Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 4
f. 1961, Guðrún Fanney f. 1963 og Hjördis Anna f. 1966. Börnin eru öll dugnaðarfólk. Eins og fyrr segir, starfaði Helgi hjá Samvinnutryggingum um fimm ára skeið. An efa hefði hann hlotið þar mikinn trúnað og verið íalin meiriháttar ábyrgðarstörf, ef hann hefði starfað þar áfram. En Helgi og Inga völdu aðra leið. Hann gerðist kaupfélagsstjóri og tók að sér framkvæmdastjórn fyrir Samvinnu- félagi Fljótamanna árið 1960. Það ár fluttu þessi ungu glæsilegu hjón með tvö börn frá góðum störfum i höfuðborginni norður til Haganesvikur. Fljótin eru fögur sveit og þar hefur margt breyst til batnaðar siðan árið 1960. En þá var vegasamband lélegt og hafn- leysi nær algjört. Svo byggðin var þá verulega afskekkt og einangruð frá næstu héruðum, sérstaklega á veturna. Það þurfti þvi verulegan kjark til að ráðast i þetta verkefni. En það gerðu þau og leystu það með prýði. Arið 1963bauðstHelga aö gerast fulltrúi kaupfélagsstjórans hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki. Réðist hann til þess starfs og gengdi þvi til ársins 1972. Leysti hann það starf með þeim hætti, að þegar Sveinn Guðmundsson lét af starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Skag- firðinga hinn 1. júli 1972 þótti Helgi sjálf- sagður eftirmaður hans. Kaupfélag Skag- firðinga er eitt af stærstu og umsvifa- mestu kaupfélögum landsins. Þar hafa löngum verið mikilhæfir menn kaupfélagsstjórar. Helgi Rafn reyndist fullkomlega verðugur þess að fylla þann hóp. Á þeim tæplega tiu árum, sem hann var þar kaupfélagsstjóri hafa stórvirki verið unnin, sem fá ein verða þó talin upp hér. Má nefna byggingu nýs sláturhúss, eins hins fullkomnasta á landinu, bygg- ingu nýrra frýstigeymslna, allsherjar endurbætur og að miklu leyti vélvæðingu mjólkursamlags kaupfélagsins, tank- væöingu hjá mjólkurframleiðendum i héraðinu og nú síðast stenduryfir bygging nýrra höfuðstöðva félagsins, þar sem m.a. er fyrirhuguð stórmarkaðsverslun. Þvi miður entist Helga ékki aldur til þess að ljúka þvi stóra verkefni. Helga voru um dagana falin margvisleg trúnaðarstörf svo sem hjá ungmenna- félögunum og iþróttahreyfingunni. Þá atti hann um tima sæti i Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Nokkuð starfaði Helgi að safnaðarmálum á Sauðárkróki og átti nokkrum sinnum sæti á kirkju- þingi. Undanfarin ár hefur Helgi verið fyrsti varamaður I stjórn Sambandsins. Enginn vafi er á að hans hefðu beðið fleiri og meiri trúnaðarstörf innan samvinnu- hreyfingarinnar, ef honum hefði enst lif til. Helgi mætti að sjálfsögðu á Sambands- og kaupfélagsstjórafundum, svo ogá fjöl- mörgum smærri fundum á vegum sam- vinnumanna. Hann var fundarmaður góður.hafði sig gjarnan nokkuð i frammi 4 og flutti mál sitt af hreinskilni, undir- hyggju- og tæpitungulaust. Hann var alltaf drengilegur i samskiptum og málflutningi og haföi breiða og hljóm- mikla rödd. Hann var maður skapmikill og talaði stundum af nokkrum hita. Helgi Rafn var drengur góður. Við kaupfélagsstjórarnir söknum hans mjög. Við söknum hans við okkar félagslega sameiginlegu störf. Við söknum þess að heyra ekki lengur hans þróttmiklu drengilegu rödd i simanum, þegar við gjarnan ræðum saman sameiginleg vandamál. Ég hefði kosið að samvinnu- hreyfingin hefði miklu lengur notið starfskrafta hans og þá fyrst og fremst samvinnumenn i Skagafirði. Um það «r ekki að ræða, og eina ráðið sem fyrir hendi er, er að sætta sig við orðinn hlut, þó með trega sé. Sárast er þetta auðvitað eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum. En hjá þeim hefur sorg og söknuður rikt um þessa mestu hátíð kristinna manna, jólin. Ég og kona min, Anna, vottum Ingu og fjölskyldu