Heimilistíminn - 03.04.1975, Síða 31
Ljótu
karlarnir
Vísindamenn hafa
rafeindareiknað út útlit
mannsins árið 11975.
Niðurstaðan er lítil, perulaga
vera með mjóa útlimi
loðinn kropp —og þreifianga
Einn af afkomendum okkar.
FEGRI og betri framtiðarheimur verður
ekki svo fagur eftir allt saman, ef við eig-
um að trúa framtiðarspám visindanna
um útlit mannsins eftir 10 þúsund ár. Satt
að segja verðum við hörmulega ljót þá.
Fimm visindalegir heilar hafa reynt að
gægjast inn i framtiðina, undir yfirstjórn
prófessors P.G. Balforu við háskólann I
San Fransisco. Þar var mikil tölva mötuð
á staðreyndum um liffræðilega þróun
mannsins fram til þessa. A grundvelli
þessara upplýsinga hefur reynst unnt að
sjá mörg hundruð kynslóðir fram i
timann. Ef allt stenzt, sem tölvan spáir,
mun jörðin okkar verða byggð nánast for-
ljótum mannverum árið 11.975
— Auðvitað erum við steinhissa á
árangrinum, segir prófessorinn. — Sam-
kvæmt upplýsingum tölvunnar verður
maðurinn eftir 10 þúsund ár, litil,
perulaga vera meö geysistórt höfuð,
stutta handleggi og granna fætur.
Greindin eykst og þess vegna stækkar
höfuöið til að rúma stærri heila. Það
veröur á kostnað bolsins, segir
prófessorinn, sem birt hefur niðurstöður
sinar I virtu visindariti.
Sænskur visindamaður, dr Hugo
Bohman, hefur séð enn iskyggilegri hluti I
framfiðarsýnum sinum lOþúsund ár fram
á við. Hann segir, að þá hafi maðurinn
þreifihorn á höfðinu, svipað og snigillinn.
— Það verður manninum sjálfum að
kenna, segir dr. Boham. — Nú, þegar sitj-
um við svo mikið i myrkri framan við
sjónvarpstækin okkar, að hægt er að
merkja aukið þreifiskyn, til að við dettum
ekki um húsgögnin. Ef svona heldur
áfram sem öll likindi eru til, endar það
með þvf að við fáum þreifianga.
Hollenzki visindamaðurinn dr. Benja-
min Grijseels hefur sitt að segja um
framtiðarútlit mannsins. Hann telur, að
aðstæður vegna breytts loftslags muni or-
saka afturför i þróuninni.
Spáð er að jörðin kólni æ meira og þar
með loftslagið. 1 samræmi við þetta eykst
hárvöxtur mannsins, þannig að eftir 10
þúsund ár verður háralag okkar svipað og
apanna nú.
Tannsérfræðingurinn R.A. Wentworth
við Witwatersrand háskólann i
Jóhannesarborg telur að eftir 10 þúsund
ár hafi maðurinn löngu glatað öllum sin-
um tönnum. — Það er staðreynd, að
tennur mannsins hafa verið að minnka
um margra alda skeið og hið sama hefur
átt sér stað hvað kjálkana varðar.
Astæðan er sú, að við þurfum ekki lengur
aö tyggja matinn. Menningin lætur okkur
I té matvæli, sem eru að verða fyrirfram
melt.
Þá snúum við okkur að hinum enda
likamans. 1 Boston er dr. Abel Woight,
mannfræðingur, þeirrar skoðunar, að
maöurinn árið 11.975 hafi aðeins eina tá á
hvorum fæti.
— Flestar tærnar hafa nú þegar verið
teknar úr notkun, segir hann, — Það eru
nú komin nokkur ár siðan við sveifluðum
okkur i trjánum með hinum öpunum.
Eftir 10 þúsund ár er liklegt, að við höfum
aöeins eina tá, þá einu, sem við þurfum
raunverulega að nota, stórutána, segir dr.
Woight.
— Hún stjórnar gangi okkar og hann mun
verða nauðsyn áfram.
Þannig eru sem sagt framtiðarhorfur
mannkynsins —-ef það verður enn til eftir
10 þúsund ár. Það verður gaman að sjá
myndir af fegurstu kvikmyndastjörnun-
um þá.
31