Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 7
I Perú er starfið þegar hafið. Ég heimsótti vegaverkfræðinga i Tarapoto, deyfðarlegu litlu þorpi. A þremur árum hefur margt breytzt þar. Rafmagn er komið i hvert hús, skólplagnir i götur og 2 bankar hafa risið, 3 kvikmyndahús, sjúkrahús, útvarpsstöð og næststærsti flugvöllur Perú. Indiánakonur með stein- andlit og harða hatta, þeysa nú um á bandariskum mótorhjólum og verzlanir eru að springa af rjómais frá Englandi og þýzum dósabjór, sem hefur verið fluttur inn. En það er óljóstennþá, hvort verkinu við veginn verður haldið áfram. Brasiliski verkfræðingurinn Prado Lope á sér lika draum. Hann ætl- ar að reisa stærstu stiflu heims, þvert yfir Amazonfljótið og búa þar með til stöðu- vatn á stærð við Frakkland, sem verði nægilega djúpt fyrir stærstu hafskip. Aætlun hans mun færa allri Brasiliu ódýrt rafmagn i framtiðinnúog fiskveiðar munu verða stundaðar i rikum mæli i vatninu. Þá mun vatnið auðvelda flutn- inga á auðæfum innan úr frumskóginum út um heiminn. Þá mun þetta verða eina mannvirkið á jörðinni, sem mun sjást frá tunglinu. En áætlunin mun einnig breyta jafn- vægi hita og raka i öllu hitabeltinu. Það hefur áhrif á loftslag á allri jörðinni aö gera svo mikiö rask. Þungi alls þessa aukavatns við miðbaug mun ef til vill hægja snúning jarðar og lengja al- manaksárið um þrjár sekúndur. Það get- ur haft i för með sér ófyrirsjáanlega erfið- leika i sambandi við geimferðir og allt jafnvægi i náttúrunni. t samanburði við það eru hitt smámunir, að fiskveiðar i Atlantshafinu frá New York til Buenos Aires munu sennilega liða undir lok. Þessi framtfðarsýn veldur heilabrotum. En þeir, sem eiga peningana hafa áhuga og það, sem gerzt hefur, er að stjórn Brasiliu hefur komið á fót nefnd til að rannsaka málið. Smitandi sjúkdómar Þessi nefnd verður að störfum næstu 20 árin, ef hún á að skoða málið niður i kjöl- inn. A meðan leggur maðurinn undir sig nýjan blett af Amazoniu á' degi hverjum. Vandamálin eru gifuleg. Eftir margar ferðir um svæðið virðast mér þau helztu vera eftirfarandi. 1. Hættulegir sjúkdómar. A mörgum svæðum er malarian svo rótgróin, að enginn þorir að sofa þar á næturnar. Sum þorpin hafa svo slæmt orð á sér, að flutningaskipin leggjast ekki að bryggju, heldur fleygja varningnum á árbakkann utan við þorpið. Taugaveiki breiðist út, af þvi fólk drekkur úr fljótinu, en þó eru margir aðrir sjúkdómar hættulegri. Það er þó hægt að útrýma þeim. 1 þorpinu Breves voru 4 af hverjum 5 með malariu, áður en stjórnin lét úða hvert einasta hús rneð DDT. Nú er engin malaria i Breves. Æ fleiri brunnar með fersku vatni eru grafnir. Sjúkrahús eru reist og fólk er Kisei hraktist frá föðurlandi sinu, Japan, vegna fólksfjöldans. Nd er hann kúreki I Amazoniu og einn hinna hraustu landnema. ibúar meöfram Amazonfljóti hafa ekki vegasamband viö umheiminn. Þeir búa i staurakofum og ferðast á eintrjáningum eöa bátum. Myndin er frá Iquitos i Perú. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.