Heimilistíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 34
viljað hafa hana hjá sér alltaf, Lúsinda var svo
skelfilega falleg. Hún var með mikið svart hár
og dökk augu, sem voru dekkri en allt sem
dökkt er.
,,Ég held, að hún fái brún augu,” sagði
mamma við pabba. ,,Hvað heldur þú?”
,,Ég veit nú ekki,” sagði pabbi og þóttist vita
allt um Lúsinduna sina litlu, þó að hann vissi i
raun og veru ekki neitt, þvi að hann hafði aldrei
séð hana með opin augun. Pabbi fékk nefnilega
ekki að sjá Lúsindu eins og mamma. Hann
fékk bara að horfa á hana gegnum gler og þá
var hún alltaf sofandi. Skelfing gat barnið sof-
ið! Pabbi andvarpaði, en mamma misskildi
hann.
,,Já, ég hef lika verið að hugsa um þetta,”
sagði hún. ,,Við erum hvorugt brúneygð, en
það er sagt, að brúnt sé sigrandi og blátt vikj-
andi og mamma þín er brúneygð.”
,,Já,” sagði pabbi.
,,Mér þykja brún augu alveg eins falleg og
blá,” hélt mamma áfram.
,,Mér lika,” sagði pabbi og hugsaði um það,
að honum þættu grá, græn og blágræn augu al-
veg eins falleg og brún og blá. Yfirleitt þætti
honum falleg augu i heilbrigðu barni. Hverju
máli skipti um litinn?
,,Finnst þér hún ekki falleg?” spurði
mamma. ,,Hún er alveg eins og litil dama.
Mikið þykir mér vænt um hana.”
,,Mér lika,” sagði pabbi og hugsaði um það,
og það væri auðvelt að þykja vænt um svona
fallegt og hvitt litið barn eins og hana Lúsindu.
Hann var eiginlega sannfærður um það, að
honum gæti ekki þótt vænt um þessi rauðu og
hrukkóttu börn, sem hann sá alls staðar.
Þar skjátlaðist pabba þó. Hann átti eftir að
þykja vænt um Dabba og Dabbi var... nei, það
kemur seinna i sögunni.
Dabbi var ekki orðinn til ennþá.
Allir ættingjar, vinir og kunningjar mömmu
og pabba komu til að dást að Lúsindu og luku
upp einum rómi um það, að hún væri fallegasta
barn sem fæðst hefði á íslandi. Þau sögðust
hriðöfunda mömmu og pabba.
Pabba og mömmu fannst það ósköp eðlilegt,
því að öllum mömmum og pöbbum finnst sitt
barn fegursta barn i heimi og það lika, þó að
það sé ekki fallegt.
Þannig eru foreldrar.
Svo rann upp heilladagurinn mikli, þegar
mamma mátti fara heim með Lúsindu. Pabbi
kom að sækja hana og hann var með litla körfu
34
handa henni. Hann hafði keypt hana sjálfur,
þegar hann fékk útborgað meðan mamma var
á spitalanum.
,,Nei-nei,” sagði mamma. „Burðarrúm!
Höfum við efni á því?” Og mamma leit
áhyggjufull á pabba og hugsaði um afborganir
af lifeyrissjóðsláni og byggingaláni og vixlum
og öllu hinu.
„Ekkert er of gott fyrir kerlingarnar min-
ar,” sagði pabbi og nú var honum alvara.
Mamma var klædd og tilbúin og Lúsinda var
klædd og tilbúin og burðarrúmið beið.
Pabbi studdi mömmu niður stigann.
,,Farðu nú varlega elskan mín,” sagði hann
og hélt á burðarrúminu, sem Lúsinda var i eins
og það væri brothætt. Mamma hélt i handriðið
og pabbi hélt i mömmu með annarri hendinni.
,,Þú mátt ekki ganga svona hratt!”
Mamma hló og hélt áfram niður stigann
meðan henni varð hugsað til allra sagnanna,
sem hún hafði lesið um Eskimóakonur, sem
,,rétt brugðu sér frá”, þegar þær voru að eiga
börn og komu svo með barnið á bakinu
skömmu seinna. Já, eða hottentottakonurnar!
Já, eða... Það var svo mikið um ,,eða”, þegar
mamma fór að hugsa málið, en henni fannst
samt ósköp notalegt að láta pabba hugsa svona
um sig.
Innan skamms voru þau komin heim og þar
beið kaffi á hitakönnu handa mömmu og
uppbúin vagga handa Lúsindu.
Mamma háttaði hana. Hún trúði pabba ekki
fyrir þvi. Pabbi var með svo stórar hendur og
þó að þær væru mjúkar gat hann misst hana.
Já, alveg á gólfið! En það hefði nú verið
fráleitt, því að Lúsinda var háttuð úr fötunum i
miðju rúminu hennar mömmu og hans pabba
og þar var skipt á henni og hún færð í siðan
náttkjól með blúndum og pifum.
Mamma hafði eytt i það fleiri timum, ef frá
skal talið, aö sauma þessa finu náttkjóla og
setja á þá blúndur og milliverk. Þeir voru með
rykktum kraga i hálsinn og stórri slaufu, sem
átti að vera aftan á kjólnum, en varð raunar að
framan, þvi að Lúsindu þótti óþægilegt að sofa
á slaufunni.
Það er synd að segja frá þvi, en þó er það
dagsatt, að Lúsinda pissaði bara i finu kjólana,
sem mamma setti hana i.
,,Hún er alveg eins og prinsessa,” sögðu all-
ir, sem sáu Lúsindu i fallegu vöggunni sinni og
Framhald