Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 22

Heimilistíminn - 03.04.1975, Side 22
Þegar frænku langaði að dansa A vissan hátt var þetta allt mér aö kenna, þvl það var ég sem kom þessu öllu af stað. En hvernig I ósköpunum átti ég að vita, að þetta færi svona? Það var hrein tilviljun að ég rak augun í auglýsinguna i blaðinu, aðeins klukku- stundu áður en ég talaði við Madeleine frænku í simann, annars hefði ég ekki sagt henni neitt — mér hefði ekki einu sinni dottið hún i hug i þessu sambandi. Madeleine frænka hafði orðið ekkja fyr- ir rúmu ári og það fékk mjög á hana. En eftir dálítinn tima ákvað hún samt að gleðjast yfir lifinu á nýjan leik. Auðvitað fékk hún stundum þunglyndisköst, en þau stóðu aldrei lengi. Hún hafði alltaf verið létt i lund og at- hafnasöm og nú sneri hún sér aftur að ýmsum tómstundastörfum, sem hún hafði haft, áður en Arthúr frændi kom til sög- unnar. Arthúr frændi var ósköp blíður og góður i sér, en dálitið leiðinlegur, ef ég á að segja alveg eins og er. Madeleine frænka var orðin fimmtug og rúmlega það, en mér var sagt, að hún væri farin að leika tennis aftur og væri bara góð. Tvisvar i viku fór hún á leir- keranámskeið og bjó til stórar, þykkar kaffikrúsir og blómaskálar. Auk þess var hún farin að syngja i kór og sagt var að hún heföi meiri rödd en sönghæfileika, en hvaða máii skipti það á meðan hún var ánægð? Hún var nú i rauninni ekki allskostar ánægð, þviþað vantaði dálitið i lif hennar, dálitið sem hafði skipt hana mjög miklu máli, áður en hún hitti Arthúr frænda. Þaðvar dansinn.... ekki dans eins og við unga fólkið dönsum, heldur vals og tangó og quick-step og þess háttar. Arthúr frændi dansaði alls ekki og Madeleine frænka lét sem hún geröi þaö heldur ekki, en ég vissi alltaf að hún sakn- að þess að fá sér ærlegan snúning. Hvað hafði ég ekki séð hana Ijóma i Það byrjaði allt með símtali — og endaði með . . . ja, með hverju? Það endaði að minnsta kosti öðruvísi, en ég hafði imyndað mér veizlum, þegar einhver bauð henni upp og hún fékk tækifæri til að sýna hvað hún gat? Einkanlega ef dansfélaginn gat stjórnað, slikt er sjaldgæft meðal minnar kynslóðar, þvi við stöndum og hoppum og skökum okkur hvort í sinu lagi. Jæja, við töluðum saman I simann og hún minntist á kvikmynd um Fred Astaire, sem hún hafði séð i sjónvarpinu kvöldið áður og að hana langaði út að dansa aftur. — Nei, ég ætla auðvitað ekki að sýna dans, Ann, sagði hún róandi. — Ég ætla bara að dansa mér til ánægju, þvi nú hef ég tækifæri til þess. En ég þekki bara eng- an karlmann, sem er góður að dansa og maður getur ekki farið og snúizt upp á eigin spýtur. — Það gerum við nú á dögun, Made- leine, sagði ég. — Þið unga fólkið, já. En ég hef aldrei lært að dansa þannig. Ekki það að ég gæti ekki reynt það við tækifæri, en ég held, að ég yrði svolitið útundan á diskóteki. Hver veit, annars? bætti hún við. Ég reyndi aðsjá Madeleine frænku fyr- irmérá gólfinu i diskótekinu. Hún virtist svo áköf, að ég fékk illan grun um að hún liti inn einn góðan veðurdag. Eins og ég sagði I upphafi, það var hrein tilviljun, að ég sá auglýsinguna I blað- inu... — Þú ættir að leigja þér einhvern til að fara með út að dansa, sagði ég hlæjandi. — Hvað áttu við með þvi? — Það eru til miðlanir, sem maður get- ur snúið sér til og fengið félaga, ef maður ætlar út eitt kvöld. — Já, ég hef heyrt um þær. En það er fyrir karlmenn, er það ekki? Karlmenn, sem vantar félagsskap kvenna? — Það er fyrir bæði kynin. Ég tók ein- mitt eftir auglýsingu áðan og þar voru til leigu bæði karlar og konur. Þú ættir eigin- lega að leigja þér einhvern James Bond- mann og fara út að dansa. — Della er þetta, vina min! Ég hló, auðvitað hló ég, en ég varð fyrir áfalli, þegar hún hélt áfram i alvöru: — Ég kæri mig ekkert um ungan mann — að minnsta kosti ekki af þeirri gerðinni. Það yröi bara hlægilegt. Það yrði að vera roskinn maður, sem getur dansað, annars væri ekkert varið i það. Hvað skyldi hann kosta? Manstu hvað þessi leiga heitir? Hún meinti þetta alvarlega. Ég heyrði það á röddinni. Hún ætlaði að leigja sér dansfélaga. Ég varð óróleg. — Madeleine frænka, heldurðu að þelta sé skynsam- legt? — Nei, áreiðanlega ekki, svaraði hún ósköp rólega. — Auðvitað er þetta hrein- asta brjálæði. Hver veit hvernig mann þau senda mér. Það er aldrei að treysta þessum skrifstofum. Hver veit nema þær reki hvita þræiasölu eða eitthvað þess háttar? Nú hafði hún orðið fyrir áfalli og ég vorkenndi henni svolitið. — Nei, sagöi ég róandi. — Ég er viss um, að það er allt i lagi þannig. Þú getur hringt og útskýrt málið og athugað, hvað þeir hafa að segja. 22

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.