Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 2

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 2
Sigurlaug Gísladóttir og Þorsteinn Snorrason Laugardaginn 12. ágúst s.l. fór fram frá Hvammskirkju i Noröurárdal útför Þor- steins Snorrasonar, fyrrum bónda aö Hvassafelii. Þaö var ætlan min aö minn- ast konu hans,' Sigurlaugar Gisladóttur, er hún lést þann 5. juni 1974, en ekki varö af þvi þá. Mun ég þvi aö þessu sinni minn- ast þessara heiðurshjóna beggja, enda fer vel á þvi, svo löng og farsæl var þeirra einkum augljóst eftir að aldur færöist yfir hann og erill félagsmálanna minnkaði, svo að meiri timi gafst til aö sinna bú- störfum heima. En hvergi held ég aö Baldur hafi notið sin betur en sem gest- gjafi heima á Ófeigsstööum. Þá lék hann á alsoddi var viöræbuglaður, skemmtinn vel og lét gjarnan snjallar visur fljúga um borö. Ferskeytlan var hans mikla yndi, en kann á stundum aö hafa þótt fullhvöss. Ekki dró úr gleöinni, er húsfreyjan gaf sér stund til aö blanda geöi viö gestina með bónda sinum. Hróöur og afkoma Ófeigsstaðaheimilis- ins var eigi siöur aö þakka húsfreyjunni en bóndanum. Langtimum saman hvildi afkoma búsins á Sigurbjörgu, er Baldur dvaldi langdvölum aö heiman við félags- málastörf. Þeir bændur sem taka aö sér slik störf geta ekki búiö vel nema eiga frá- bærar eiginkonur. Ein af sllkum hefur Sigurbjörg á Ofeigsstööum verið. Þau Baldur og Sigurbjörg eignuöust tvö börn, Svanhildi húsfreyju á Ófeigsstöö- um, gifta Einari Kristjánssyni frá Finns- stööum, bónda á ófeigsstöðum, og eiga þau 5 börn, sem voru yndi afa sins og oft i kringum hann, og Ófeig lögregluþjón á Akureyri, sem kvæntur er Þorbjörgu Snorradóttur, og eiga þau eina dóttur. Með Baldri er genginn fjölhæfur félags- hyggjumaöur og styrk stoö Islenzkra bændastétta meðan kraftar entust. Allir sem hann þekktu sakna hans. Búnaöarfélag Islands kjöri hann heiðursfélaga sinn. Viö hjónin þökkum aö hafa notið órjúfanlegrar vináttu Baldurs og allra á Ófeigsstöðum og Rangá frá fyrstu kynnum og vottum Sigurbjörgu, börnunum og öörum vandamönnum hlut- tekningu okkar. Halldór Pálsson. 2 sambúö og búskapur aö Hvassafelli eöa um 45 ára skeið. Þorsteinn Snorrason fæddis.t að Lax- fossi i Stafholtstungum 28. ágúst 1892. Foreldrar hans voru hjónin er þar bjuggu þá, Guðrún Sigurðardóttir frá Efstabæ og Snorri Þorsteinsson frá Húsafelli. Aö Þor- steini stóðu merkar borgfirskar ættir, sem þekktar eru mjög um Borgarfjörö og viðar. Þorsteinn á Hvassafelli stundaði nám i skóla hjá sr. Ólafi i Hjaröarholti I Dölum. Hvort tveggja var, aö þeir nem- endur sem þangað sóttu nám voru þrosk- aðir vegna aldurs og svo hitt ab þeir voru þangað komnir af áhuga fyrir aö njóta námsins og sóttu þab þvi af miklum dugn- aði. Enda náðu þeir undraveröum árangri og var Þorsteinn á Hvassafelli i þeirra hópi. Vegna föðurmissis er Þorsteinn varö fyrir ungur að árum, reyndi snemma á hann sem elsta soninn á fjölmennu heim- ili. Hann sýndi þá þegar hvaö i honum bjó og reyndist hann móður sinni og systkin- um hinn besti, svo sem vænta mátti frá hans hendi. Þorsteinn var viöa viö störf er hann var ungur m.a. var hann vigtar- og kjötmats- maður i sláturhúsi Kaupfélags Borgfirð- inga og verkstjóri I vegagerð aö vorinu til. Arið 1929 giftist Þorsteinn Sigurlaugu Gisladöttur, prests Einarssonar aö Hvammi og siöar aö Stafholti i Stafholts- tungum, og konu hans, Vigdisar Pálsdótt- ur, alþingismanns aö Dæli i Viöidal. Sig' urlaug fæddist 6. janúar 1891 aö Hvammi I Norðurárdal. Giftingarár sitt festu þau hjón kaup á jörðinni Hvassafelli I Norðurárdal og þar varð þeirra lifssaga öll eftir þann tima. Þau bjuggu þar til ársins 1965, er þau létu jörð sina og bú i hendur sona sinna, Snorra og Gisla, sem reka þar nú félags- bú. Um þau Sigurlaugu og Þorstein á Hvassafelli má meö sanni segja, að þeim voru flestir hlutir vel gefnir. Sigurlaug var vel menntuð m.a. stundaöi hún nám i Kvennaskólanum i Reykjavik. Hún var fingeröoglagleg kona og sérstaklega mikil húsmóöir. Þorsteinn á Hvassafelli var mikiö glæsimenni, sterklega og vel byggöur og afkastamikill til allrar vinnu. Hann var meö afbrigöum skemmtilegur viðræðu og fróöur vel. Búskapur þeirra hjóna á Hvassafelli var þvi i alla staði til mikillar fyrirmyndar. Endurbætur á jörðinni i þeirra búskapartiö voru miklar, hvort sem litiö er til bygginga eða ræktun- ar. Gestrisni var þeim Hvassafellshjón- um báöum i blóö borin. Mjög voru þau rómuö um allan Borgarfjörð og reyndar islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.