Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 5
það barst út að Helgi Raln Traustason, kauplélagsstjóri á Sauðárkróki hefði orð- iöbráðkvaddur á heimili sinu þann dag af völdum hjartabilunar. Helgi Rafn hafði ekki svo menn muni verið fjarverandi úr vinnu vegna veikinda, kom ekki til vinnu þennan dag, hann hringdi um morguninn og sagðist liklega ekki koma fyrr en eftir hádegi, siðar um daginn kom i ljós, að það hádegi kemur aldrei. Margur saknar vinar i stað, þar sem Helgi Rafn var, þvi þau eru ótalin vanda- málin, sem hann leysti á farsælan hátt, hvort sem þau tengdust starfi hans sem framkvæmdastjóra eins af stærri kaupfé- lögum landsins, eða hvort það var ein- skær vinargreiði. Sumt er trúlega á fárra vitorði, þvi hann hafði ekki þann sið að bera þaö á torg. En sárastur harmur er þó kveðinn að ástvinum hans, hans trausta lifsförunaut, Ingu Valdisi og börnunum fimm, sem nú sjá á bak ástrikum eigin- manni og föður. Störf Helga Rafns Traustasonar sem kaupíélagsstjóra i tæp tiu ár hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga voru slik, að þar eiga best við orðin um aö verkið lofi meistar- ann. Hann var með ólikindum starfsamur maður, og mun verka hans sjá stað hér i Skagafiröi um ófyrirsjáanlega framtið, þvi i hans stjórnartið hefur margt verið byggt og margt verið bætt hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, þótt honum hafi ekki auðn- ast aö sjá sinn stærsta draum rætast að fullu, en það er stórbygging fyrir höfuð- stöðvar félagsins, sem veriö er að byggja hér á Sauðárkróki og á að hýsa aðalversl- un og skrifstofur þess i framtiðinni. En við sem eftir stöndum, starfsmenn og félagsmenn Kaupfélags Skagfiröinga megum ekki leggja árar i bát, þrátt fyrir þetta mikla áfall, það hefði ekki verið i anda Helga Rafns. Við heiðrum best minninguna um góðan dreng og félaga og mikilhæían forustumann með þvi að reyna að halda uppi merkinu, sem hann bar svo glæsilega og halda áfram þvi starfi, sem hann leiddi fyrir okkur. Röksemdir lifs og dauöa skiljum við ekki, og orð eru litilfjörleg þegar sorgin knýr jafn hastarlega að dyrum og hún hefur nú gert hjá Ingu Valdisi og börnum hennar fimm. Ég bið þvi þann, sem ræður rökum lifs og dauða að styðja hana og börn hennar i raunum þeirra. Þorkell + Svo örstutt er bil milli bliðu og éls. og brugðist getur lánið frá niorgni til kvelds. Þessi hin sönnu orð Ur hinum gull- fallega sálmi komu mér ihug þegar frétt- islendingaþættir in um lát frænda mins, Helga, barst til Bolungarvikur siðdegis mánudaginn 21. des. sl. Og þó hátið ljóss og friðar færi i hönd dimmdi yfir við þessa frétt, myrkrið og kuldinn sem fyrir var gerðust áleitnari og þrengdu að. Sagt er að vegir guðs séu órannsakanlegir, og með þessari ákvörð- un að kalla nú burt þennan góða dreng i blóma lifsins birtist okkur enn einu sinni sönnun þessara orða. Ekki verður hér rakinn æviferill eða störf Helga, aðeins örfá kveðjuorð. Helgi hefur sjálfur með störfum sinum og fram- komu allri markað þau spor meðal sam- tiðarmanna sinna, sem hvað best geyma og varðveita minningu hans um ókomin ár. Auðvitaö er það svo þegar mannkosta- maður, sem Helgi var.erhriftnn burt með skyndingu, þá vefst manni tunga um tönn, tregi og söknuöur herja á og minningar allar ijúfar sækja að. Fyrir mér er minningin um þennan minn kæra frænda og vin sem ljós þess besta er varðveitast mun svo lengi sem lifsandi er dreginn. Söknuður okkar frændfólksins er sár, en hvað er hann samanborið við þann þunga harm og sáru raun, sem nú hefur dunið yfir konu hans og börn. Elsku Inga, Trausti, Rannveig.Guðrún, Tommi og Hjördis. Ég