Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 3
uppruna sinn meðal annars að rekja til hinnar þekktu Arnardalsættar. Helgi Rafn brautskráðist frá Sam- vinnuskólanum i Reykjavik árið 1955, en hafði áður lokið gagnfræðaprófi. Hann starfaði nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og sumarið 1954 hjá fjár- máladeild S.l.S. i Reykjavik. Hann vann i sjódeild og siðan i bókhaldi Samvinnu- trygginga 1955-1960. Hann gerðist kupfé- lagsstjóri Samvinnufélags Fljótamanna i Haganesvik árið 1960 og gegndi þvi starfi til ársins 1963, er hann var ráðinn fulltrúi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirð- inga. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann þann 1. júli það ár tók við stöðu kaupfélagsstjóra þess félags úr höndum Sveins Guðmundssonar, og það starf hafði hann á höndum til dauðadags. Geta má þess, að Helgi Rafn átti sæti i stjórn Kjötbúðar Siglufjarðar 1960-1963, i stjórn Framleiðsluráðs landbúnaðarins átti hann sæti frá 1973, i stjórn Mjólkur- samlags Kf. Skagfirðinga frá 1973 og i sláturhúsráði kaupfélagsins frá stcínun þess. Hann átti sæti i stjórn Fiskiðju Sauðárkróks frá 1973 og endurskoðandi hennar nokkur ár þar á undan, formaður stjórnar þess fyrirtækis varð hann 1978. 1 stjórn Kaupfélagsstjórafélagsins átti hann sæti 1973-1975. Hann sat um tima i Markaðsráði samvinnufélaganna og i stjórn Tryggingalánadeildar samvinnufé- laga. Hann átti sæti i stjórn Landflutninga h.f. árum saman, stjórnarformaður i upp- hafi og aftur 1981 til dauðadags. Helgi Rafn var varamaður i stjórn Sambands islenzkra samvinnufélaga um árabil til dauðadags. Auk framantalinna starfa hlóðust á Helga Rafn ýmisleg trúnaðarstörf önnur, og skulu þau helztu nefnd hér. Hann átti sæti i stjórn Ungmennasambands Skaga- fjarðar 1964-1972 og hafði áður unnið nokkuð að iþróttamálum i Reykjavik. Hann var formaður hátiðarnefndar sem undirbjó minningarhátið um 100 ára bú- setu á Sauðárkróki 1971. Formaður i stjórn félagsheimilisins Bifrastar var hann 1972-1973. Hann var formaður raf- magnsveitunefndar Sauðárkrókskaup- staðar 1966-1978. Þá ber að geta þess eigi hvað sízt, að hann var formaður sóknar- nefndar Sauðárkrókskirkju frá 1972 tii dauðadags. Hann rækti það starf af mik- illi alúð og dugnaði og átti þar með þátt i að gera kirkjunni vmislegt til góða, enda mun hann hafa verið einlægur trúmaður, sem vildi sýna kristinni kirkju tilhlýðilega virðingu. Ungur hóf Helgi Rafn störf á vegum samvinnuhreyfingarinnar, og aðalstörfin i lifi hans —- hans skömmu ævi — voru helguð samvinnuhreyfingunni. Þar hefir hann ætið reynzt trúr og traustur liðsmað- ur, enda hlaut hann trúnað i samræmi við þá reynslu. Stjórnarmenn Kaupfélags Skagfirðinga hafa góðar endurminningar um Helga Rafn. Hann var góður félagi, íslendingaþæiíir sem gott var að starfa með: samstarf við hann var ætið gott á stjórnarfundum, skýrslur hans allar og málflutningur ein- kenndust af skýrleika og góðum skilningi, framsögn hans öll var skilmerkileg og greindarleg. Helgi Rafn var framfara- sinnaður og vildi hag og heiður Kaupfé- lags Skagfirðinga i hvivetna. Hann hafði forystu um ýmislegt, sem til framfara horfði fyrir félagið, og átti þátt i ýmsum framkvæmdum á þess vegum. Má þar til nefna, að hann átti mikinn hlut að þvi máli að byrjað var á að koma upp verzl- unarhúsi og aðalstöðvum kaupfélagsins i nýju stórhýsi, sem nú er i smiðum. Þá skal þess og getið, að nú standa yfir mikl- ar endurbætur og stækkun á húsakynnum og vélakosti Fiskiðju Sauðárkróks. Fleira mætti nefna, þótt fleira verði eigi greint hér. Helgi Rafn var gæddur andlegum hæfi- leikum i bezta lagi. Hann var likamlega vel á sig kominn og hafði til að bera hlý- legt viðmót og geðþekka framkomu. Hann var mikill atorkumaður, málafylgjumað- ur góður oft og einatt, er á þurfti að halda, og gat verið þungur á bárunni. Að minum dómi hafði hann til að bera farsæla hæfi- leika i starfi sinu sem kaupfélagsstjóri, og tel