hennar dýpstu samúð og von- um að hækkandi sól og vorið framundan græði sárin frá svörtu skammdeginu. ólafur Sverrisson. + Er ég frétti lát frænda mins, Helga Rafns Traustasonar, sem svo snögglega var hrifinn á brott frá konu og börnum, aðeins44ára aðaldri,fannst mér dimma i kringum mig. Tilhlökkunin til jóla- hátiðarinnar, sem býr i huga ungra og gamalla, dvinaði og hugurinn dvaldi oftar en áður hjá f jölskyldunni á Smáragund 2, þar sem sorgin halði kvatt dyra á við- kvæmasta tima ársins, tima sem fjöl- skylduböndin eru hvað sterkust. Ég ætla ekki að rekja æviferil Helga, það gera aðrir betur. Hann var fæddur á Patreksfirði 18. april 1937, sonur hjónanna Rannveigar Jónsdóttur og Trausta Jóels- sonar vélstjóra. Annan son áttu þau, Rafn Reyni, fæddan 8. janúar 1932, en hann dó af völdum bruna 11. april 1933. Foreldrar Helga dóu með stuttu millibili þegar hann varaðeins 13 ára, móðir hans 17. des. 1950 og faðir hans 6. mai 1951. Þetta var þung raun svo ungum dreng. Hann dvaldist hjá móðurfbreldrum sinum og móðurfólki um tima, en sjálfstæðið kom fljótt i ljós hjá Helga, að standa á eigin fótum og það tókst honum. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum að Bifröst árið 1955, en varð kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki árið 1972 og bar hag þess mjög lyrir brjósti heima og heiman. Eftirlifandi konu sinni, Ingu Valdisi Tómasdóttur, kvæntist Helgi 12. október 1957. Stóð hún við hlið hans traust og dug- leg. Var heimili þeirra öllum opið sem þurftu að leita til Helga, sem var ærið oft. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn: Trausta Jóel, Rannveigu Lilju, Tomas Dag, Guðrúnu Fanneyju og Hjördisi önnu. Ég man fyrst eftir Helga, er hann kom á heimili foreldra minna, ungur piltur og sérstaklega myndarlegur. Var ekki laust við að ég, þá telpuhnáta, væri svolitið montin að eiga hann að frænda. Hann var sérstaklega frændrækinn og nutum við þess bæði hér heima og hjá þeim hjónum á Sauðárkróki. Heimili þeirra er sérstakt myndarheimili, þar sem gestrisni og góð- vild sitja I fyrirrúmi. Þetta viljum við frændfólkið i Bolungarvik þakka, og mamma þakkar bróðursyni sinum, konu hans og börnum alla hlýju og góðvild, er hún dvaldi hjá þeim og hér heima. Inga min. Við sendum þér, börnunum og tengdabörnunum innilegar samúðar- kveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur sty.rk og huggun. Minningin um góðan dreng geymist í hugum okkar allra. Aldrei cr svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að cigi geti birt fyrir eillfa trú. Matth. Joc. Kristný Pálmadóttir. t Röksemdir lifs og dauða eru okkur mönnunum ævinlega torskilin. Stundum kemur kallið til aldraðra og þjáðra sem kærkominn gestur, en svo slær maðurinn með ljáinn stundum til jarðar þar sem sist er við búist, og að þvi er okkur finnst stundum þar sem við sist megum við. Þegar við þurfum að sjá á eftir kærum vinum og félögum i blóma lifsins og i' fullu starfsþreki, stöndum við höggdofa eftir. Ráðþrota spyrjum við, en svörin liggja ekki á lausu. Dómnum verður ekki áfrýj- að. Vegferð okkar mannanna er lika mis- jöfn, sumir koma og fara án þess að skilja eftirsig djúp spor i verkum sinum á jarð- vistardögum sinum, en aðrir eru þannig gerðir, að fjöldi fólks setur á þá allt sitt traust til úrlausnar vandamála og verk- efna liðandi stundar. Þegar slikir menn kveðja, setur kviða og óhug að fjölda fólks, og vandamálin virðast hrannast upp eins og óveðursský við hafsbrún, þvi við erum orðin svo vön þvj, að þeir leysi fyrir okkur vandamálin að við fyllumst ótta og skelfingu. Slikan óhug setti að okkur Skagfirðing- um mánudaginn 21. desember s.l., þegar Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.