Íslendingaþættir Tímans - 17.11.1979, Qupperneq 7
Sveinn Ogmundsson
fyrrum prófastur
Fæddur. 20. mal 1897.
Dáinn. 1. okt. 1979.
begar mér barst sd fregn, aö séra
Sveinn væri látinn, rifjaöist upp i huga
mér löng saga, sem ekki veröur sögö hér
nema aö litlu leyti. En viö sr. Sveinn
vorum samverkamenn, nágrannar og
vinir um langa hrlö. Mér þykir þvi eölilegt
aö ég minnist hans meö nokkrum oröum.
Hér er kvaddur maöur sem vann sitt ævi-
starf svo aö segja á sama staö, vann þaö
af trúmennsku og velvild til allra sam-
feröamanna sinna. Hann var maöur sem
lét litiö á sér bera og sóttist ei eftir veg-
tyllum. Hann var svo yfirlætislaus sem
nokkur maöur getur veriö.
Sveinn Ogmundsson fæddist i Hafnar-
firöi hinn 20. mai 1897. Voru foreldrar
hans ögmundur Sigurösson skólastjóri I
Flensborg, d. ’37, og fyrri kona hans
Guörún Sveinsdóttir prests Skúlasonar.
Hún lést, er Sveinn var á öðru árinu
aöeins. Fljótlega eftir aö ögmundur
missti konu sina kvæntist hann á ný og
gekk aö eiga Guöbjörgu Kristjánsdóttur
frá Snæringsstöðum f Svinadal, systur
Jónasar læknis. Gekk Guöbjörg Sveini I
móöur staö, enda nefndi hann hana ætíö
móöur sina. ögmundur skdlastjóri var
rómaöur stjórnandi skóla sins, eins og
kunnugt er.
Sveinn var ungur til mennta settur.
Hann varö gagnfræöingur aöeins fjórtán
ára og stúdent fjórum árum siöar. Aö
stúdentsprófi loknu hugöi Sveinn á nám
erlendis til þess aö takast siöar á hendur
kennarastarf viö æöri skóla. En fjár-
styrkur til námsins var ekki fáanlegur.
Innritaöist þá Sveinn í guöfræöideild há-
skólans ogstundaöi nám sitt i rúm fjögur
ár oglauk þvi i febrúar 1920. Veturinn aö
námi loknu kenndi Sveinn viö gagnfræða-
skólann i Flensborg. En prestlæröur
maöur á venjulega þá köllun aö takast á
hendur prestsembætti og vinna ötullega á
akri mannlifsins aö boöun Orösins og aö
bæta mann lffiö.
Haustiö 1921 vigistsvo Sveinn til Kálf-
holts í Holtum, sem þá haföi staðiö laust
um ársskeiöeftirlát sr. ólafs Finnssonar,
en veriö þjónaö af nágrannaprestum. í
Káifholti bjó sr. Sveinn i áratug, en
fluttist þaöan niöur i Þykkvabæ. Bjó hann
þar á nokkrum stöum, uns byggt var
prestsetrið Kirkjuhvoll 1943. Þar bjó
hann til hausts 1969, að flutt var til höfuö-
staðarins, þar sem dvalist var til æviloka.
Auk prestsstarfsins sinnti sr. Sveinn
kennslu. Þannig var hann barnakennari i
Islendingaþættir
Þykkvabæ I sex ár og kom oft nálægt
kennslu i barnaskólanum sem stunda-
kennari. A heimili sinu kenndi hann
ungiingum flest prestskaparárin. Fór
mikiö mikiö orö af kennslu sr. Sveins.
Hann var virtur af nemendum sinum, en
ekki aöeins þaö, heldur elskaður. Próf-
dómari var hann viö skólann alla sina
prestskapartiö. Attum viö þar mikiö
saman aö sælda, og er þess gott aö
minnast. Aldrei minnist ég þess aö
hlaupiö hafi snuröa á okkar samstarf,
sem varaöi á annan áratug.
Sr. Sveinn ávann sér tryggö safnaöa
sinna, sem bezt sást á þvi, að þegar hann
varö sjötugur og átti lögum samkvæmt
aö láta af embætti, skoraöi meiri hluti
safnaöarbarna hans á hann aö vera
prestur enn um sinn. Varö hann viö þeim
tilmælum. Heimild er fyrir þessu, góöu
heilli, en hefur ekki oft veriö notuö.
Ég baö sr. Svein oft aö koma í skólann,
og einnig kom hann af eigin hvötum, til aö
tala viö börnin og láta þau syngja. Mest
var sungiö eftir sr. Friörik, en hjá honum
haföi sr. Sveinn notiö leiösagnar I æsku og
dáöi hann umfram aöra menn. Minnist ég
meö ánægjumargraslikrastunda. Er von
minog trú, að eitthvaö hafi fest rætur af
þvl, sem presturinn reyndi aö gróöursetja
i hjörtum barnanna af hinum bjarta boö-
skap kristninnar. En sr. Sveinn predikaöi
ekki aöeins Ikirkju ogskóla, heidur einnig
á stéttunum, þ.e. meö dagfari sinu öllu,
mótuöu af prúðmennsku og yfirlætisleysi.
Er sr. Sveinn lét af prestskap var
honum ogfrúhanshaldiö veglegt samsæti
isamkomuhúsinu I Þykkvabæ. Þar var aö
vonum margt um manninn, þvi veriö var
aö kveöja prest er þjónaö hafði sama
prestakallinu i tæpa öld, og sem veriö
haföi prófastur sex siöustu árin. Mér var
faliö aö f lytja ræöu i hófi þessu, en þá var
ég nýfluttur Ur plássinu. Auk þess las ég
þarna nýort kvæöi prestinum og frúnni til
heiöurs og þakka fyrir löng og góö kynni.
Sr. Sveinn var tvikvæntur. Hann
kvæntist áriö 1921 Helgu SigfUsdóttur
prests á Mælifelli Jónssonar. Eignuöust
þau fjögur börn, og eru nú þrjú á llfi.
Helga lézt langt um aldur fram áriö 1935.
Slöari kona sr. Sveins og sem nú sér á
bak eiginmanni sinum eftir rúmlega 41
árs hjónaband, er Dagbjört Glsladóttir
frá Suöur-Nýjabæ I Þykkvabæ. Eignuöust
þau þrjár dætur, sem allar eru á lifi.
Siöasta prestsverk sem sr. Sveinn vann,
var er hann jarösöng tengdamóöur slna,
Guörúnu Magnúsdóttur frá Suöur-Nýja-
bæ, I janúar s.l. Guörún varö 93 ára.
Nokkru siöar lést maöur Guörúnar: Gfsli
Gestsson, rúmlega hundraö ára. Viö
jaröarför hans gat sr. Sveinn ekki veriö
viöstaddur sökum lasleika.
1 dag veröur öölingurinn séra Sveinn
ögmundsson jarösettur I kirkjugaröinum
i Þykkvabæ. Þar vildi hann hvila. Þá er
hann kominn heim I byggöina, þar sem
hann átti sln starfsár og naut lifsins I
faðmi fjölskyldunnar.
Ég og mitt fólk sendir innilegar
samúöarkveöjur aöstandendum séra
Sveins og þakkar liönar stundir.
AuöunnBragi Sveinsson.
t»eir sem skrifa minningar-
eða afmælisgreinar í
Islendingaþætti, eru eindregið
hvattir til þess að skila
vélrituðum handritum,
ef mögulegt er
7