Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 12
Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttir Fædd 2. nóvember 1915 Dáin 29. desember 1983 Góð vinkona mín og móðursystir, Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttir. hefur verið kvödd frá okkur, af þeim sem öllu ræður og stjórnar. Já, þannig er lífið og enginn veit hver næstur fer til æðri heima. Alla vega grunaði mig það ekki er ég hringdi heim til hennar stuttu fyrir jól að það yrði okkarsíðasta samtal. Spaugsöm að vanda ræddum við um heima og geiina þar til ég bað urn að fá að ræða við strákinn hennar, þá svaraði hún að bragði, hvorn, þann svarta ferfætta eða hinn. Ég kvaðst lítið geta talað við hundinn í síma en þætti vænna ef nafni minn gæti komið. Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttir, éða Gígja, eins og hún var oftast kölluð, fæddist á Grund í Evjafirði 2. nóvember 1915, dóttir hjónanna Valgerðar Magnúsdóttur Sigurðssonar bónda á Grund og Hólmgeirs Þorsteinssonar frá Ytra- Dalsgerði í Saurbæjarhreppi, er oftast var kennd- ur við Hrafnagil. Þriggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Dalvíkur en þar hafði faðir hennar fengið starf við rekstur útibús KEA á staðnum. Frá Dalvík fluttist svo fjölskyldan aftur að Grund og síðar að Hrafnagili, í sömu sveit, og stundaöi þar bústörf allt til þess dags, er þau flytja til Akureyrar um 1938. Snemma kom í ljós handlagni Guðrúnar og hefur það eflaust átt sinn þátt í því að hún innritaðist í Húsmæðraskólann á Blönduósi árið 1933-34 og þar er, að hún kynnist eftirlifandi eiginmanni sínum, Páli Gunnarssyni, kennara og bóndasyni frá Pverárdal þar í sýslu, einstökum sómadréng. Gengu þau í hjónaband 20. maí 1944 og hófu búskap í Munkaþverárstræti 23 en byggðu sér síðar myndarheimili að Helga- magrastræti 40 hér í bæ. Elst er Guðrún fjögurra systra, þeirra Stein- gerðar, Kristjönu og Hólmfríðar. Mikill sam- gangur og óvenju gott samband var á milli þeirra systra og veit ég að þeirn eftirlifandi systrum hennar er nú þungur harmur. Prjú börn áttu þau Guðrún og Pált. Dreng er þau misstu stuttu eftir fæðingu, Gerði Jónínu, kennara gifta Einari Ragnarssyni tannlækni, Reykjavík og Hólmgeir, kjötiðnaðarmann sem enn er í föðurhúsum og föður sínum nú mikil stoð við þennan þunga missi. Vettvangur Guðrúnar var eins og flestra mæðra þess tíma, húsmóðurstarfið og skilaði því með ræktarsemi og hlýju og einn kost fannst mér hún hafa framar flestum öðrum, hann var sá, að aldrei mér vitandi skyldi hún hallmæla nokkrum manni. heldur taka frekar málstað hans og reyna að réttlæta hans gjörðir. Fellur hún nú frá um aldur fram. en lætur eftir sig minningu um mæta frænku - slíkra er gott að minnast. Páli, Gerði, Hólmgeiri, Einari svo og barn- abörnum votta ég nu'na innilegustu samúð. Hólmgeir Valdemarsson t 12 Að kvöldi hins 29unda desember var hringt til mín frá Akureyri. Það var Páll Gunnarsson fyrrv. skólastjóri sem var í símanum. Hann sagði: „Hún Gígja andaðist í dag, ég vildi láta þig vita það áður en það kæmi í útvarpinu.1' Mér varð orðfall, við þögðum bæði, og höfum sjálfsagt hugsað líkt, hann hafði misst sína tryggu og góðu eiginkonu, og ég mína bestu vinkonu. Svona er lífið, því breytir enginn. Margt kemur í hugann, ég nem staðar við haustið 1933. Þá mættust 52 stúlkur í Kvennaskól- anum á Blönduósi, til dvalar og náms á komandi vetri. Ein þeirra var Gígja. Hún hét fullu nafni Guðrún Margrét Hólmgeirs- dóttir og var frá Hrafnagili í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Hólmgeir Þorsteinsson bóndi á Hrafnagili og kona hans Valgerður Magnúsdóttir frá Grund í Eyjafirði, og væri verðugt að einhver mér færari skrifaði þátt þeirra merkishjóna. Gígja eins og hún var