veit að ykkur finnst þetta þungt högg og söknuðurinn sár, harmurinn mikillsem inni fyrir býr, kannske svo mikill að ykkur finnst þið vart geta borið. En þó nú sé dimmt í ranni og él byrgi sól, þá birtir öll él upp um slðir, og sól fær notið sin og vermir. Eins mun þá sól ykk- ar, sem burt var kvödd, hún mun skina i endurminningunni, lýsa og verma i minn- ingu hins góða drengs. Viö á Traðarsti'gnum biðjum góðan guð að vernda ykkur og styrkja i þéssari þungu raun. Þaðerhuggun harmi gegn að minningin um góðan dreng lifir og yljar þeim sem eftir lifa. Guð blessi ykkur öll. Far þú i friði, frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Karvel Pálniason. + Þó við vitum öll að dauðinn er ekki annað en náttúrlegur partur af lifi okkar hér á jörðinni, þá kemur hann alltaf óþægilega við okkur. Ég átti erindi viö Helga Rafn Traustason á föstudegi og hringdi til hans. Hann var viðræðugóöur eins og jafnan endranær, og það teygðist úrsamtalinu og varðúr talsvert spjall um ýmis sameiginleg áhugamál. A þriöju- dagsmorgni barst mér frétt um að hann heföi orðið bráðkvaddur daginn áöur. Ég var þónokkra stund að koma sjálfum mér i jafnvægi aftur eftir þá frétt. Við Helgi Rafn kynntumst ungir þegar við unnum báðir i Sambandshúsinu i Reykjavik. Siðarfluttihann norður i land, fyrsttilHaganesvikurog siðar til Sauðár- króks. Þar tók hann við kaupfélagsstjóra- starfi 1972 hjá Kf. Skagfirðinga, einu af öflugustu kaupfélögum iandsins. Ég átti þess kost að fylgjast nokkuð meö framgangi hans i starfi þar nyrðra. Mér varð fyllilega ljóst að hann var einn þeirra manna sem vaxa með hverju nýju verkefni san þeir takast á hendur að leysa.Hann var traustur og áreiðanlegur, og gerði sér skýra grein fyrir þeirri ábyrgð sem honum hafði verið lögð á herðar. Ég minnist hans sérstaklega frá ýmsum fundum hér i Sambandinu — það fór ekki fram hjá neinum að hann var rök- fastur ræöumaður og fylginn sér i málflutningi. Hann rataði vel um alla ganga i þvi völundarhúsi sem reksturinn ástóru blönduðu kaupfélagi er. Jafnframt varhann glöggskyggná mannlegar þarfir og kunni að bregða við til hjálpar þar sem á bjátaöi.Hann var lika ritfær vel, og I þvi naut sin sá eiginleiki hans að eiga létt meö að setja staðreyndir fram skýrt og skipu- lega. Hann var orðinn einn af burðarásum stéttar sinnar, kaupfélagsstjórastéttar- innar, prýddi hana.svoað nú er þar mikið ófyllt skarð fyrir skildi er hann er frá. Ég sendi frú Ingu og börnum þeirra hjóna innilegustu samúöarkveðjur. Innan samvinnuhreyfingarinnar verður Helga Rafns minnst sem eins af þeim traustu máttarstólpum sem hafa gert hana að því styrka þjóðfélagsafli sem hún er i dag. Eysteinn Sigurösson. + Sólstöðudagurinn 21. desember, var Skagfirðingum dvenjudimmur og örlög- um vafinn. Þann dag kvöddu dulin öfl til hinstu ferðar án fyrirvara, Helga Rafn Traustason kaupfélagsstjóra á Sauöár- króki. Þann sama dag var einnig burt kallaö- ur, jafn skyndilega, Valgeir Guöjónsson, bóndi á Daufá, mætur félagsmálamaður. Fá störf eru einu héraði þýðingarmeiri en störf kaupfélagsstjórans. Kaupfélagið snertir gjarnan allar helstu taugar fram- leiðslu, athafna, og þjónustu i viðkomandi héraði. Það varðar þvi blátt áfram vel- ferö héraðsins, að kaupfélagsstjórinn hafi til brunns aö bera alla þá hæfileika og mannkosti.sem hiö viöfeðma og ábyrgðar mikla starf krefst, svo það sé vel af hendi ieyst. Skagf irðingar hafa átt þvi láni að fagna, að kaupfélagsstjóra starfið hafa jafnan skipaö mikilhæfir forystumenn. Nú sagöi þar fyrir verkum Helgi Rafn Traustason, 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.