Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 13
ARNAÐ HEILLA Sjötugur Magnús Maríasson olíustöðvarstjóri í Hvalfirði Sjötugur er i dag góövinur minn „frá Djúpi og Ströndum”, Magniís Mariasson, stöðvarstjóri Oliustöðvarinnar i Hvalfirði h/f. Hann er mætur og merkur maður, Vestfirðingur i húð og har — sérstæður um margt,' á fáa sina lika. Magnús er fæddur 5. jan. 1912, að Kollsá i Grunnavikurhreppi, Jökulfjörðum, Norður-tsafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Hóltúni á Snæf jallaströnd, og Marias sjó- maður Jakobsson Hagali'nssonar frá Gull- húsám á sömu strönd. Faðir MagnUsar átti 10 böm, en föðurafi 20, og lét sig þó ekki muna um að taka það 21. til fósturs! Atta ára gamall var Magnús sendur til Æðeyjar, og fór þá, þótt svo ungur væri, að bjástra við að hafa ofanaf fyrir sér sem vikapiltur, og ekki kom drengurinn sér verr en það, að hann ilentist þar i eynni framtil tvitugsaldurs. Segir það sina sögu. Veturinn 1927-1928 stundaði Magnús nám við Héraðsskóla séra Sigtryggs Guðlaugssonar að Núpi i Dýrafirði — yngstur nemenda, ef ég man rétt, aðeins 15 ára að aldri. Og það var einmitt þar, sem fundum okkarbar saman fyrst. Eftir nokkurra ára millispil, meðan hann á verstu atvinnuleysis — og krepputimun- um gegndi m argháttuðum störfum til sjós og lands, sem til féllu — innritaðist Magnús iSamvinnuskólann og lauk þaðan verslunarprófi eftir 2ja vetra nám árið 1936. Á striðsárunum var hann t.d. skip- verjí á hinu fræga skipi ,,Fróða” Þor- steins Eyfirðings, i flutningum milli Reykjavikur og Hvalfjarðar, og brá þá fyrir sig hvers konar störfum um borð, alltneðanúr „friplássi” og upp á „dekk”, þvi snemma var pilturinn afburða verk- maður. Hinn 14. des. 1943 hófst svo hin raun- verulega og samfellda Hvalfjarðarvist Magnúsar, sem þvi hefur varað i full 37 ár. Réðist hann fyrst til þjónustu fyrir varnariiðið, bæði hins breska og ameriska, og samskiptaoliufélaga þeirra, fyrst SHELL, og siðar Hins isl. steinoliu- hiutafélags, sem hafði umboð fyrir Standard Oil, eða ESSO, en aðlokum — i mai 1947 — til Oliufélagsins h/f, sem þá hafði tekið við eignum og rekstri HÍS fyrir forgöngu Vilhjálms Þör og aðild SIS, A sinum tima áður hafðihinn ameriski yfir- maður oliustöðvarinnar bent á, ef ekki beiniii. i.. ;•.!• V að '■1' tíi:i>s la-ki við islendingaþættir stjórn hennar. Slikt álit erlendra manna hafði Magnús þá þegar áunnið sér, og seg- ir það meiri sögu honum til verðugs hróss en mörg orð. Það mætti skrifa mikla bók um það við- skipta-og mannlif, semsiðan hefurátt sér stað i Hvalfirði undir yfirstjdrn Magnúsar Mari'assonar. Um 40 manns vann þar að jafnaöi, þegar flest var. Samskipti voru mikil, þar á meðal við bæði innlenda og erlenda höfðingsmenn, skipstjóra o.fl. einkum að s jálfsögðu i sambandi við hina miklu og mikilvægu oliuflutninga. Alla kann Magnús að umgangast með reisn og festu jafnt háa sem lága og öllu hefur hann gert góð og farsæl skil, og hlotið fyrir vinsældir og viðurkenningu allra, jafnt i friði, sem striði, jafnt erlendra manna sem innlendra. Ljóst má vera, hverri lykilaðstöðu i oliubyrgðastöðinni i Hvalfirði Magnús hefur gegnt á slikum timum, sem við höfum lifað og lifum, þegar grunsemdir og tortryggni striðandi stórvelda liggja i lofti. Mér hefur oft dottið i hug, að vart myndu njósnarar andstæðinga geta krækt sér ifeitari bita en Magnús, aðstööu sinn- ar vegna. En þar er nú maður, sem ekki „liggur á lausu”, og þvi öllu óhætt vegna allra þeirra upplýsinga og jafnvel mikil- vægra leyndarmála, sem honum hefir verið trúað fyrir svo lengi. En mér er spurn, hvort margir islenskir menn hafa haftöllu meiri og vandmeðfarnari leyndar dóma að gæta en Magnús. Kunnugleiki hans og lyklavöld hafa trúlega verið miklu meiri en almenningurhefirgert sér ljóst. Magnús hefur lika verið nógu viti- borinn til þess að berast ekki á eða vekja athygli umfram nauðsyn, heldur þvert á möti að láta sem minnst á sér bera. Ligg- ur garður hans þó sannarlega og bókstaf- lega ,,um þjóðbraut þvera”, en stjórn benzin- og veitingasölunnar ,,á Sandin- um ” hefur hann ekki látið sig muna um að bæta á sitt breiða bak, auk alls annars þunga,sem á honum hvilir. Magnús hefur þvi ekki setið á neinum friðarstóli þarna innfrá i' sveitasælunni á sögufrægum merkisslóðum ,,i faðmi fjalla blárra.” Ég vöí áöan að þvi, hversu Magnús Mariasson erfrábitinn því að berast á eða láta mikið fyrir sér fara. 1 þvi sambandi detturmérihug, aðmörgum manninum i hans sporum myndi hafa fundist sér nauðsyn, með tilliti til sins viötæka og margþætta verkefnis, og alls i kringum það, að hafa flotta skrifstofuog spigspora þar ,,á teppi” með makt og miklu veldi, hafandi hvi'tflibbabúinn fulltrúa og finan einkaritara. En einskis af þessu hefur Magnús nokkru sinni látiö sér detta i hug að krefjast, og myndi trúlega alls ekki hafaþegið, þóttboðið hefði verið. Hann er þannig blessunarlega af „gamla skólan- um.” En vakinn og sofinn hefur hann ver- ið á sinum verði — i sinum störfum, á nóttu jafnt sem degi, og látið þau sitja fyrir einkaþörfum og hagsmunum sjálfs sins og fjölskyldu sinnar, ef þvi var að skipta. Hljóðlátur, staðfastur og stjórn- samur hefur hann „gengið um garða” hinnar mikilvæguþjónustumiðstöðvar með „auga á hverjum fingri pannig að ekkert hefur framhjá honum farið. Hér hefur verið vikið nokkuð að ævi- starfi Magnúsar Mari'assonar. Vissulega segir það margt um manninn, en þó ekki aUt. Hann er einhver sá geðþekkasti og skemmtilegasti maður, sem ég hefi kynnst um dagana, enda alltaf verið mér tilhlökkunarefni að hitta hann, og ótalda hláturrokuna höfum við grátiö saman! Mérer Magnús iminni alltfrá Núpsskóla- árumokkar.þegarhann t.d. tók upp á þvi um háttatimanná kvöldin að koma, taka i mig og brjóta sokkana mina á hæl, að sið notalegra og umhyggjusamra þjónusta, gjarna tautandi fyrir munni sér: „Ég er þrællinn þinn — þú ert herra minn!” 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.