Íslendingaþættir Tímans - 03.11.1979, Qupperneq 5
Stóöst þú á veröi
meö stilltu geöi
og gjöröum þlnum
æ góðvild réöi.
ÞU harmaðir sárt
þá hjörtum blæddi.
Mundin þin hlýja
margt sáriö græddi.
Sjónum þú beindir
til sólaráttar
og hönd þig leiddi
ins hæsta máttar.
Siglt er nú fleyi
til sólarlanda
og vaka og starf
i vorsins anda
þér verður falin
og veginn hillir
i morgunbirtu,
sem merkiö gyllir.
Jórunn ólafsdóttir
frá Sörlastöðum
Finnbogi S. Jónasson
Ég þakka alla ástúð mér til handa,
afi minn góöi, þér ég gleymi eigi.
Virst mér viö hlið I striöi lifs
að standa,
styrk mig, uns finnumst við á efsta
degi.
Ég veit til Guðs þótt sál þin horfiö
hafi,
hugur þinn vakir með mér úti og inni.
Hvil þú i friöi, elskulegi afi,
umvafinn þökk frá sonardóttur þinni.
Jón Guðni
Pálsson
frá Garði
F. 28. sept. 1907 —D. 4. mai 1979.
Kveðja
Nú hefur kveðju i hinsta sinn
þvi heimana tjaldið skilur,
og vorblómin prýða veginn þinn
og vefst um þig ljós og ylur.
Og minning vakir i huga heiö
um hógværð og prúða gleði.
Af grandvarleik þina gekkstu leið
og geröunum drenglund réði.
Þú unnir fegurð I sögu og söng
og sýndir með ljóöastöíum,
aö bogi og strengur þér báru föng,
sem birtust í dýrum gjöfum.
Hve söngstu þig oft i sátt viö lif,
þá sjúkur og þreyttur varstu.
Og trúin þér veitti hjálp og hlif
— um hana æ vitni barstu.
Af sólskini fögru var sál þin nærö
frá sumri i dalnum heima.
Og þér er nú kveöja þaöan færð,
og þökkina hugir geyma.
Þitt fley hefur borist um bláan sæ
að björtu og viðu landi.
Þar sumar brosir með sól og blæ
— það sumar er ævarandi.
Jórunn ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
Peir sem skrifa minningar-
eða afmælisgreinar í
íslendingaþætti, eru eindregið
hvattir til þess að skila
vélrituðum handritum,
ef mögulegt er
islendingaþættir
5