Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Page 9
Bergþóra Bergsdóttir
F. 8. júnl 1885
D. 7. apríl 1978
Kveðja frá börnum hennar.
Hver bar mig á höndum er barn var ég?
Hver benti mér ávallt á réttan veg?
Hver bað fyrir mér og blessaði mig?
Min bliðasta kæra móðir.
Hver þerrði tárin svo þornaði brá?
Hver þreyttist aldrei að benda mér á
Hfsins fegurð i ljóma að sjá?
— Min ljúfasta kæra móðir.
Hver hjálpaöi ætið i hverri raun?
Hvergi dæmdi eöa bað um laun.
Hótt lægi brautin um brunahraun
Min bliðasta kæra móðir.
t“ú lést ei undan þótt lifsélin stinn
'öngum berðu fast þina kinn.
t’ú herrann baðst fyrir hópinn þinn
~~ min hugrakka kæra móðir.
Sá herra er fólst þú hópinn þinn
herji þig nú i dýrð sina inn
°8 breiði yfir hinsta beðinn þinn
°g blessi þig kæra móðir.
R.G.
F. 8.6. 1885
D. 7.4. 1978
Kveðja frá systkinabörnum á Austur-
landi.
Fædd 8. júní 1885.
Dáin 7. april 1978.
Benedikta Bergþóra Bergsdóttir hét
hún fullu nafni. Hún var fædd að Hjarðar-
'’aga á Jökuldal. Móöir hennar var Sól-
Veig Þórðardóttir frá Sævarenda I Loð-
úiundarfirði. Hún var af Skúlaætt, sem
pekkt er á Austurlandi.
Faöir hennar var Bergur Arnason frá
Arnanesi i Hornafirði. Hann var af ætt
''öns Steingrimssonar eldklerks. Bergur
^ndaðist áður en Bergþóra dóttir hans
f®ddist.
Hergþóra ólst upp i Hjarðarhaga hjá
jnóður sinni og stjúpa Magnúsi Ivarssyni
ra Vaði. Hún fór mjög snemma að vinna
,s|endingaþættir
sem þá var titt með börn eða svo fljótt
sem kraftar leyfðu. Langt innan við ferm-
ingu vann hún viö barnagæslu hjá séra
Einari Þórðarsyni i Hofteigi, en þaö er
næsti bær við Hjarðarhaga.
Um tvitugt giftist hún Þorkeli Jónssyni
frá Fjallsseli i Fellahreppi. Hann var
greindur maöur og hagyrðingur góður.
Þau bjuggu mestallan búskap sinn á Arn-
órsstöðum á Jökuldal. Eignuöust þau 12
börn. Tveir drengir dóu i frumbernsku, en
tvær dætur fengu berkla. önnur þeirra,
Sigriður, andaðist 15 ára 1930, en hin Sól-
veig, fékk nokkurn bata, en fékk lömunar-
veiki og var heilsulitil i mörg ár. Hún and-
aðist 1934, þá 27 ára. Þorkell andaðist 1922
og var þá yngsta barn þeirra hjóna á öðru
ári, en það elsta 17 ára. Bergþóra hélt bú-
skap áfram á Arnórsstööum eftir lát
manns sins. Varð hún þó aö hafa vinnu-
menn viö bústörfin þar sem börnin voru
svo ung og heimilið stórt.
