Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Page 9

Íslendingaþættir Tímans - 18.05.1983, Page 9
bændaskólann á Hvanneyri á haustnóttum 1942 voru þessar systur í hópi nýráðinna þjónustu- stúlkna. Kynni okkar urðu góð og leiddu til þess að Sigrún fór með mér vestur að ísafj arðardjúpi þar sem við gengum í hjónaband og bjuggum um tveggja ára skeið. Þessi atburður átti eftir að valda straumhvörfum í lífi Hölmfríðar og þar með varð ég einskonar örlagavaldur í lífshlaupi hennar. Sumarið 1945 ræðst hún vestur að Djúpi, sumpart til systur sinnar og sumpart í kaupavinnu á nágrannabæ. Þá var yngsti bróðir minn enn í föðurgarði. Þarf ekki að orðlengja það að með þeim Hólmfríði og Ólafi urðu þau kynni er leiddu til hjónabands þeirra og samfylgdar, uns yfir lauk. Þegar Hólmfríður kom vestur bar hún undir belti v.ísi að nýju lífi. Jafnframt var það ljóst þá þegar, að væntanlegur einstaklingur myndi ekki binda foreldrana í sambúð. En skilningur Hólm- fríðar og síðan ákvörðun í því máli varpar skýru ljósi á kjark hennar og mannkosti. Eldri systir hennar, Aðalheiður, hafði um skeið búið með eiginmanni sínum, Ottó Oddssyni, á Nesi í Loðmundarfirði án þess að þeim yrði barna auðið. Nú verður það niðurstaða hinnar ungu móður að þessi systir hennar taki barnið nýfætt og fóstri það upp. Með þessari ákvörðun var hún ekki einasta að tryggja sem best framtíð þessarar nýfæddu dóttur sinnar, heldur að færa ljós og hamingju inn á barnlaust heimili systur sinnar. Gunnhildur Gunnarsdóttir varð augasteinn fóst- urforeldra sinna og hlaut ástúðlegt og heilbrigt uppeldi, jafnframt því að halda órofa sambandi við móður sína og hálfsystkini. Það sem um tíma gat litið út fyrir að skapað gæti vandamál, varð þvert á móti gleði og hamingjuleið fýrir alla, enda þótt engum dyldist að móðirin unga færði stóra fórn. Manndómur hennar og góðvild var hetjuleg og ósjálfrátt verður manni hugsað til æskuheimilis hennar og þeirrar mótunar sem það veitti. Gunnhildur hefur reynst hinn nýtasti borgari og kippir greinilega í kynið. Hún er snyrtifræðingur, gift Magnúsi Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. Ólafur og Hólmfríður settu saman bú á Seyðisfirði og bjuggu þar um skeið. Þau gengu í hjónaband 1947. Hólmfríður hafði einn vetur dvalist á húsmæðraskólanum á Staðarfelli og varð sú skólaganga henni sérlega dýrmæt og notadrjúg. Er mér kunnugt um að skólasystur hennar mátu hana mikils. Það kom líka vel í ljós að hún hafði marga góða kosti til að bera sem móðir og húsfreyja, þegar bún síðar á lífsleiðinni þurfti að standa fyrir mannmörgu heimili. Þeim Ólafi varð 6 barna auðið. Eru þau öll manndómsfólk og hafa hvert á sínu sviði reynst traustir einstaklingar. Elstur þeirra er Eyþór. Hann er húsasmiður, giftur Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur frá Húsey. Þau eiga eina dóttur. Næstur er Sigurður, húsasmiður og bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, giftur Kristrúnu Pálsdóttur frá Aðalbóli. Þau eiga fjögur börn. Baldur Snær er hinn þriðji, kennari í Reykjavík, giftur Þóru Kristínu Jónsdóttur kennara. Þau eiga eitt barn. Niaría Rebekka er næst í röðinni, heitin Þórarni Þórhallssyni frá Kirkjubóli. Yngsteru Aðalheiður °g Einar, sem bæði eru á skólaaldri og búa í foreldrahúsum. Eftir ársdvöl á Seyðisfirði fluttu þau Ólafur og Hólmfríður tii Loðmundarfjarðar og hófu búskap 'slendingaþættir á Klyppsstað, að nokkru í félagi við Einar og Þóreyju. Þá var í uppsiglingu nýtt framfaraskeið í íslenskum landbúnaði sem hlaut að ná til allra þeirra sveita er bjuggu við sæmileg skilyrði. Enda þótt Loðmundarfjörður sé í sjálfu sér kostasveit á margan hátt, voru á þessum tíma nokkur merki um þverrandi byggð. Því olli fyrst og fremst einangrun. Ekkert vegasamband var við sveitina og ekki sýnileg merki um úrbætur í bráð og sama var að segja um aðstöðu til samgangna á sjó. Reyndin varð líka sú að byggð grisjaðist á ótrulega skömmum tfma. Ólafur og Hólmfríður voru meðal þeirra fyrstu sem áttuðu sig á því hvert stefndi. Þau fluttust upp á Hérað árið 1951 ásamt börnum sínum og þeim Einari og Þóreyju, sem eftir það voru hjá þeim allt þar til Þórey lést. 