Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 15
Kristjón © þá gegnt þvi i 35 ár samfleytt, stundum einn sins liðs, stundum við annan mann. Eftir þessa löngu vist hjá forsetaembætt- inu var Kristjón orðinn þjóðþekktur mað- ur,flestirlandsmenn könnuðust við Krist- jón á Bessastöðum, og ófáar eru myndirn- ar þar sem hann sést standa einkennis- Wæddur við forsetabilinn, þolinmóður og reiðubúinn biðandi eftir húsbónda sinum. Ef slikt er til einhvers ávinnings metið er þvi engin hætta á að mynd Kristjóns hverfi af oftnefndum sp jöldum sögunnar i bókstaflegum skilningi þeirra orða. Og mynd Kristjóns mun ekki heldur hverfaúr huga þeirra sem honum kynnt- ust. Persónulegir eiginleikar hans munu sjá til þess. Vil ég þá öðru fremur nefna hversu einlæglega hann gekk upp i starfi sinu og hve mjög hann fann til þeirrar á- byrgðar sem hann bar á lifi og limum for- setahjóna og fjölskyldu þeirra og lét sér vakinn og sofinn umhugað um velferð alls þess fólks. Þá bar hann og virðingu stað- arins á Bessastöðum mjög fyrir brjósti. Allt þetta tók hann mjög alvarlega, svo að mér er ekki grunlaust um að það hafi átt sinn þátt i að á honum sáust slitmerki nokkuð svo fyrir aldur fram. Ast hans á starfi sinu og forsetasetrinu var mikil og einlæg. Stundum heyrðist sagt að hann ætti jafnframt til að vera nokkuð heima- rikur þar á staðnum. En trúmennska hans og háttvisi sem forsetabilstjóra var óbrigðul og hjálpsemi hans^við forseta- fjölskylduna á hverjum tima var óþrjót- andi. farið saman en um það má segja að við erum sammála um velferðarmálin i fé- lagsmálastörfum okkar þó að okkur greini oft á um leiöir að settu marki. Haukur er erfiður andstæðingur en heið- arlegur. Hæfileikar hans og glöggskyggni koma best i ljós i'litlum hópi, enda beitir hann ekki lengur miklum ræðuhöldum. Ég met Hauk mikils sem vin og nágranna °g reyndar allthans fólk, og hin pólitiska baráttta hefir ekki megnað að læða þar kala á milli enda þótt oft sé fast deilt i ein- stökum málum. 1 flokki sinum hefir Haukur gegnt jímsum trúnaðarstörfum °g heyri ég ekkiannað en að hann hafi þar óskorað traust. A þessum timamótum vil ég færa Hauki heillaóskir og þökk fyrir samstarfið, og væntum við sveitungar og vinir hans að við megum enn njóta starfskrafta hans i framtiðinni. A seinni árum er bUskapur hans hefir óregist saman hefir Haukur starfað sem fangavörður i Reykjavik, og er hann gæt- inn og vinsæll i þeim störfum hjá þeim sem hlut eiga að máli, hvort heldur er um að ræða verði laganna ellegar hina, sem verður eitthvað á i samfélaginu. L-if heill. J.M.G. HUsbóndahollusta var aðalsmerki Kristjóns Kristjánssonar. Þess er mér ljúft að minnast nú þegar ég hugsa til langra samvista okkar á Bessastöðum. _ Ég og fjölskylda min kveðjum dyggan þjónustumann með þakklæti og vinarhug. Konu hans og heilladis, Guðbjörgu Þor- steinsdóttur, og allri fjölskyldu þeirra sendum við samUðarkveðjur. Kristján Eldjárn t Kristjón Kristjánsson fyrrum forseta- bilstjóri andaðist á Sólvangi Hafnarfirði 18. desember 1981 73 ára að aldri. Kristjón var fæddur 25. september 1908 að Traðarbúð i Staöarsveit. Foreldrar hansvoru hjónin Danfriður Brynjólfsdótt- ir og Kristján Pálsson. Þau eignuðust 17 börn og Kristjón fimmti i röðinni. Ungur að árum fluttist Kristjón til Reykjavikur og gerðist atvinnubilstjóri á Bifreiðastöð Steindórs og siðar á BSI. Sið- an fluttist hann að Bessastöðum og gerö- ist bifreiðastjóri þar 1941-1976. Kristjóni varð 5barna auðið, elsta dótt- irinKristinerbUsett i Ameriku. Hann var tvikvæntur. Með fyrrikonu sinni átti hann einn sonPál Braga, hann