Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 11
VI TTTT Guðmundur Pálsson, sjómaður Fæddur 4. maí 1908 Dáinn 10. febrúar 1984 Föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30 fór fram frá Fossvogskapellu útför Guðmundar Pálssonar sjó- manns frá Seyðisfirði. Hann varð bráðkvaddur við heimili sitt að Meðalholti 2, föstudaginn 10. febrúar. Guðmundur var fæddur á Seyðisfirði 4. maí 1908, yngstur fjögurra systkina, og eru þau öll látin. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir Guðmundssonar frá Jarðlangs- stöðum á Mýrum og Páll útvegsbóndi Árnason, Jakobssonar frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Móðir Páls var Rósa Guðmundsdóttir frá Krossi í Mjóafirði. í æsku ólst Guðmundur upp við öll algeng störf til sjós og lands. Eftir fermingu varð hann háseti á m/b „Geir“, sem faðir hans átti og var á þeim bát til ársins 1928 er hann flutti alfarinn til Vestmannaeyja. Par stundaði Guðmundur sjóinn til ársins 1939 er hann fluttist til Reykjavík- ur. f Vestmannaeyjum kynntist hann Sigríði F. Sigurðardóttur f. 30. jan. Pau giftu sig 8. október 1937. Foreldrar Sigríðar voru Sigurðar Ólafsson og kona hans Margrét Porsteinsdóttir ættuð úr Land- eyjum en búsett í Vestmannaeyjum. Guðmundi og Sigríði varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Sigurður Ó. Guðmundsson f. 27/8 ’38. Giftur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau 3 börn. Páll f. 30/7 ’41. Giftur Ástu Jónsdóttur. Þau eiga 4 börn. Margrét Guðmundsdóttir f. 13/9 ’44, gift Berg- þóri Einarssyni og eigá þau 3 börn. Guðrún Eygló f. 9/6 ’53 gift Helga K. Pálssyni. Pau eiga 2 böm. Guðmundur lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og sýndi afburða dugnað sem fyrirvinna á þeim erfiðu tímum er hann stofnaði heimili. Var hann ýmist á togurum eða vann í landi. Hann vann um skeið við útkeyrslu hjá „Kol & salt“, ók um tíma vörubifreið hjá byggingarfélaginu „Smið h/f“, en lengst var hann hjá „Steypustöðinni h/f“ og ók þar steypubíl. Á þeim árum var hann þekktur meðal byggingarmanna sem Guðmundur í Steypustöðinni. Hann var um tíma útkeyrslu- maður hjá heildverslun Garðars Gíslasonar. Pá var hann háseti á skipum Eimskip. Eitt sumar tók hann bát á leigu ásamt 3 mönnum öðrum og gerðu þeir út á handfæri fyrir norðan og austan og öfluðu vel. Minntist hann þessa sumars sem eins hins besta, bæði tekjulega og eins átti sjómannslífið vel við hann. Hann starfaði um skeið hjá „Véltækni h/f“. Síðast starfaði Guðmundur hjá Vatnsveitu Reykja- víkur uns hann settist í helgan stein. Konu sína missti Guðmundur 29. maí 1968 og var það honum mikið áfall. Þau voru búin að koma sér upp fallegu hcimili að Ásgarði 43 og þannig náð langþráðu marki. Sigríður var annáluð fyrir myndarskap og til þess tekið hve hreinlegt var ætíð hjá henni, jafnvel þegar húsnæði var þægindalaust og lélegt. Árið 1970 flyzt Guðmund- ur að Meðalholti 2, til Maríu H. Porláksson frá Klettstíu í Norðurárdal. Áttu þau saman 13 hamingjusöm ár. Reyndist María Guðmundi, börnum hans og fjölskyldu þeirra svo sem best verður á kosið og var það gagnkvæmt. Nokkur síðustu árin gekk Guðmundur ekki heill til skógar og naut hann þá umönnunar Maríu. Hann bar veikindin vel og var hress í viðmóti og gaman- samur til hinstu stundar. