Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Qupperneq 13

Íslendingaþættir Tímans - 08.09.1978, Qupperneq 13
Þórey Sigurgrímsdóttir Pétursson Hinn 8. mai sl. andaöist Vestur islenzka ttierkiskonan Þórey Sigurgrimsdóttir Pétursson prestsfrú f Winnipeg. Hiin var f®dd i Winnipeg 20. desember 1903 og átti þar heimili sitt alla ævi. Faöir hennar var Sigurgrimur Gislason smi&ur frá Hitru i Hraungerðishreppi, Guömunds- son á Löngumýri á Skeiöum en móðir Sigurgrlms seinni kona Gisla var Ing- veldur Eiriksdóttir danibrogsmanns i Kampholti, Helgasonar af hinni kunnu Solholtsætt. Móöir Þóreyjar og kona Sigurgríms var Hallbera Guörún Vigfús- dóttir frá Flatey á Mýrum i Austur-Skaftafellssýslu, Sigurössonar, Sigurössonar ilr öræfum, en kona Vig- fúsar var Þórey Bjarnadóttir bónda að Holti á Mýrum Gfslasonar. Sigurgrimur og Hallbera fluttust til Kanada áriö 1903. Settust þau aö i Winni- Peg og stundaöi Sigurgrimur húsasmfði Þar meöan ævin entist, en hann dó 21. september 1927. Hallbera varö háöldruð °g dvaldi til dauöadags hjá Þóreyju dótt- Ur sinni. Hinn 26. september áriö 1926 Siftist Þórey Philip Markúsi Ólafssyni, Héturssonar frá Rip i Skagafirði. Er Hhilip bróöursonur Rögnvalds Péturs- sonar prests sem á sinum tima var einn af þekktustu islenzkum mönnum vestan hafs. Eiginmaður Þóreyjar Philip M. Hétursson fetaöi mjög i fótspor Rögn- valdar frænda sins. Hann geröist prestur Unitarakirkjunnar i Winnipeg og fyrstu sambandskirkju Islendinga þar. Þá var hann forseti Þjóöræknisfélags Islendinga * Vesturheimi um skeiö og forseti hins ^ameinaöa kirkjufélags Islendinga Hnitara og annarra frjálstrúarmanna. Pað værl langur listi ef rekja ætti öll hin niargvislegu störf séra Philips en þess ®hal aðeins getiö til viöbótar aö hann var tnörg ár þingmaöur á Manitóbaþingi og réðherra um skeiö. h*aö getur hver maöur sagt sér sjálfur ah kona sliks umsvifamanns hafi einnig Uaft mörgu aö sinna á gestkvæmu Heimiii sem um marga áratugi var i fremsturöö heimili i Winnipegborg. Hið óiikilvæga hlutverk eiginkonunnar, Jóóburinnar og húsmóöurinnar rækti ^óreyaf mikillialúð ogskilaði öllum sin- 11111 hlutverkum meö mikilli sæmd. Hlé- ,slendingaþættir dræg mun hún hafa verið aö eölisfari en skörpgreind og skörungsskapur til allra framkvæmda skipuöu henni i fremstu kvenna röö. Þau hjón eignuöust tvö börn dóttur önn- ur Sigurveigu sem andaöist tæplega þri- tug eftir áratuga baráttu við heilsubilun sem reyndi mjög á þrek foreldranna sérstaklega móöurinnar og son Philip verkfræöing i Winnipeg, sem giftur er vesturislenzkri konu og eiga þau fjögur börn. Þótt þau hjónin Philip og Þórey væru bæöi fædd vestanhafs og elskuðu landiö sem fóstraöi þau var hugurinn oft hér heima á gamla Islandi þar sem ætt- stofnar þeirrabeggja stóðu. Þórey talaöi og skrifaöi mál feöra sinna og mæöra svo vel aö aödáun vakti. Hinn hámenntaöi eiginmaöur hennar séra Philip sem nu- miö haföi Islenzka tungu af fóöur slnum og frændum vestra létsér þaö ekki nægja heldurgerðiferðsina til tslands áriö 1934 og var hér einn vetur viö nám I feðra- tungu sinni enda heyrist vart betur töluö islenzka en af munni hans. A efri árum komu þau hjón til íslands þrem sinnum og heimsóttu I öll skiptin ættarslóöir forfeöranna en feröuöust auk þess um mikinn hluta landsins. Voru þau frændum sinum og vinum miklir aufúsu- gestir og aödáunarvert hversu fljótt þau gátusett sig inn i og skiliö allar aöstæöur hér. Þeim var mikið áhugamál aö sonur þeirra tengdadóttir ogbarnabörn fengju aö kynnast tslandi og I einni feröinni hingaö kom öll fjölskyldan og ferbaöist saman um landiö. Er áreiöanlegt aö sú ferö var miklir hamingjudagar fyrir Þóreyju og þau hjón bæöi. Þegar Vestur-tslendingar minntust 100 ára landnáms i Kanada 1975 voru ég og kona min — en Þórey og hún voru bræöradætur — gestir þeirra hjóna. Veröur okkur sá timi ógleymanlegur sem viö nutum samverunnar viö þau og fjölskyldu þeirra. Þar sem svo breitt vik er milli vina og fjöröur milli frænda eins og er milli Is- landsog Kanada.auk þess ævidegi tekið aö halla hjá sumum okkar sem kvödd- umst á Winnipegflugvelli 1975 þá mátti búast viö þvi eins og mér þá datt 1 hug aö þeir samfundir gætu oröiö hinir siöustu. Ekki tjáir að deila viö þann mikla dóm- ara sem örlögunum ræöur og engar harmtölur skulu raktar en með þakklæti og söknuöi er hin göfuga kona kvödd og manni hennar sem eftir stendur á ströndinni hérna megin grafar eru send- ar samúðarkveðjur vestur yfir hinn breiöa fjörö sem löndin skilur og frá gamla ættarlandinu yzt á Ránarslóðum sem nú er einum sinna beztu vina á er- lendri grund fátækara þegar Þórey Sigurgrimsdóttir Pétursson er horfin. Agúst Þorvaldsson 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.