Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Side 2
þvi foreldra sina báða með 6 mánaða millibili, þegar hann var aðeins 13-14 ára gamall. Þetta var mikið áfali fyrir við- kvæma sál unglingsins sem var i mótun. En skapfesta og viljastyrkur Helga Rafns var þá þegar kominn i ljós, þannig að á- fallið braut hann ekki niður, heldur efldi hann til átaka að afla sér menntunar og aukins þroska, þannig að hann mætti sem fyrst verða fær um að standa á eigin fót- um, en hann var alla tið mjög sjálfstæður maður i skoðunum og hugsunum. Það var homum mikilhuggun á þessum erfiðu ár- um, að hann átti hlýtt skjól hjá ættingjun- um. Hann átti aðalathvarf hjá móðurfor- eldrum sinum á Patreksfirði, Jóni Ind- riðasyni og Jóninu Guðrúnu Jónsdóttur og á skólaárum siðar’hjá Þorgerði móður- systur sinni og Reyni Hörgdal á Akureyri og var svo i heimili með Mörtu móður- systur sinni, i Reykjavik i ibúð þeirri, er foreldrar hans höfðu átt og búið i þar. Þótt foreldramissirinn væri honum ákaflega sár, veit ég að hann var ættingjum sinum ævarandi þakklátur fyrir þá hlýju og þann skilning, er þeir sýndu honum á þessum viðkvæmu árum. Helgi Rafn stundaði nám i gagnfræða- skólum i Reykjavik, Laugarvatni og Ak- ureyri og lauk gagnfræðaprófi með ágæt- um frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Að þvi búnu nam hann i' Samvinnuskólanum i Reykjavik veturinn 1954-1955 og var þvi i siðasta árganginum, sem Jónas Jónsson frá Hriflu sá mikli samvinnufrömuður og skólamaður, útskrifaði áður en hann lét af störfum og skólinn fluttist að Bifröst i Borgarfirði. Helgi Rafn aflaði sér náms- eyris með hreingerningum i skóianum að kvöldinu en lauk samt prófi með ágætum vorið 1955 og það þrátt fyrir að hann hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en skólanum lauk. Þar með hófst hans eiginlegi starfsferiil hjá samvinnu hreyfingunni, en áður hafði hann starfað nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreks- fjarðar og í Fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann starfaði i Sjódeild og siðar Aðalbókhaldi Samvinnutrygginga frá 1955-1960. Hann varð kaupfélagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna 1960 og gegndi þvi starfi tii 1963, er hann varð fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann tók við starfi kaupfélagsstjóra hjá þessu einu stærstaogtraustasta kaupfélagi landsins, en þvi starfi gegndi hann til æviloka. Kaupfélagsstjórastarfinu sinnti hann af elju og dugnaði, þannig að kaupfélagið efldist og styrktist á góðum grunni, sem fyrir var. Undir forystu Helga Rafns byggði kaupfélagið eitt myndarlegasta sláturhús landsins, miklar endurbætur voru framkvæmdar i mjólkurstöð félags- ins, nýtt verzlunarhús var byggt að Ketil- ási i Fljótum eftir sameiningu Samvinnu- félags Fljótamanna við Kaupfélag Skag- firðinga, útgerð og fiskvinnsla var efld, 2 verzlunaraðstaða i Varmahlið endurbætt og hafin bygging stórhýsis á Sauðárkróki fyrir nýjar aðalstöðvar og aðalverzlanir kaupfélagsins. Fjölmargt fieira mætti nefna, sem ekki verður rakíð hér, en auk hins umsvifamikla starfs kaupfélags- stjóra gegndi Helgi Rafn fjölmörgum trúnaðarstörfum öðrum sem hann var kaliaður til að sinna. Hann var um árabil varamaður i stjórn Samb. isl. samvinnufélaga og allt til dauðadags. Hann var formaður rafveitu- stjórnar á Sauðárkróki 1966/78, hann var stjórnarmaðuri Fiskiðju Sauðárkróks um árabil og formaður stjórnarinnar hin sið- ari ár, einnig formaður stjórnar Steypu- stöðvar Sauðárkróks og hann var um ára- bil stjórnarmaður i Landflutningum h.f., stjórnarformaður þeirra i upphafi og aft- ur frá vori 1981 til dauðadags og var reyndar einn helzti frumkvöðull að stofn- un þeirra. Hann átti sæti i Mjólkursam- lagsráði og Sláturhússráði Kaupfélags Skagfiröinga frá stofnun þessara ráða og til æviloka. Fulltrúi i Framleiðsluráði landbúnaðarins var hann fyrir hönd mjólkursamlaganna á 2. verðlagssvæði 1973/77. Einnig varamaður i stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og