aldamótin. Ætt þessara bræðra er hægt að rekja til ársins 1600. Einn af fyrstu ættfeðrum þeirra var Jón Jóns- son östvaösholti á Landi, dó um 1703 átti Margréti sem fædd var 1655 Hér er Filipus á Þokka sfnum, 22 vetra gömlum, en fjögurum og viljugum og ber hann sig vel. Þokki var I leitum á hverju hausti frá þvi hann var foli 4 vetra. Bjarnadóttur frá Hæli i Hreppum, Jónssonar prests i Fellsmúla dó 1628, Bjarnasonar, Skambeinst. dó 1604, Helgasonar úr Hörgárdal, Eyjólfsson- ar. Bjarni Helgason var móðurbróðir islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.