Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 13.01.1982, Blaðsíða 6
ungur og glæsilegur foringi. Helgi Rafn var fæddur 18. dag aprilmánaðar 1937, að Vatneyri við Patreksf jörð. Foreldrar hans voru hjtínin, Rannveig Lilja Jóns- dóttir og Trausti Jóelsson vélstjóri. Helgi Rafn skipaði sér ungur i raðir samvinnumanna. 1 námsárunum vann hann á sumrin hjá Kaupfélagi Patreks- fjarðar og SÍS. Að loknu námi i Sam- vinnuskólanum 1955 hóf hann störf hjá Samvinnutryggingum og vann þar til 1960, er hann réðist kaupfélagsstjóri við Samvinnufélag Fljótamanna i Haganes- vík. Til Sauðárkróks flytur Helgi Rafn 1963, og htíf þá störf hjá Kaupfélagi Skag- firðinga sem fulltrúi Sveins Guðmunds- sonar kaupfélagsstjóra. Sveinn lét af starfikaupfélagsstjóra 1972 og Helgi Rafn tók þá við. Þar um þurfti engar vanga- veltur. Helgi hafði kynnt sig þannig i starfi, að það var talið jafn eðlilegt af kaupfélagsstjóra, stjórn og félagsmönn- um almennt, að Helgi tæki við hinu vandasama starfi, eins og þegar gjörfi- legur sonur tekur við búi foreldra. Og Helgi Rafn brást ekki vonum mjnna. Hann varstórhuga og framsækinn stjórn- andi, en gætti þó jafnan fyrirhyggju, skoöaðimálin veltóksiðan ákvarðanirog vildi láta verkin ganga, enda sjálfur harð- duglegur og ósérhlifinn. Nú, sem reyndar oft áður, eru óvissu- timar um afkomu og gengi atvinnuvega og lifskjara i landi okkar. En samvinnu- menn i Skagafirði voru bjartsýnir um hag kaupfélagsins. Þeir vissu að þegar Helgi var við stýriö, yrði siglt framhjá skerjum og boðum og þó að veöur og sjó- lag þyngdist kæmi hann skipi sinu heilu tilhafnar.Enþákemur áfallið. Lifsljós er slökkt. Giæsilegur foringi, öruggur stjórnandi, atorkumaðurinn, sem geislaði af lífsorku erkallaðurbak viö t jaldið, sem skilur heimana. Nú stendur opið skarð i brjóstvöm skagfirskra samvinnumanna — íbrjóstvörn íslenskrar samvinnuhreyf- ingar. Það skarð er vandfyllt. En eigi skal missa móðinn. Illa sæmdi það minningu hins látna foringja. V iö hljótum að treysta þvi að gifta og blessun fylgi áfram starfi og starfsfólki Kaupfélags Skagfirðinga. Að þvimarki hníga óskir og bænir héraös- búa. Eins og fyrr getur var Helgi Rafn vest- firðingur að ætt og uppruna. En eftir meira en 20ára dvöl iSkagafirði átti hann þar traustar rætur. Velferð og framtið þessa héraös átti hug hans, það sýndi hann ljósast i starfi sinu. Skagfirðingar litu lfka jafnan á Helga sem Skagfirskan son og harma hann sem slikan. Vestfirð- ingar, sem ilendst hafa i Skagafirði hafa oft áður reynst Skagfirðingum heilla- menn. Már þar minna á höfðingjann Her- mann á Mói og Þorstein Hjálmarsson I Hofsósi, sem báðir komueinnig mjög við sögu samvinnumála i' héraði okkar. Hér mun ég ekki telja þau margháttuöu verkefni, sem Helgi Rafn vann að og 6 hrinti i framkvæmd á vegum kaupfélags- ins. Það yrði langur listi. Læt nægja að nefna nýbyggingu félagsins á verslunar- og skrifstofuhúsi, sem nú er i smiðum. Það hús mun ætið tengjast nafni Helga Rafns. Sg munheldur ekki nefna þau fjöl- mörgu trúnaðarstörf sem Helga voru fal- in, utanhéraðs og innan og ekki tengdust beint kaupfélaginu. Það yrði einnig löng upptalning, þvi' að Helgi átti hvarvetna traust þeirra er honum kynntust. Helgi var einlægur félagshyggjumaður. Framganga hans einkenndist af góðum gáfum, atorku og drengskap. Handtak hans var hlýtt og trausteins og maðurinn sjálfur. Hann var höfðingi heim að sækja og gleðimaður i góðra vina hópi. Með Helga var ætið gott að vera. Ég vil þakka þeim forlögum, er sendu Helga Rafn til Skagafjarðar. Eg þakka allt hans starf fyrir Kaupfélag Skagfirð- inga. Ég þakka allt það samstarf er við áttum, og ég þakka kynnin við manninn Helga Rafn. Enn hefi ég ekki getið i þessum linum þeirra, sem mest hafa misst, konunnar hans og bamanna þeirra fimm. Ung gengu þau ihjónaband Helgi Rafn og Inga Valdis Tómasdóttir, Sigvaldasonar loft- skeytamanns i Reykjavik og konu hans Magneu Dagmar Sigurðardóttur. Ungu hjónin gengu einhuga og bjartsýn út