Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 30
Krókódílar eru husdýr hans Veitingamaður keypti lítinn krókódíl fyrir 1 5 órum, nú er hann þrír metrar að lengd og baðar sig í froskatjörn EINS og flestir þeir sem verða frægir, byrjaði krókódillinn Jokl i smáum stil. Þegar veitingamaðurinn Johann Gramm- anitsch sá hann i fyrsta sinn, árið 1960, var hann 30 sentimetra langur og vó innan við eitt kiló. Jóhann keypti strax krókódil- inn af dýrasalanum, sem hafði stillt hon- um út i glugga. Nú er Jokl 10 sinnum stærri, hann er þrir metrar að lengd frá trýni aftur á .halabrodd og tæplega 100 kiló að þyngd. En hann mun halda áfram að vaxa næstu tiu árin og á vafalaust eftir að þyngjast og lengjast enn um helming. Johann Grammanitsch býr i Waidhofen i Austurriki og á hverjum degi fer hann með Joki út fyrir bæinn, þar sem er stór tjörn. Jokl sem er eins og allir krókódilar óskaplega latur, ferðast um, spenntur aft- an á sportbil eigandans, sem siðan ber hann á bakiruniður að i jörninni. Þar hefst Jokl svo handa við að veiða handa sér körtur og fiska, en þegar hann er búinn að fá nóg að þvi, vill hann leika sér. Hann gerir aldrei manni mein, jafnvel þótt i tjörninni séu að jafnaði börn og unglingar i tugatali. Þegar Johann kom heim með Jokl á sin- um tima, innréttaði hann garðinn sinn við hans hæfi og geröi að svolitlum frum skógi. En garðurinn varð brátt of litill og Johann varð að bæta við sig landsvæði. Nú á hann svæði, sem er stærra en krókó- dilasvæði i dýragarðinum i Kaupmanna- höfn og auk Jokl eru þarna 13 aðrir krókó- dilar, fjórir fæddir þar. Veitingahúsið hans Johanns er orðið einn vinsælasti ferðamannastaðurinn i grenndinni og það eru auðvitað krókódilarnir sem draga að sér fólkið. f i Til öryggis er bundið fyrir gin Jokl áður en lagt cr af stað i ökulerðina. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.