Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 3
Guðmunda Þ. Gísladóttir Fædd. 24. fcb. 1944. Dáin. 31. jan. 1984. Systir mín. Þessi tvö orð hafa ákveðna þýðingu í huga mínum. Fallegstúlka, dökkhærð, brúneygð og brosmild. Alúðleg í framkomu. Þrátt fyrir 10 ára aldursmun áttum við margt sameiginlegt. Hún tók alltaf vingjarnlega á móti mér og gaf sér tíma til að hlusta á íitlu systur sína, þó hún væri önnum kafin ung móðir og húsmóðir. Ég passaði stundum börnin hennar sem urðu eins og systkini mín. Árin liðu. Ég fluttist til útlanda, eignaðist fjölskyldu og heimili. Samskiptin minnkuðu, það varð erfiðara að hittast. Báðar vorum við með börn, bæði lítil og stór, og það varð lítið úr bréfaskriftum. En þá sjaldan við hittumst þá fann ég hve vænt okkur þótti um hvor aðra og hve skyldar við vorum. Slíkar tilfinningar eru dýrmæt- ar og gefa manni orku og hugrekki þegar fjarlægð- in frá föðurlandi og fjölskyldu er mikil. Mig hefur undanfarin ár dreymt um að fá að sýna systur minni nýja heimilið mitt. Séð okkur saman dásama náttúruna, hlæja saman, gráta saman, ræða sameiginlegt starf okkar. En sá draumur varð aldrei að veruleika. Ég kveð Gummu systur mtna hinstu kveðju í djúpri sorg. Söknuðurinn er sársaukakenndur, við áttum svo margt ógert saman. Ég þakka fyrir þá vináttu og umhyggju sem hún alltaf sýndi mér og fjölskyldu minni. Ég bið góðan Guð að veita börnum hennar og föður þeirra, barnabarni, foreldum og ömmu, öllum ættingjum og vinum, styrk og frið og huggun í sorg þeirra. Blessuð sé minning hennar. Margrét Gyða Gísladóttir Wangen. Þá hafði hún misst móður sína. Seinna var hún mikið hjá foreldrum mínum. meðan við systkinin vorum að alast upp. Og seinustu árin í Skálholts- vík var hún ráðskona hjá bróður mínum, sem hafði misst konu sína frá tveimur ungum börnum. Gunna eignaðist eina dóttur, Guðnýju, sem býr hér í Reykjavík. Til hennar og eiginmanns hennar. Benedikts Þórðarsonar fluttist hún árið 1951 og dvaldi hjá þeim eftir það. Aðeins fimm síðustu vikurnar dvaldi hún á Borgarspítalanum. I mörg ár hafði hún góða heilsu og gat hjálpað Guðnýju m eð heimilið, þar sem hún þurfti að vinna úti. Og í ellinni naut hún frábærrar um- hyggju og ástúðar allrar fjölskyldunnar þar til yfir lauk. Gunna bar alla tíð mikla tryggð til æskustöðv- anna og fór norður á sumrin meðan hún hafði þrek til. Að lokum þakka ég elsku Gunnu alla ástúð við mig og tryggð við okkur systkinin alla tíð. Guð blessi hana. Sigríður J. Jóhannesdóttir. í minningu Guðmundu Gísladóttur, með kveðju frá foreldrum, ömmu og börnum og harnahörnum. Kæri faðir klökkvi er í hjarta komin er nú hinsta kveðjustund Guðmunda, við geymum mynd svo bjarla er fyrstu árin gekkst við föðurmund. Mamma vill þér þakka mörgu áriit, minningarnar yljað fá í dag. Við trúum þvi að Droltinn þerri tárin Hann til sín tekur þig um sólarlag. Amma þakkar allar liðnar stundir, alltafmun oss ylja minningin. Síðar munu sœlir endurfundir, sofðu I friði sólargeislinn minn. I Hafnarfirði undir þínum hag, en harður skóli lífið reyndist þó. Þú áttir gott og göfugt Itjartalag, og Guð einn veit hvað innifyrir bjó. Þú ert laus við erfiði og okið, ekkerl meira angrar huga þinn. Ævi ungrar konu er itú lokið, umvefhana elsku Drottinn minn. Elsku mamma, orðin ekkert megna, er kveðjum við þig nú i Itinsta sinn. Höfði drúpum spyrjum við hvers vegna og tárin falla á hvílubeðinn þinn. Þú mikli Drottinn megnar allt þinn kraftur. Þú mildar sárin, Ittigir sefast fljótt. Elsku mamma, Ó við sjáumst aftur, og að lokum bjóðum góða nótt. Karl Vignir Þorsteinsson. t Mig langar að minnast vinnufélaga og vinar, Guðmundu Þ. Gísladóttur. Gumma, eins og við kölluðum hana, var'fallcg stúlka og indæl, sem ekki var hægt annaðen þykja vænt um og það þótti okkur öllum, scm unnum með henni á húðlækningadeildinni á Vífils- stöðuni. Hún vargóður sjúkraliði, scm gaman var að vinna með. Ekki var ævin löng, aðeins tæp 40 ár, er hún var kölluð burtu og hennar tími á jörðinni liðinn. Kallið er komið kontiit er nú stundin yinarskihtadar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja viniitn siim látna er sefur hér hinn síðasla blund. ( V.Briem.) Ég veit. að hennar er sárt saknað af mörgum. En höfum það hugfast, að nú líður henni vel. Ég bið góðan guð að styrkja börnin hennar, ömmu- barnið. sem hún var svo hreykin af, foreldra og aðra ættingja. Megi henni vegna vel í landi Ijóss og friðar. Fyrir hönd okkar samstarfsfólks hennar á Vífilsstöðum kveð ég hana með þessu versi: „Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðti þökk fvrir alll og allt. Gekksl þú með guði, guð þér nú fylgi, Itans dýrðarhnoss þú liljóta skalt." (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Olafía Ingvarsdóttir. Leiðrétting í minningargrein um Kristínu J. Guðmunds- dóttur, sem birtist í íslendingaþáttum 8. febrúar sl., 6. tbl., urðu tvær villur, sem þarf að leiðrétta. Fyrir framan greinina er rétt farið með fæðingarár Kristínar. Inni ígreininnierhinsvegarsagtaðhún hafi fæðst þ. 27. nóv. 1984, en á að sjálfsögðu að vera 1894. Þá er síðar í greininni sagt frá því að harðindaárin í kringum 1920 hafi lagst þungt í Laxdælinga. Þar á að standa að þau ár hafi lagst þungt á Laxdælinga. íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.