til dauða- dags sem fulltrúi Sambandsins. Hann var formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju frá 1972 og til æviloka og sýndi þvi hlutverki mikla ræktarsemi og áhuga enda mjög trúaður maður, sem sýndi kristinni kirkju mikla virðingu. Sem forseti Lionsklúbbs Sauðárkróks hafði hann reyndar áður en hann tók við sókn- arnefndarfórmennskunni staðið fyrir raf- lögn og lýsingu kirkjugarðsins á Sauðár- króki, sem er til mikillar prýði og sýndi þar strax hug sinn til kirkjunnar. Margt fleira væri hægt að rekja af áhugamálum og viðfangsefnum Helga Rafns en þetta verður látið nægja sem aðaldrættir i mynd gifurlegrar starfsævi sem nú er lok- ið svo skyndilega og löngu fyrir aldur fram. 1 öilum þessum störfum lagði Helgi Rafn gjörva hönd á pióginn viðkomandi verkefnum til mikils framdráttar enda var hann starfhæfur i bezta lagi, ötull, einlægur og samvizkusamur. Mikið skarð er fyrir skildi við fráfall hans. Það var mikið gæfuspor i lifi Helga Rafns Traustasonar þegar hann þann 12. október 1957 gekk að eiga eftirlifandi eig- inkonu sina, Ingu Valdisi Tómasdóttur, dóttur hjónanna Tómasar Sigvaldasonar, loftskeytamanns i Reykjavik, og konu hans Magneu D. Sigurðardóttur, en við þau hjón bast Helgi Rafn miklum og sterkum vináttuböndum, auk tengdanna. Þau Helgi Rafn og Inga Valdis urðu strax samhent enda að mörgu leyti ákaflega lik i sinni trauslu skapgerð, smekkvisi og hjartahlýju. Þau bjuggu sér notalegt heimili i Reykjavik i upphafi, siðan i Haganesvik og svo á Sauðárkróki en heimili þeirra þar er eitt hið myndarleg- asta og notalegasta sem maður heimsæk- ir. Börn þeirra hjóna eru Trausti Jóel, fæddur 21. október 1958, Rannveig Lilja, fædd 6. marz 1960, Tómas Dagur, fæddur 26. október 1961, Guðrún Fanney, fædd 28. nóvember 1963, og Hjördis Anna fædd 8. ágúst 1966. Börnin eru eins og foreldrarnir hlý og traust og dugleg i hverju viðfangs- efni. Unnusta Trausta er Asta Búadóttir og unnusti Rannveigar Lilju er Þorsteinn Hauksson. Ég og kona mina og börn okkar höfum átt þvi láni að fagna að kynnast mjög vel þessari góðu fjölskyldu á Sauðárkróki og Helgi Rafn hefur verið náinn samherji minn, félagi og vinur um langt árabil. Mér og fjölskyldu minni er fráfall hans mikið harmsefni. Ég veit að hann er einn- ig sárt tregaöur af félögum i stétt kaupfé- lagsstjóra og af vinum og félögum i sam- vinnuhreyfingunni ailri, ekki sizt I Kaup- félagi Skagfirðinga. En svo sár sem tregi okkar allra er, er hann þó hjóm eitt miðað við þá þungu sorg sem knúið hefur misk- unnarlaust dyra að Smáragrund 2 á Sauð- árkróki og lagt farg sitt á hug og hjarta Ingu Valdisar og barnanna og fjölskyld- unnar allrar. Mér er kunnugt um ærðu- leysi þeirra og viljastyrk og ég vil vona, að trúin á Guð og minningin um góðan dreng og einstæðan heimilisföður megi verða þeim huggun i miklum harmi, sem timinn vonandi fær sefað eftir þvi sem stundir liða. Ég sendi þeim dýpstu sam- úðarkveðjur minar og fjölskyldu minnar. Að lokum vil ég senda Helga Rafni kveðjur og þakkir Kaupféiags Eyfirðinga. Hann var góður granni og náinn sam- starfsmaður. Einnig sendi ég honum kveðjur og þakkir stjórnar Sambands isl. samvinnufélaga og samvinnuhreyfingar- innar i landinu allrar. Hann var mikill samvinnumaður og öflugur liðsmaður i forystusveit. Guð blessi minningu hans. Valur Arnþórsson + Kveðja frá stjórn Kaupfélags Skagfirðinga Mánudaginn 21. desember s.l. varð Helgi Rafn Trustason kaupfélagsstjóri bráðkvaddur á heimili sinu að Smára- grund 2 á Sauðárkróki á 45. aldursári. Helgi Rafn var fæddur 18. april 1937 á Vatneyri við Patreksfjörð i Vestur-Barða- strandarsýslu og voru foreldrar hans hjónin Trausti Jóelsson vélstjóri og Rann- veig Lilja Jónsdóttir. Föðurforeldrar voru Jón Jóel Einarsson og Kristin Aradóttir, og móðurforeldrar voru Jón Indriðason skósmiður frá Patreksfirði og Jónina Guðrún Jónsdóttir. Þetta fólk var af vest- firzku bergi brotið, og átti Helgi Rafn islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.