Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 36
Kínverji, sem Petrov hafði sagt henni, að væri
lögf ræðingur, hafði komið með honum og þeir tveir
höfðu síðan setzt inn til Ferskjublóms, svo þau ný-
giftu fengu að vera ein. Hún hafði gefið fyrirmæli
um að þeim yrði færður matur og drykkur í her-
bergi Blanche og Petrov borðaði með góðri lyst,
meðan hann sagði Blanche, að hann hefði ekki
bragðað mat undanfarinn sólarhring. Siðan sagði
hann, að hann þyrfti að fara burt nokkra daga og
vissi ekki hvenær hann kæmi aftur.
— Ég get ekki tekið þig með, svaraði hann bænar-
orðum hennar.
— Ég á að reyna að hjálpa Marsden og þú yrðir
bara fyrir. Að minnsta kosti yrði afskaplega hættu-
legt að taka þig með og aðstæðurnar eru mjög
frumstæðar þarna. Vertu hér og bíddu mín.
— Ef þú bara vissir, hvað ég er orðin leið á þessu
herbergi, sagði hún áköf. — Ég veit, að það er fall-
egt og íburðarmikið, en að dvelja hér dag eftir dag,
án þess að hafa nokkurn skapaðan hlut að
gera.....nema óttast.....
— Þú þarft ekkert að óttast. Láttu mig um allt
það...
— Hvernig get ég það? svaraði hún. — Nick, ég lét
þig ráða því að það væri bezt fyrir alla, að ég hitti
ekki Dorothy og börnin, en ég er alltaf að hugsa um
þau. AAig dreymir um þau á næturnar líka, en ég hef
aðeins þín orð fyrir að allt sé i lagimeð þau, já, að
þau séu yfirleitt á lífi.
— Og þú getur ómögulega treyst mínum orðum,
er það?
— Það hljómar verr, þegar þú segir það svona,
mótmælti hún. — Ég treysti þér, ó, Nick, ég geri
það. En ertu viss um að þú getir verndað þau enda-
laust?
— Þau eru örugg á meðan AAarsden gerir það,
sem hann hef ur fengið f yrirmæli um og þegar hann
hefur lokið því, þannig að allir séu ánægðir, verða
þau send til Rússlands, ásamt honum. Það ert þú
sem ert í hættu, þú sem þarfnast verndar. Þess
vegna segi ég, að þú verður að vera hér, þangað til
ég kem til baka. En ef það skyldi fara svo, að það
uppgötvaðist að þú ert hér og fyrirskipun gef in um
handtöku þina, þá veit Ferskjublóm, hvað hún á að
gera. Hún er einstök kona, sem ekki lætur slá sig út
af laginu, hvað sem kann að gerast.
— Það er þessi hræðilega tilf inning að vera alein,
sagði Blanche og barðist við tárin, sem þrengdu sér
fram í augu hennar. — Þegar þú ert hérna, er allt
öðruvisi. Þá finnst mér ekkert skipta máli og þótt
einhver kæmi til að handtaka mig, mundi ég treysta
því f yllilega, að þú verndaðir mig. En þegar þú ert
ekki hérna....Rödd hennar skalf og hún leit á hann
brosandi gegn um tárin. — Æ, þér finnst ég líklega
bjáni að tala vona. Taktu ekki mark á því. Það er
bara það....að mér er svo illt í höfðinu.
— AAér finnst þú alls enginn bjáni, svaraði hann
rólegur. — Þetta eru ósköp eðlileg viðbrögð, en ég
var farinn að halda, að þú gætir ekki brugðizt eðli-
lega við lengur.
— Ég skil ekki, hvað þú átt við, sagði hún. En hún
gerði það og fannst allar aðstæður vonlausar. Hún
var eiginkona hans og þó ekki. Hann bar engar til-
finningar í brjósti til hennar, nema ef til vill með-
aumkun. En hún kærði sig ekki um meðaumkun
hans. Það var volg tilfinning samanborið við það,
sem var að brjótast um innan í henni. Hún hefði
aldrei átt að fallast á þetta málamyndahjónaband,
sem ekki var neitt hjónaband. Hann hafði f ullvissað
hana um að það væri aðeins formsatriði til að
bjarga henni út úr landinu og að hún þyrfti ekki að
álíta sig bundna, þegar hún kæmi heim til Englands
aftur, þar sem athöf nin væri ógild þar. Þar yrði hún
alveg frjáls á ný.
Skyndilega gerði hún sér Ijóst, að hana langaði
ekkert til að vera frjáls. Hún skyldi glöð fylgja
þessum manni hvert sem forlögin og yfirboðarar
hans kynnu aðsenda hann. Hún væri meira að segja
reiðubúin til að afsala sér ríkisborgararétti sínum
hans vegna. En hann mundi aldrei taka hana í fang
sér, kyssa hana og veita henni þá hamingju sem hún
þráði. Hún var alveg búin að gleyma, að eitt sinn
hafði hún haldið, að hann ætlaði að nota sér vígslu-
athöfnina til að gera hana að ástmey sinni og hún
óttast að hann misnotaði sér aðstöðu sína einmitt
þannig. En eftir að hafa fengið að vita meira um
hann, hafði hún gjörsamlega skipt um skoðun.
Hversu lengi skyldi þetta undarlega hjónaband
endast? Hvað liði langur tími áður en honum tækist
að koma henni út úr landinu? Hvernig átti hún að
af bera að vera með honum, þegar hún elskaði hann
svona heitt og þessi ósýnilegi múr var á milli
þeirra? Hann hafði sagt, að hann ætlaði aldrei að
kvænast, aldrei að binda sig neinni konu. Stoltið ætti
að banna henni að þrá hann svona. Hún ætti að vera
jafn köld, róleg og skynsöm og hann.
Hún fyrirleit sjálfa sig fyrir að hafa orðið ást-
fangin af slíkum manni, manni með lífsskoðanir,
sem samræmdust ekki hennar og sem hugsaði svo
allt öðruvísi en henni hafði verið kennt að væri rétt.
En samt— hann var enskur að háif u og menntaður í
Englandi. Hann hafði barizt fyrir England í stríð-
inu. Hvernig gat henni fundizt hann ókunnugur?
Hún gerði þaðekki. í örvæntingu gerði hún sér Ijóst,
að þetta hjónaband sem ekki var neitt hjónaband
myndi gera hana óhamlingjusamari en hún hafði
haldið að hægti væri að verða. Samt varð hún að
halda þaðút...
Petrov settist við hlið hennar og rétti handleggina
í átt til hennar.
— Komdu hérna, sagði hann.
— Hva...hvað? stamaði hún.
— Komdu hérna. Hann dró hana niður í kjöltu sína
og lagði höfuð hennar við öxl sér. Handleggir hans
voru sterkir og traustir utan um hana. Banche
reyndi að stöðva skjálftann sem fór um hana. — Ég
held, að þú teljir okkur Rússa alltaf dapra og vita
ekki hvernig við eigum að njóta lífsins. Ég verð að
breyta þeirri skoðun þinni, sagði hann.
Hún sneri sér aðeins og skyndilega hjúfraði hún
sig fast að honum. Honum leið illa, en það var eitt-
hvað i fari hennar, sem vakti i honum tilfinningar,
sem hann hafði ekki talið sig búa yfir. Hann gerði
sér grein f yrir, að það var eðlishvötin, sem bærði á
sér....hann langaði að vernda hana, hafa hana fyrir
sjálfan sig, loka hana inni svo aðrir karlmenn
fengju ekki einu sinni að sjá hana. Binda hana við
sig að eilíf u, jafnvel þótt hann þyrfti að beita valdi.
36