er kvæntur Stef- aniu Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn. Seinni kona hans er Guðbjörg Þor- steinsdóttir ættuð frá Vestmannaeyjum, og áttu þau þrjU böm : Steinu Kristinu gift Lárusi Jóhannssyni, eiga þau tvær dætur, Danfriði heitbundna Sverri Jónssyni, eiga þau einn son og Kristján Brynjólf, sem léstl4. janUar I981,aðeins 18 ára aðaldri. Viö hugsum til Guðbjargar og barnanna og þökkum þeim hvað þau hafa reynst honum vel i' hans veikindum. Margserað minnastog margt að þakka þegar viö kveðjum Kristjón, svo vel reyndist hann okkur alltaf. Astvinum öllum færum við á þessari stundu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Við minnumst Kristjóns með hlýhug og virðingu. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldan Sólheimum 32, Rcykjavik t Kristjón I.Kristjánsson var forsetabil- stjóri þpu 16 ár sem við þekktum til á Bessastöðum. Raunar var hann miklu meira en bilstjóri, þvi að með réttu má segja að hann hafi borið velferð staöarins svo fyrir brjósti, að hann vann það sem gera þurfti, eins og góður bóndi búi sinu. Hann unni staðnum og forsetaembættinu og gaf þeimaf heilum hug alla sina starfs- orku um meir en þriggja áratuga skeið. Kristjón réðst sem bilstjóri til Sveins Björnssonar rikisstjóra árið 1941. Stai faði hann sioan osnúo a Bessasiöðum i tið þriggja forseta, þeirra Sveins Björnsson- ar frá 1944 til 1952, Asgeirs Asgeirssonar frá 1952 til 1968 og Kristjáns Eldjárns frá 1968 til 1976, en þá lét Kristjón af störfum. Við vorum enn á bernskuskeiði, er við kynntumst Kristjóni, þegar afi og amma fluttust tii Bessastaða. Kristjón tók okkur þá strax eins og hann ætti i okkur hvert bein og spjallaði við okkur eins og gamla félaga. Hann var glettinn og talaði tæpi- tungulaust. Hann sýndi okkur slikt traust, að við kepptumst við að fá að ganga i verk með honum. Þessi vinátta treystist enn, þegarsonur Kristjóns bættist i hópinn. Þá eltu fjórir strákhvolpar Kristjón hvert sem hann fór, og hafa eflaust þvælst fyrir og truflað verkmanninn að störfum. En aldrei brást þolinmæði Kristjóns og alltaf hafði hann lag á að láta okkur verða að liði. Það var okkur holl lifsreynsla að kynnast þvf, hvernig þessi maður vann, natni hans og hugulsemi við hvert verk. Hann var sivinnandi allt þaö sem honum þótti stuðla að sóma og reisn staðarins. Greiðvikni og hjálpsemi Kristjóns var viðbrugðið. Kristjón var mikill bóndi i sér. Hann hafði yndi af skepnum og sérstakt lag á að umgangast þær. Nokkrar kindur átti hann, sem hann hirti ásamt kindum afa. Þeim, sem komu i fjárhúsið bar saman um að vart sæju þeir annars staðar vænna fé eða betur hirt. Margar voru ánægju- stundimar sem við áttum með Kristjóni i tóndastússi og i fjárhúsinu, þegar hann dyttaði að jötum og grindum. Allt varð snyrtilegt og haganlegt, sem hann fór höndum um. Við vorum tiðir gestir á heimili Krist- ■ jóns, þar sem hans ágæta kona, Guðbjörg, j reiddi fram góðgerðir i slsvanga strák- ana. Þau bjuggu fyrst i litilli risibúð á „Búinu” sem svo var kallaö, en fluttust siðan i nýtthús, er reist var þar i grennd.1 Heimili þeirra Guðbjargar varsmekklegt og hlýlegt,og virtust þau hjóninbæði hafa sama metnað fyrir hönd forsetaembættis- ins og reisn Bessastaða. Of t heyrðum við afa og ömmu tala um að Kristjón væri ómetanlegur fyrir Bessastaði. Traustariog samviskusamari ráðsmann var ekki hægt aö fá. Asgeir, Sigurður og Sverrir. Þeir sem skrifa minningar- eða af- mælisgreinar i ís- lendingaþætti, eru eindregið hvattir til þess að skila vélrit- uðum handritum. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.