i lifið og samferð þeirra varð hamingjuganga. Inga Valdis er mikilhæf mannkosta- manneskja, er bjó manni sinum og börn- um hlýtt og fagurt heimili. Húsakostur skipti þar litlu máli. Innan dyra rikti and- blær ástúðar og umhyggju, um það sá Inga. Börn þeirra eru ialdursröð: Trausti Jóel, Rannveig Lilja, Tómas Dagur, Guðrún Fanney og Hjördis Anna. Ég vil þakka þér Inga fyrir það, sem þú varst manni þinum. An þins stuðnings og heimilisins, sem þú bjóst honum, hefði hann ekki getað unnið allt svo vel, sem hann gjöröi. Ég bið Guð að styöja þig og börnin og ástvini alla i sorg ykkar. Ég er einn úr hópi þeirra manna, sem trúaþvi.að lifvortog starfhaldiáfram og leiti aukins þroska, þótt til jarðar hverfi þaö, sem af jörð er komið. Ég efast ekki um, að sá vinnufúsi maður Helgi Rafn haldi áfram starfi á nýjum vinnustað. Starfi i þágu ljóss og lifs. Það mun halda áfram að gróa af verkum hans. Gunnar Oddsson. t Mánudagskvöldið 21. des. s.l. barst fjölskyldu minni sú harmafregn að Helgi Rafn Traustason hefði látist á heimili sinu, siðla sama dags. Hvilikt reiöarslag. Fjölskyldan var harmi slegin. Gat þetta verið satt, Helgi Rafn dáinn, svo hraustur og hress sem hann virtist þegar hann leit við ásamt Ingu konu sinni á leiö um Borg- arfjörðinn, nú fyrir skömmu. Við gátum ekki og vildum ekki trúa svo bitrum sann- leika. Hugurinn hvarflaðitil vinanna fyrir norðan, Ingu Valdísar og barnanna þeirra fimm sem nú lifðu þá miklu sorg að sjá á bak ástkærum eiginmanniog leiðandi og skilningsrikum föður. Helgi Rafn var Vestfirðingur að upp- runa, fæddur á Vatnseyri við Patreks- fjörð, þ. 18. april 1937. Foreldrar hans voru Rannveig Lilja Jönsdóttir og Trausti Jóelsson, vélstjóri. Ungur að árum fluttist Helgi með for- eldrum sinum til Reykjavikur, en móðir hans var þá farin að heilsu og var henni nauðsynlegt að vera i nálægð heilsugæslu- stofnana. Trausti stundaði sjóinn, sigldi á togurum, striðsárin og var traustur og dugandi sjómaður og vel látinn af félög- um si'num. En samvistir fjölskyldunnar urðu ekki langvinnar i Reykjavik. Skömmu fyrirjól árið 1950 lést móðir hans og aðeins hálfu árisiðar missti hann föður sinn. Slik lifsreynsla hefði mörgum ungl- ingi orðið ofraun og vissulega hefur þessi mikli missir markað djúp spor i sálarlif þessa unga drengs. En hamingjan hafði ekki alfarið snúið við honum baki. Eftir fráfall foreldranna ólst Helgi upp hjá móðursystur sinni, Mörtu Jónsdóttur, sem reyndist honum sem besta móðir. Það var Helga mikil gleði að geta siðar á lifsleiðinni endurgoldið Mörtu umhyggju hennar meö einstakri alúð og hjálp i henn- ar garð hvenær sem hann gat þvi viðkom- ið. Kynni tókust með okkur Helga fy rir nær þrem áratugum er við stunduöum nám við Samvinnuskólann, sem þá var til húsa á efstu hæö Sambandshússins við Sölv- hólsgötu og var enn stjórnað af hinum aldna þjóðskörungi Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Helgi var góður námsmaður og ákaf- lega opinn og mtíttækilegur fyrir speki lærimeistarans, sem fjallaði um þjóðfé- lags- og samvinnumál af miklum eld- móði. Jtínasi var iagið að plægja akur sinna stóru hugsjóna af kostgæfni, enda árangurinn ifullu samræmi við það. Hvar sem litið var i þjóðli'finu var hægt að merkja uppskeru hugsjóna þessa merka leiðtoga samvinnumanna. Helgi Rafn var einn þeirra lærisveina Jónasar frá Hriflu sem með sanni mátti kallast merkisberi. Sannurmerkisberi hugsjóna samvinnu og samhjálpar, sem voru honum svo eðlis- lægar og samræmdust svo vel hans ein- lægu trú og velvild i garð samferðar- mannanna. Árið 1960, þá liðlega tvitugur að aldri fluttist hann með f jölskyldu sina I Skaga- fjörð og gerðist kaupfélagsst jóri hjá Sam- vinnufélagi Fljótamanna i Haganesvik, þá li'klega yngsti kaupfélagsst jóri i land- inu. Skagfiröingar kunnu velað meta dug og kjark ungu hjónanna sem rifu sig upp frá björtum borgarljósunum til að takast á viðhin fjölbreytiiegu verkefni sem slikt íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.