Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Síða 16

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Síða 16
Páll Skúli Halldórsson framkvæmdastjóri Fæddur 12. mars 1932. Dáinn 2. jan. 1982. Stundum berastsliktiðindi að það tekur daga og vikur að skilja það sem gerst hef- ur. Sunnudaginn 27. des. s.l. var Páll ásamt fjölskyldu sinni gestur á heimili minu, geislandiaf fjöri og kraíti. 6 dögum siðar liðið lik. Enn get ég ekki áttað mig á þess- ari skyndilegu breytingu og svo mun um flesta af þeim, sem þekktu Pál. Páll Skúli var fæddur á Kroppstöðum i önundarfirði. Foreldrar hans voru Ágústa Pálsdóttir frá Kirkjubóli i Korpudal, og Halldór Þorvaldsson frá Kroppstöðum. Hann fékk i vöggugjöf eiginleika ættanna beggja, góðvild, dugn- að, áræði og góða greind. Á Kroppstöðum ólst hann upp við um- hyggju foreldra sinna þar til hann missti móður sina, þá á fimmtánda ári. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskylduna og skömmu siðar flutti Halldór með börnin sin þrjú til Reykjavikur. Páll Skúli var margbrotinn persónu- leiki, sem erfitt er að lýsa, en orð eins og eldhugi, baráttumaður, starfssamur, trú- hneigð, hjálpsemi, drenglyndi áttu öll við hann og barngóður var hann, það mátti oft sjá. Hann var glettinn og einatt með gamanmál á vör. Ef honum fannst sér misboðið tók hann á málum af einurð og festu. Við hvaðeina sem hann vann var hugur hans bundinn og það svo, að fri frá störfum ieyfði hann sér ekki og satt að segja veitég aðeins um eitt einasta skipti að hann tók sér sumaríri i þess orðs skiin- ingi. En þótt annriki væri mikiö við störfin gaf hann sér tima til að lita inn til gamall- ar frænku eða frænda og vina, veita að- stoð þeim er þurfti, hampa litlu barni og jafnvel setjast niöur til aö hugsa um eilifðarmálin eða setja saman kvæði. En timinn var aldrei nægur og vinnan kallaði. Eftir aö Páll stofnaöi fyrirtækið Iðnval og alls konar timburvörur fóru að streyma til landsins i umboöi hans varð starf hans þó mest. Mikill timi fór i það aö ná niður vöru- verðiog fá vandaða vöru. Útkoman úr þvi starfi varð veruleg og innflutningurinn stöðugt að aukast. En timinn var of stutt- ur þó mikið væri starfað. Tæplega fimmtugur maður á mörgu ólokið, en hvað fyrirtæki Páls varðar mun sonur hans, Haraldur Örn, taka við þvi og halda áfram starfinu sem Páli var svo annt um. Árið 1955 kvæntist Páll Guðrúnu Guðmundsdóttur, einstakri sómakonu og eignuðust þau fjögur börn, Ágústu og Harald Örn, sem eru uppkomin og flutt að heiman, Halldór Inga 16 ára og Guðmund, sem aðeins er 11 ára gamall. Áður haföi Páll eignast dreng Arnar Grétar, sem nú er kaupfélagsstjóri i Stykkishóimi. Margir munu sakna Páls Skúla, en söknuðurinn veröur mestur hjá þeim er næst honum stóðu, eiginkonu, börnum og barnabörnum. Megi Guð milda sársaukann og gefa þeim styrk i þessari raun. Systur þinar og við mágar þinir þökkum samfylgdina, vináttu þina og elsku. Þér verður vel tekiö handan móðunnar miklu. Guð blessi þið. Þórólfur Friðgeirsson. Kristjón I. Kristjánsson Fæddur 25. septembcr 1908 Dáinn 18. október 1981 Kristjón Kristjánsson, fyrrum bifreið- arstjóri forseta Islands, eða Kristjón á Bessastöðum eins og hann var oft kallað- ur, lést á Sólvangi i Hafnarfirði hinn 18. þessa mánaðar. Fæddur var hann 25. september 1908 og var þvi 73 ára er hann andaöist. í dag fylgjum við honum til grafar á Bessastöðum. Þeim, sem þekktu Kristjón, mun ekki koma á óvart að þar hafði hann kosiö sér hinsta hvilureit, slíku ástfóstri sem hann haföi tekið við þann stað. Kristjón var Snæfellingur, sonur hjónanna Kristjáns Pálssonar og Danfrfð- ar Brynjólfsdóttur i Traðarbúð i Staðar- sveit. Þau hjón eígnuðust sautján börn sem flest komustá legg. Það lætur að lik- 16 um að i slikri fjölskyldu hieyptu börnin heimdraganum undir eins og þau gátu farið að vinna fyrir sér sjálf. Það gerði Kristjón. Innan við tvitugt fór hann suður, tók bifreiðastjórapróf og gerðist leigubil- stjóri i' Reykjavi'k um nokkurra ára skeiö. Árið 1941 réðst hann til Svins Björnssonar rikisstjóra og siðar forseta tslands sem bifreiðarstjóri hans og fluttist með honum til Bessastaða á Alftanesi þegar þar að kom. Erekki ofmæit að þá hæfist ævistarf hans. Hann gekk i þjónustu rikisstjóra og siðar forsetaembættisins i blóma aldurs sins, og þvi starfi gegndi hann sem for- setabilstjóri og seinna einnig sem ráðs- maður á staðnum óslitið meðan kraftar entust. Þrotinn að heilsu varð hann að láta af þessu starfi Mnu ávið 1976 '% hafði Framhatd á 14. stðu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.