Nokkrum árum eftir fráfall Þorkels
ræðst til hennar, sem ráösmaður, Gunnar
Jónsson, bróöir Þorkels. Gunnar var
greindur maður og fjármaður af Guðs
náð. Sá eiginleiki var hefur ætiö verið tal-
inn ómetanlegur fjárbónda og mun hann
hafa notið þeirrar hæfni sinnar einkar vel
á þeim stað miðaö við þeirra tiðar bú-
skaparhætti. En sem kunnugt er eru land-
kostir góðir fyrir sauöfé á Jökuldal. Bene-
dikt i Hofteigi, er um skeið var mikill fjár-
bóndi, hefur getið þess i grein, sem hann
ritaði um Gunnar látinn, hve mikill fjár-
ræktarmaður hann var og hve vænt fé
hann átti. Gunnar mun fljótlega hafa orð-
ið allvel efnaður bóndi á þeirra tiðar
mælikvarða. Þau Bergþóra og Gunnar
eignuðust eina dóttur, Rögnu, sem nú býr
i Kópavogi, en þau bjuggu saman, unz
Gunnar lést i hárri elli fyrir allnokkru sið-
an. Arið 1943 reistu þau nýbýli i landi
Skjöldólfsstaða og nefndu það Gilsá. Þar
bjuggu þau unz þau fluttu til Rögnu dóttur
sinnar, sem þá var búsett i Hafnarfirði.
Bergþóra og Gunnar voru manneskjur
ólikrar gerðar en munu þó ávallt hafa virt
mannkosti hvors annars. Börn Bergþóru
voru þessi: 1. Guðný, ógift, býr i Reykja-
vik. 2. Sólveig, lést 1934. 3. Jón, dó á fyrsta
ári. 4. Jón Sigurðsson, dó fárra daga gam-
all. 5. Elin Margrét húsmóðir á Skjöld-
ólfsstööum. Hún giftist Lúövig Þorgrims-
syni. Hann drukknaði i Jökulsá. Seinni
maður hennar er Þorsteinn Snædal. 6.
Jón, ógiftur, býr i Reykjavík. 7. Bergur,
bjó á Reyðarfirði. Hann drukknaði af mb.
Katrínu 1961. Hans kona var Þðrey
Björnsdóttir. Hún er látin. 8. Sigríður, lést
1930. 9. Loftur, býr i Kópavogi. Kona hans
var Margrét Halldórsdóttir frá Kóreks-
stööum. Hún er látin. 10. Svanfriður, gift
Eyjólfi Guðmundssyni verslunarstjóra i
Sild og fisk. 11. Guðrún, ógift býr I
Reykjavik. 12. Arnór, húsamálari i
Reykjavík kvæntur Huldu Ingvarsdóttur
úr Borgarnesi. 13. Ragna, sem áður er
getið, gift Sveinbirni Jóhannssyni frá
Norðfirði.
Afkomendur Bergþóru munu nú vera
91. Attatiu og sex ára gamalli veittist
henni sú ánægja að sjá fimmta ættliðinn i
beinan kvenlegg.
Eftir lát Gunnars dvaldi Bergþóra hjá
börnum sinum, að mestu hjá Guðnýju og
Jóni i Reykjavik og veit ég aö hún mundi
vilja þakka þeim alla þeirra umönnun,
þegar þrekiö dvinaöi og þörfin var mest.
Sannarlega hefur Bergþóra gengið i
gegnum mikla erfiðleika svo sem margt
af hennar samtiöarfólki. Það gefur auga
leið, hve erfið lifskjörin hafa verið meö
svo stóran barnahóp i afskekktu héraði,
þar sem um margra tuga kilómetra veg
varð að fara um mikiö torleiði til læknis
eða næsta verslunarstaðar. Ofan á þá
sáru reynslu að missa börn sin sem að of-
an er talið, missti hún mann sinn á góöum
aldri frá stórum barnahóp. Þá dóu tvær
dætur hennar úr berklum, en hinn hvíti
dauöi var þá og lengi siðan hinn skelfilegi
vágestur hér á landi sem kunnugt er.
Bergþóra var sterkur persónuleiki, sterk-
byggð andlega og likamlega og lét ekki
erfiðleika lifsins beygja sig. Hún hafði
sterkan vilja og mikla sjálfsbjargarvið-
leitni, enda mjög starfssöm kona. Hún
9
Lokið er löngum árum
1 Ijóði, skuggum og tárum
^arinn fórnarstig.
L*ögl á þessum degi,
þökk og dulinn tregi
1 örjóst vor beygja sig.