Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 6

Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 6
Þessi atburður leiddi til endanlegs aðskilnaðar þeirra Marie. HUn sneri aftur til Parisar til að skapa sér og börnunum þremur, en þeim Liszt hafði fæðst sonur 1839 framtið. Hún gerðist atvinnurit- höfundur. Undir Karlmannsnafninu Dani- el Stern, gaf hún út bókina „Nelida”, sem var I rauninni illa dulin saga sambúðar hennar með Liszt. Hann fyrirgaf henni aldréi, að setja þannig fram einkalff þeirra fyrir almenningssjónir. Hamingjutimar Skömmu eftir að þau skildu að skiptum breyttist hagur Liszt. Hann fór til Þýzka- lands sem hljómsveitarstjóri og sviðsetjari við óperuna i Weimar og bjó i 6 þrjá mánuöi á ári hverju i litla bænum, sem hann hafði gert eina af mestu tónlistarmiðstöðvum landsins. Hinn hluta ársins ferðaðist hann og 1847 hitti hann konu, sem átti eftir að skipta hann miklu máli i lifinu. Carolyne von Sayn-Wittgenstein var dóttir pólsks aðalsmanns, gift rússnesk um herforingja. Þau hittust, þegar Liszt lék i Kiev og hélt til á sveitasetri hennar um tima. Þegar þau sneru aftur til bæjarins, var greinilegt, að nú var hann enn á ný undir áhrifum ráðrikrar konu. Lif hans var aðbreytastá ný. Hann átti aö einbeita sér að starfinu i Vin. Hann átti að hætta að ferðast og koma fram opinber- lega en semja og kenna i staðinn. Prinsessan vildi að þau byggju saman i Weimar og giftu sig um leið og hún fengi skilnað. Til að allt liti betur út, bjuggu þau sitt i hvoru lagi I byrjun, hann á hóteli I Weimar, en hún tók á leigu hús. En ekki leið á löngu, unz hann flutti til hennar. Þau bjuggu þar með indælli tiu ára dóttur prinsessunnar, Marie og skozkri barnfóstru hennar, ungrú Anderson. Liszt varð einnig hugfanginn af barnfóstrunni og var sifellt að skrifa henni svolitil bréf. Meðan Liszt bjó I Weimar endurnýjaði hann vináttuna við Richard Wagner, sem dáði mjög og sviðsetti margar af óperum hans. Þarna samdi hann einnig margar af hinum frægu, ungversku rapsódium sin- um. Prinsessan vildi endilega að dætur Liszts byggju hjá þeim öðru hverju og Blandine og Cosima voru loks sendar til Berlinar til tónlistarnáms. Þar leigðu þær hjá von Bulow-fjölskyldunni og innan skamms giftist Cosima Hans von Bulow, einum af nemendum Liszts. Ef til vill var þetta hamingjusamasta timabil I ævi Lizsts. Hann naut velgengni og mikillar virðingar og var ánægður með að lifa llfinu eins og prinsessunni þóknaðist, að minnsta kosti framan af. En undir árslok 1858 kom flökkuþráin yfir hann á ný. Prinsessan fluttist með honum til Rómar, þar sem frómlegt trúarlif heillaði Liszts enn einu sinni. Þegar þau fengu tilkynningu um það daginn fyrir brúðkaupið, að skilnaði hennar hefði enn verið frestað, lýsti Liszt þvi yfir, að hann ætlaði að gerast prestur og varð það 1865. Ástin varð hans bani Það virðist hljóma undarlega — prestur með ástkonu, sem bjó I sömu borg, — þó tekið skuli fram, að hann lofaði aldrei að lifa i hreinlifi — prestur, sem átti þrjú börn utanhjónabands einhvers staðar I Evrópu og prestur, sem kenndi á pianó og hélt hljómleika. Hann fór oft aftur til Weimar og einnig um Búdapest, þar sem hann stjórnaði tónlist Wagners. Um þær mundir bjó Cosima dóttir hans með Wagner og hafði yfirgefið mann sinn. Prinsessa von Sayn-Wittgenstein var orðin ekkja, en ekki var talað meira um giftingu þeirra Liszts. Hún bjó I Róm, I ibúö, þar sem dagsbirtu og hreinu lofti var meinaður aðgangur. Þegar Liszt var I Róm, heimsótti hann hana á hverjum degi og þegar þau voru aöskilin, skrifuðust þau jafnan á. En hún réði ekki lengur yfir hon- um. Samt sem áöur var hann ekki laus viö vandamál sin af kvennavöldum. Þegar hann var 58 ára, hét einn nemenda hans I Weimar Olga Janina. Hún var fölleit og falleg 19 ára kósakkastúlka, sem varö yfir sig ástfangin af honum, og vann bug á

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.