'Þau tóku á leigu jörðina Miðhús þar sem þau bjuggu til 1957, en þá keyptu þau samvinnubúið Búbót í Egilsstaðakauptúni og ráku það um 10 ára skeið. Þessi búskaparsaga öll var á ýmsan hátt erfið. Húsakynni á Klyppsstað voru mjög slæm. Gamalt illa byggt steinhús, kalt og án miðstöðvar. Það varð höfuðviðfangsefni þeirra á Klyppsstað að bæta úr þessu og kom sér vel að Ólafur var vel verki farinn. Hann steypti utaná húsið, lagði í það hitalögn og bætti það á ýmsan veg. En árferði og ýmis óhöpp hjálpuðust að við að binda enda á búskapinn í Loðmundarfirði. Ef til vill hefur blundað með Einari og Þóreyju dulin þrá eftir Héraðinu sínu og þau ekki latt þeirrar ráðstöfunar að flytja uppyfir. Á Miðhúsum voru einnig erfið skilyrði á ýmsan hátt. íbúðarhús gamalt, gisið timburhús, óupphit- að og aðrar byggingar mjög vanbúnar. En sama sagan endurtók sig.. Ólafur lagði miðstöð í húsið og bætti á annan hátt og fjölskyldunni leið vel. Börnunum fjölgaði, en Hólmfríður var mjög léleg til heilsu um nokkurt árabil. Búið var lítið og gaf ekki nægilegt af sér. Þess vegna var sú niðurstaða að kaupa Búbót og flytja reksturinn ofan í kauptúnið. En þar var ekkert íbúðarhús handa fjölskyldunni. Þórey lést 1956 á meðan þau voru enn á Miðhúsum, en Einar var hjá þeim áfram og vann heimilinu dyggilega meðan hann gat. Á þessum sama tíma var ungur maður að byggja sér íbúðarhús í Egilsstaðakauptúni. Hann hafði nýlega misst konu sína og stóð uppi með tvö ung börn 6 og 8 ára. Þetta var Haraldur Gunnlaugsson frá Hreiðars- stöðum í Fellum. Þá voru kostir færri á Egils- stöðum en síðar varð og ekki fýsilegt fyrir mann með tvö börn að koma sér fyrir í nýju umhverfi. Niðurstaðan varð sú að Haraldur fékk aðhlynn- ingu fyrir sig og börn sín hjá þeim Ólafi og Hólmfrfði, en þau fengu aftur húsnæði í húsi því, sem Haraldur var að byggja í þorpinu. Mátti segja að þetta væri gagnkvæm hjálp og ekki skal gert lítið, úr þætti Haraidar í því efni. En það var augljóst að þetta var fyrst og fremst mál sem reyndi á húsmóðurina. Til viðbótar sinni fjöl- skyldu, sem var 6 manns, kom nú þriggja manna fjölskylda. - Þar af tvö börn. Þarna kom mann- dómur og fórnfýsi Hólmfríðar greinilega fram. Ég fullyrði að börn Haraldar nutu góðrar umönnunar hennar eftir því sem tilefni frekast gafst til og skapaði þeim og föður þeirra öryggi, sem var þeim öllum dýrmætt. Samkomulag og allur heimilis- bragur var líka til sóma og enn get ég ekki varist því að renna huga til þeirrar fyrirmyndar, sem ávallt hlýtur að valda mestu þegar á reynir - uppeldisáhrifanna. Þessi samvinna þeirra Harald- ar og hjónanna í Þórsmörk var farsæl og stóð allt þar til Haraldur kvæntist á ný. Þá voru þau Hólmfríður og Ólafur farin að byggja sitt hús á landi því, ser þau ráku búskap sinn á og fékk um það leyti skráningu sem lögbýlið Útgarður. Þeim rekstri var að vísu hætt laust fyrir 1970, enda þandist byggðin þá óðfluga út og hefur nú teygt sig yfir allt það land, sem áður voru tún. En húsið þeirra stendur enn á sínum stað og ber nafn býlisins og við það nafn hefur fjölskyldan verið kennd síðan. Þegar börnin voru öll komin yfir fermingaraldur og sum að vísu komin með sín eigin heimili, fór Hólmfríður út á vinnumarkaðinn og vann síðustu fjögur árin í prjónastofunni Dyngju, þrátt fyrir fremur erfitt heilsufar. Þar vann hún af sinni meðfæddu skyldurækni og vandvirkni allt til síðasta dags. Hún kenndi sjúkleika fimmtudaginn 14. apríl og var flutt til Reykjavíkur þann dag, en að morgni laugardags var hún öll. Útför hennar fór fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 23. sama mánaðar að viðstöddu fjölmenni. Saga Hólmfríðar Einarsdóttur varð ekki sérlega löng. Það er ekki sagan um konuna sem berst mikið á, eða olnbogar sig í gegnum lífið. Hún sóttist ekki eftir völdum né vegtyllum. Þvert á móti er saga hennar gott dæmi um hina hógværu hetju hversdagslífsins, sem í engu mátti vamm sitt vita. Slíkra er Ijúft að minnast. Kjarninn í kristinni trú er sú vissa að líf haldi áfram að loknu því, sem við þekkjum. Margir eru sannfærðir um að svo sé og hafa jafnvel á takteinum dæmi er sanni það„ Þá hefur það ennfremur verið boðað, að jarðvistin hér sé aðeins lítið brot af þeirri framþróun, sem okkur sé öllum áskapað að ganga í gegnum og stefni til aukins þroska á næsta tilverustigi. Þar skipti engu völd eða vegtyllur. Manngildið sé þar hin eina mælistika er gildi hafi. -„embœtti þitt géta allir séð, en ert þú sem ber það, maður?" segir skáldið Einar Benediktsson. Ég trúi því að þessar kenningar séu réttar, en 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.