Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 03.04.1975, Qupperneq 5

Heimilistíminn - 03.04.1975, Qupperneq 5
munkur. Eins og önnur undrabörn var hann sannfæröur um aö sér heföi veriö ýtt út I þetta allt, án þess aö geta nokkru ráöiö sjálfur. Auk þess olli þaö honum vonbrigðum, aö tónlistarmenn voru ekki mikils metnir i þá daga. Liszt heyröi Paganini leika I fyrsta sinn áriö 1831, og varö gjörsamlega hug- fanginn. Hann hlustaöi á tónlistina og veitti þvi athygli, hvernig Paganini kom fram gagnvart áheyrendum. Hann geröi sér enga grein fyrir þvi, aö hann gat sjálf- ur náö v’aldj yfir áheyrendum og tók að æfa sig daga og nætur. Um þessar mundir eignaðist hann einnig vini meðal ungra tónlistarmanna i Paris, einkum voru þeir Berlioz og Chopin vinir hans. Og hann hitti Marie d’Agoult greifynju. Hún var sex árum eldri en Liszt, gift og þriggja barna móöir. En henni leiddist meö miöaldra eiginmanni sinum og i dýr- legri höll. Hún kunni betur við sig innan um listamennina i rómantlsku umhverfi. Hún var greind,vlðlesin og falleg. Eftir fyrsta fund þeirra Liszts, skrifaöi hún eftirfarandi um hann: — Hann var eitthvað svo fjarrænn, aö mér datt helzt i hug, aö hann væri einhver goöumborin vera, sem brátt sneri aftur til óþekkts heims. En Liszt sneri ekki aftur til neins óþekkts, þvert á móti gerðist hann tiður gestur hjá greifahjónunum, bæöi i Paris og á sveitasetri þeirra. Brátt yröu þau Maria yfir sig ástfangin hvort af ööru. Þegar þau gátu ekki veriö saman, skrifuöust þau á. í einu bréfanna bar Liszt fram bón: — Skrifaðu mér oft. Þú skrifar svo dásamlega, svo beint frá hjartanu og hvert orö brennur sem eldur hiö innra. Nokkrum mánuöum siöar skrifaöi hann: — Verum hvort ööru allt. Flýjum langt burt úr þessum heimi, lifum, elskum og deyjum, aöeins fyrir hvort annaö. Kameliufrúin 1 ágúst 1835 yfirgaf Marie mann sinn og fór með Liszt til Genfar. 1 desember sama ár fæddist dóttir þeirra, Blandine. Þau voru óskaplega hamingjusöm. Þaö skipti þau engu máli, aö heima i Paris var litið á þau nánast sem glæpamenn. Þau áttu litinn hóp góðra vina i Genf. Vinirnir voru allir listamenn. Liszt kenndi á pianó og nam heimspeki viö háskólann. Marie las og þýddi bækur. Smátt og smátt tók hún aö móta lif Liszts eftir sinu höföi. Hún hvatti hann til aö einbeita sér aö tónsmiðum og Liszt haföi ekkert á móti þvi aö vera undir áhrifum hennar. Þegar hann þurfti á aðdáun aö halda, gat hann gripið til nemenda sinna. George Sand og Chopin komu I heimsókn til þeirra og siöar endurguldu þau heimsóknina og fóru til Nohant i Frakklandi. Um þessar mundir lék Liszt talsvert opinberlega. Hann stóö i eins konar pianóeinvigi við mann aö nafni Thalberg, sem álitinn var standa jafn- fætis Liszt hvaö pianóleik varöaöi. Báöir héldu hljómleika i París og loks léku þeir saman. Liszt var einróma lýstur sigurvegari I þessari óopinberu keppni og sneri aftur til Marie. Þau fluttu lengra suður á bóginn og settust aö viö Como-vatn á ítaliu, þar sem yngri dóttir þeirra, Cosima, fæddist I desember 1837. En nú tók Liszt aö leiöast. Þaö var tilbreytingarlaust til lengdar að sitja og gera ekkert annaö en skrifa tónlist. Hann þráöi spennuna samfara þvi aö koma fram fyrir áheyrendur. í april 1838 fór hann i fyrsta sinn siðan hann var barn, til Ungverjalands, til að halda hljómleika til styrktar fórnarlömbum mikilla flóöa i Dóná. Honum var fagnað með geysilegri hrifningu. Þótt hann skrifáöi Marie á hverjum degi, fjarlægöist hann æ meira það lif, sem hún hafði skipulagt honum til handa. Nú hófst lif hans sem ferða-pianóleikari og þaö varöi i tiu ár. Á þessum tima lék hann I hverri einustu höfuðborg Evrópu og aldrei skorti umhverfis hann fagrar konur. Marie Duplessis, kameliufrúin fræga, feröaöist meö honum um tima, einnig dansmærin fagra, Lola Montez, sem eitt sinn ruddist Inn I kvöldveröarboö, þar sem Liszt var heiðursgestur og stökk upp á borðið til aö ná taki á honum! Marie d’ Agoult hélt valdi sinu yfir Liszt. 5

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.