ég félagið eiga mikils i að missa við sviplegt fráfall hans. Eftirlifandi kona Helga Rafns er Inga Valdis Tómasdóttir, sem hann kvæntist árið 1957. Hún er dóttir hjónanna Tómas- ar Sigvaldasonar loftskeytamanns I Reykjavik og Magneu D. Sigurðardóttur, og er hún hin mætasta kona, enda hefir hjónaband þeirra Helga og Ingu verið far- sælt og gott. Þeim varð 5 barna auðið, og eru þau eftirtalin: Trausti Jóel, f. 21. okt. 1958, Rannveig Lilja f. 6. marz 1960, Tóm- as Dagur, f. 26. okt. 1961, Guörún Fanney, f. 28. nóv. 1963, og Hjördis Anna, f. 8. ág. 1966. Þungur harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldunni, og vill stjórn kaupfélagsins votta þvi mæta fólki djúpa samúð sina. Og Helga Rafni vill stjórnin af alhug þakka dýrmæt störf hans fyrir félagið, og mun þeirra lengi verða minnzt að verðleikum i héraðinu. Útför Helga Rafns Traustasonar fór fram frá Sauðárkrókskirkju þriöjudaginn 5. þ.m., að viðstöddu miklu fjölmenni, og var hún kostuö af Kaupfélagi Skagfirð- inga i virðingar- og þakkarskyni við hinn látna. 6. janúar 1982 Jóh. Salberg Guömundsson + Sjaldan hefur mér brugðið meira held- ur en kvöldið 21. des. s.l. þegar ég frétti að vinur minn og stéttarbróðir, Helgi Rafn Traustason kaupfélagstjóri á Sauðárkróki hefði látist á heimili sinu þá fyrr um daginn. Það var skólabróðir og náinn vin- ur Helga sem flutti mér þessa frétt. Ég hef i löngu starfi lært að vera sem best viðbúinn bæði góðum og slæmum fréttum. Það er nauðsynlegt mönnum, sem fást við fjölþætt verkefni og umgangast margt fólk. En fráfall Helga Rafns nú i blóma lifsins, þar sem hann stendur i broddi fylkingar i stóru og umsvifamiklu kaup- félagi, er okkur vinum hans og samvinnu- fólki yfirleitt sem reiðarslag og þá fyrst og fremst skagfirskum samvinnumönn- um. Þegar ég og Anna kona min stofnuðum heimili árið 1949, tókum við á leigu ibúð að Grettisgötu 82 i Reykjavik. Einmitt i þvi húsi bjó Helgi og foreldrar hans, þá til- tölulega nýflutt til borgarinnar vestan af Patreksfirði. Helgi er þvi aðeins tólf ára, þegar fundum okkar og hans ber saman fyrst. Okkur fannst hann þá þegar myndarlegur drengur og sérstaklega ein- arðlegur og frjálslegur i allri framgöngu af svo ungum pilti að vera. Foreldrar Helga voru þau Trausti Jóelsson vélstjóri og kona hans Rannveig Lilja Jónsdóttir. Þegar við kynntumst Helga, var faðir hans vélstjóri á togara. A Grettisgötu 82 hafði fjölskyldan þá komið sér vel fyrir og ástæðulaust annaö fyrir unga piltinn Helga Rafn en að vera bjartsýnn á framtiðina, en hann var eina barn þeirra hjóna, Trausta og Rann- veigar. En skjótt syrti i lofti, Rannveig lést 17. des. 1950, aðeins fertug að aldri og skömmu seinna leggst faðir hans bana- leguna. Á fermingardegi Helga Rafns var það fyrsta verk hans, að lokinni ferm- ingarathöfn i kirkju, að koma að sjúkra- beði föður sins, sem þá iá á sjúkrahúsi. Trausti lést 6. mai árið 1951, tæplega 42ja ára að aldri. Helgi naut þvi ekki lengi samvista við foreldra sina og stóð ungur uppi foreldra- laus. Hann mun að visu hafa átt náin skyldmenni, sem hann hefur haft stuðning af, en þvi máli er ég ekki kunnugur. Ungum skildist honum þó, að hann varð að standa á eigin fótum og treysta sinni eigin dómgreind. Setti þetta m jög svo svip sinn á Helga alla tið, enda varð hann fljótt sjálfstæður i skoðunum. A unglingsárum sinum vann Helgi á sumrin hjá Kaupfélagi Patreksf jarðar, en stundaði nám i Reykjavik á veturna. Hann fór i Samvinnuskólann og lauk þaðan prófi vorið 1955. Að loknu Samvinnuskólaprófi hóf Helgi störf hjá Samvinnutryggingum. Fyrst i sjódeild, en siðan i bókhaldi, þar sem hann vann til ársins 1960. Árið 1957 kvæntist Helgi jafnöldru sinni, Ingu Valdisi Tómasdóttur. Inga er ættuð úr Reykjavik, ágætis myndarkona, sem nú lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra hjóna, en þau eru: Trausti Jóel f. 1958, Rannveig Lilja f. 1960, Tómas Dagur 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.