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum hans dýpstu samúð. E.V. æviloka. Ekki voru barnabætur, ekki var ellistyrk- ur, en þetta bjargaðist þó með dugnaði og nægjusemi. Pessi ár bjuggu að Alftanesi á Mýrum sæmdarhjónin Marta Níelsdóttir og Haraldur Bjarnason. Var það heimili mjög rómað. Þannig skipaðist, að Geir var tekinn í fóstur að Álftanesi og vil ég ætla, að það hafi verið honum lífsgæfa, sem hann kunni líka vel að meta og minntist alltaf Álftanesheimilisins og heimilisfólks þar með hlý- hug og virðingu. Á þessu stóra búi var margt að starfa, en drengurinn, varkraftmikill ogvíllausog sem hann átti kyn til að leysti glaður af hendi þau verk, sem honum voru ætluð. í móðurætt Geirs eru margir ágætir hestamenn og má þar nefna öldunginn Höskuld á Hofsstöðum móðurbróður hans. Meðfædd hneigð Geirs til hestamennsku hlaut góða skólun á Álftanesi. í Álftanesstóðinu var margur snareygur foli, sem var verðugt viðfangsefni knáum pilti að fanga og temja til gangs. Parna naut Geir handleiðslu og tilsagnar Sveins Sveinssonar, sem lengi var vinnu- maður á Álftanesi. Sveinn var lengi leitastjóri Álfthreppinga. Hann gerði strangar kröfur um góðan starfa leitamanna og var jafnframt sérlega nærgætinn um líðan manna og dýra. Afréttarlönd- in fengu snemma sterk tök á hug Geirs. Við ferðalög inn á milli fjallanna á hestum sínum með góðum félögum eða einn manna undi hann sér þá og síðar hið besta. Leiðin lá úr sveitinni í Borgarnes. Þar lærði ÍSLENDINGAÞÆTTIR hann múrverk, varð meistari í þeirri iðn og vann við hana til síðasta dags. Geir var alltaf eftirsóttur til starfa, enda góður iðnaðarmaður, vandvirkur og kappsamur. Öllum þótti líka gott með honum að vera því han var jafnan glaður og reifur og hafði sérlega skemmtilega frásagnargáfu, gat jafnvel gert lítið söguefni svo skemmtilegt, að unun var á að hlýða. Eftir að Geir fluttist í Borgarnes átti hann hesta góða og vel meðfarna. Öll framkoma hans við þá einkenndist af þeirri nærgætni og alúð, sem sýnd er góðum vini. Samvistir við hestana urðu hans tómstundaiðja og lífsfylling. Lærdómsríkt var að heyra hann ræða ýms atriðí, sem snertu hirðingu hrossa og engan vissi ég gramari þegar hann vissi illa farið' með hest. Vel samrýmdist þessari tómstundaiðju áhugi fyrir náttúru landsins og ferðalögum á hestbaki. Geir var bókhneigður og las margt góðra bóka. Minnið var trútt, enda kunni hann ógrynni vísna. Sjálfur var hann hagmæltur svo sem Eyjólfur afi hans, en hann flíkaði því lítt og raunar veit ég ekki, hvort nokkuð hefur varðveist af vísum hans, en þær vitnuðu um gott brageyra. Fáa hef ég heyrt segja jafnvel frá smellinni sögu og góðri vísu. Fór hann sér þá að engu óðslega í frásögn og sagði frá tilefni hverrar vísu. Á góðum stundum hafði hann áheyrcndur á valdi sínu. Það er grunur minn, að margt fróðlegt og skemmtilegt hafi týnst með honum. Fagran vordag fyrir 52 árum kynntumst við Geirsi, en svo var hann nefndur af vinum sínum. Hann kom að Grenjum með stóðrekstur frá Álftanesi. Þetta var hans fyrsta en ekki síðasta ferð til fjalls. Þeir, sem með honum voru vildu ekki láta drenginn fara lengra. Það var komið að miðnætti og löng leið fyrir höndum inn á Langavatnsdal. En 10 ára pilturinn var ekki alveg á því að fara að sofa þó þreyttur væri svo að hann fékk að halda áfram. Þetta sýndi strax viljafestu hans og þá lífsstefnu, að hætta aldrei við hálfnað verk og ganga ekki á bak orða sinna. Síðar áttum við eftir að fara mörg haust saman í leitir og réttir og alltaf var þá glatt á hjalla því Geir var manna glaðastur og gott með honum að vera enda ástsæll af öllum. Þarna bundust þau vináttubönd, sem ekki röknuðu síðan, því hann var maður trygg- lyndur og vildi vinum sínum allt gott gera. Geir Þorleifsson lagði múrskeiðina frá sér svalan janúardag um hádegisbil. Hann fór síðan erinda sinna fram í Reyholtsdal. Þar kom kallið, sem ekki varð undan virkist og sólarhring síðar var hann nár. Gott er að fá að hverfa héðan á slíkan hátt, en sár eru umskiptin ástvinum hans, syrgjandi eiginkonu, börnum og barnabörnum. Þeim vildi ég senda mínar innilegustu samúðar- kveðju. Horfinn eru yfir móðuna miklu fyrir aldur fram, en eftir lifa góðar minningar. Vertu sæll vinur. Alvaldur geymi þig. Þiðrik Baldvinsson. 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.