Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 9
Guðfinna Stefanía Sigurðardóttir Fædd 4. nóvember 1901 Dáin 19. janúar 1984 Jarðsungin frá Óiafsfjarðarkirkju 26. janúar 1984. Með þessum línum langar mig að minnast ömmu minnar Guðfinnu Stefaníu Sigurðardóttur frá Ólafsfirði. Hún fæddist í Garði, Ólafsfirði, dóttir hjónanna Önnu Jóhannesdóttur og Sigurðar Baldvinssonar. Hún var ein af átta börnum þeirra hjóna og auk þess átti hún einn fósturbróður. Af þessum syst- kinahóp eru nú aðeins tvö á lífi, Anna er dvelur á eiliheimilinu Hornbrekku og Kristinn er býr á Vesturgötu 5, Ólafsfirði. Fósturbróðirinn, Júlíus Stefánsson, býr í Stykkishólmi. Amma fór snemma að heiman til að vinna fyrir sér og vann við ýmiss störf fram að því að hún stofnaði sitt eigi ð heimili. Hún giftist 11. j ún í 1927 Gunnari Ásgrímssyni frá Karlsstöðum í Ólafs- firði, en hann lést 11. desember 1981. Þau hófu búskap að Reykjum í Ólafsfirði og bjuggu þar í sjö ár, en þá fluttu þau í Ólafsfjarðarkaupstað. 1942 byggðu þau húsið að Ólafsvegi 13 og bjuggu þar ávallt síðan. Amma og afi eignuðust tvo syni, Anton, kvæntur Sveinhildi Torfadóttur, búsett í Kópavogi og Ásgrímur kvæntur Ástu Björnsdótt- ur, búsett á Akureyri. Þá ólu þau upp Höllu Gísladóttur, gift Guðlaugi Eyjólfssyni, busett í Keflavík. Amma og afi voru afar samhent og dugleg: að skapa sér og börnum sínum gott og hlýlegt heimili, en oft kostaði það mikla vinnu og erfiði. Þó mun þeim hafa veitst eina erfiðast er afi þurfti að sækja vinnu í aðra landshluta en hann fór marga vetur til vinnu suður á land og var þá að heiman í 4-5 mánuði og þurfti amma þá að sjá ein um heimilið og hefur það verið án efa mikið og erfitt verk, en hún mun ekki hafa kvartað, það var ekki hennar vcnja. Ég var 4 ára er ég dvaldi fyrst sumarlangt hjá ömmu og afa og síðan á hverju sumri fram undir fermingu. Það var alltaf mikið tilhlökkunarefni að fá að fara með afa norður á vorin og vera hjá þeim. Ef til vill hefur það verið mér hin eina sanna mynd um vorið. Ekki þurfti ég að kvíða einmanaleik hjá þeim, því þau höfðu ávallt mikið af börnum í kringum sig, bæði barnabörn og önnur er þau tóku í lengri eða skemmri tíma til sín. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að börn voru þeirra yndi. Amma hafði gaman af söng og lestri bóka og las mikið einkum seinni árin. Síðustu æviárin átti amma við vanheilsu að stríða og mun bæði oft hafa gengið sárþjáð til verka, en hún lét ekki bugast,til þess var dugnaður hennar og skapfesta of mikil. Árið 1982 var elliheimilið Hornbrekka á Ólafs- firði tekið í notkun, og þar höfðu amma og afi vonast til að eyða ævikvöldinu saman, en örlögin komu í veg fyrir að svo gæti orðið. Amma flutti þangað við opnun þess og /bjó þar í sambýli með systur sinni Önnu. Voru þær mjög samrýmdar og vil ég þakka Önnu ómetanlega ummönnun við ömmu í veikindum hennar. Ég hitti ömmu síðast síðastliðið sumar, er hún kom suður á land og voru það að vanda ánægjuleg- ar samverustundir. Ég vil þakka ömmu allar þær samverustundir sem ég og fjölskylda mín áttum með henni á liðnum árum og ekki síst nú í sumar. Ég bið guð að styrkja börn, tengdabörn og barnabörn. Ég veit að söknuður þeirra er mikill. Guð blessi minningu þína amma mín. Torfi Karl Antonsson. Lára Guðbrandsdóttir, Vestra-Skaganesi, Mýrdal Fædd 1. janúar 1914 Dáin 5. febrúar 1984 Nú er hún Lára á Nesi dáin og litli dalurinn hennar stendur eftir fátækari en áður. Með þessum lítilfjörlegu kveðjuorðum langar mig að tjá þakklæti mitt fyrir þá hlýju og alúð sem ég og mín fjölskylda urðum ævinlega aðnjótandi af hennar hendi. Mér er ljúfast að minnast Láru frá þeim árum þegar ég sem ungur drengur dvaldi sumarlangt að Nesi og veikindi hennar sem seinna gerðust svo illvíg höfðu ekki enn náð yfirhöndinni. Á þessum árum dvaldist fjöldi barna um lengri eða skemmri tíma að Nesi og ég veit að Lára var þeim afar góð og mörgum þeirra var hún trúnaðarvinur. Ég minnist þess alltaf hversu gaman var að segja henni frá hugðarefnum mínum scm vöktu nú ekki ÍSLENDINGAÞÆTTIR alltaf áhuga fullorðna fólksins. Lára hafði alltaf skap til að hlusta, tala og setja sig inn í málin þó ekki væru þau alltaf stórvægileg. Hún sýndi áhuga, sem manni þótti oft vanta hjá öðrum fullorðnum og saman gátum við velt vöngum heillengi yfir vandamálum og hugdettum úr heimi barnsins. Það voru holl kynni fyrir ungan svein að kynnast Láru á þessum árum og allri hennar afstöðu. Fólkið, vinnan, dýrin og landið, allt var þetta henni mikils virði. Lára Guðbrandsdóttir fæddist að Loftsölum í Mýrdal þann 1. janúar 1914 dóttir hjónanna Elínar Björnsdóttur húsfreyju og Guðbrands Þorsteinssonar bónda og vitavarðar. Hún ólst upp í hópi 15 systkina sem öll komust á legg. Á þeim tíma voru sveitirnar iðandi af mannlífi, sveita- heimilin fjölmenn og straumurinn í þéttbýlið ekki kominn á það stig sem seinna varð. Lífið í sveitunum var fjölskrúðugt með öflugu félagslífi og samgangi manna í millum og oft var glatt á hjalla. Mér er næst að halda að uppvaxtarskilyrði 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.