kölluð, var prúð og hógvær ung stúlka og frekar hlédræg, en þar sem hún tók tryggð, var ekki tjaldað til einnar nætur. Okkur leið vel saman, og kynni okkar í skólanum leiddu til ævilangrar vináttu, sem aldrei hefir borið skugga á. Svo leið þessi vetur. Það var mikið unnið í skólanum, þctta var stórt heimili og forstöðukonan frú Hulda Stefánsdóttir, sú mæta kona studdi okkur, með ráðum og dáð. Við vorum líka komnar þarna tii að læra, og reyndum að notfæra okkur það. Svo kom vorið, og allur þessi sundurleiti hópur, sem mættist aðhausti, kvaddist með söknuði á vordögum, er hver hélt til sins heima. Gígja fór heim að Hrafnagili en við skrifuðum hvor annari, og höfum alltaf gert af og til. Nú seinast fyrir jólin gleymdum við ekki hvor annarri. Vorið eftir, að við skildum að skóla loknum, kom Gígja hingað vestur. Hún stóð allt í einu brosandi hér á hlaðinu á Tindum, öllum að óvörum. „Ég er komin að finna þig", sagði hún. - Við glöddumst báðar, hún vissi að hún var velkomin. Seinna, síðla vetrar fór ég í heimsókn að Hrafnagili, og dvaldi þar á milli skipsferða tvær yndislegar vikur, sem aldrei gleymast. Hjónin, foreldrar Gígju, áttu fjórar dætur, og var hún elst þeirra. Það var fríður og fallegur hópur, sem þau áttu og þessi góðu hjón tóku á móti mér, eins og þau ættu mig, og hélst það alla tíð meðan þau lifðu. í minningunni er þessi dvöl mín á Hrafnagili, einn óslitinn sólskinsdagur. Allt var gert til að gleðja mig, sem hægt var, auk þess var þar margt að sjá, er ég hafði ekki áður kynnst. Á þessum vikum sá ég hvað Eyfirðingar voru langt á undan okkur hér í Húnavatnssýslunni í öllum búskapar- háttum enda sveitin ein hin besta til búsetu á íslandi. Á Hrafnagili sá ég fyrst mjólkurfram- leiðslu í stórum stíl, og var mjólkin seld til Akureyrar. Það hafði ég ekki fyrr séð í framkvæmd. Þar var einnig sauðfé og hross og mikil umsvif í búskap, enda jörðin góð og falleg að sjá og höfðingjar sem réðu þar húsum. Þó fór svo er kraftar þrutu, að þau seldu sitt yndislega Hrafnagil og fluttu til Akureyrar. Gígja kom oftast á hverju vori hingað vestur til mín, og eitt vorið kom hún ekki ein, það var með henni ungur maður, sem hún hafði valið sér til samfylgdar í lífinu. Hann hét Páll Gunnarsson og var frá Þverárdal í Húnavatnssýslu kennari að mennt. Þau byggðu sér hús á Akureyri og þar var Páll kennari og síðan skólastjóri, svo lengi sem aldurinn leyfði. Gígja og Páll eignuðust þrjú börn og eru tvö þeirra á lífi, Hólmgeir sem er kjötiðnaðarmaður býr á Akureyri, og Gerði sem er búsett í Reykjavík. Hennar maður er Einar Ragnarsson tannlæknir. Þau eiga fjögur börn. Gerður er kennari. Gígja var góð og hlý amma, og voru þau hjónin að leggja af stað suður til Reykjavíkur til að vera hjá dóttur sinni og hennar fjölskyldu um áramótin þegar kallið kom. Ég vissi að Gígja gekk ekki heil til skógar. Á síðastliðnu vori þurfti ég að fara til Akureyrar í augnskoðun. Þá lá hún á sjúkrahúsinu þar en á batavegi. Hún smáhresstist, og seint í sumar komu þau hjónin hingað og gistu, en héldu svo áfram til Reykjavík- ur. Þau ætluðu að vera hjá barnabörnunum sínum, meðan foreldrar þeirra færu til útlanda. Fannst mér það lofa góðu um heilsu þeirra beggja, að þau treystu sér til að ferðast svo langa leið í bíl. Ég átti því ekki von á að kallið kæmi svo fljótt, en maður ræður nú minna en því, þegar allt kemur til alls. Með þessum fátæklegu kveðjuorðum, vil ég þakka Gígju vinkonu minni öll okkar kynni og óska henni velfarnaðar í nýjum heimi. Páli, börnunum og öllum aðstandendum, votta ég innilega samúð. Og við hana sjálfa segi ég t hljóði: - „Vina mín, ég sakna þín.“ - Kristín Sigurjónsdóttir. ÍSLENDINGAÞÆTTIB

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.