Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 19
Einkastjörnuspáin 20. JULI 20. júli. Stjörnurnar hafa úthlutað þér góðri glöggskyggni, en þér hættir allt of mikið til að nota andlega eiginleika þina til smá- verka, fremur en að láta til þin taka i mál- um, sem miklu varða. Strax snemma á ævinni neyðistu til að læra að greina á milli þess sem er þýðingarmikið og þess sem minna máli skiptir og einbeita þér að þvi fyrra, en láta það siðara liggja i lág- inni. Þótt þú hugsir sjálfstætt, ertu oft hræddur við að koma áætlunum þinum i framkvæmd, Þú kýst að fylgja öðrum, fremur en ráða ferðinni sjálfur. Þetta get- ur orðið til þess að þú nærð aldrei veru- lega langt. Það gildir um þig fremur en marga aðra, að það er lifsskoðun þin, sem mark- ar þær brautir, sem þú kýst að ganga. Ef þú ræðst á garðinn, þar sem hann er lægstur, færðu ef til viil þægilega stöðu, þar sem þú þarft litið að gera og lifir lifi meðalmannsins, en ef þú hins vegar ert þeirrar skoðunar, að þú eigir að stefna fram á við, þá nærðu langt og getur orðið frægur og auðugur. Tilgangur þinn er yfirleitt alvarlegur og þú ert heiðarlegur og blátt áfram i við- skiptum. Þú skalt þroska kimnigáfu þina, þvi ef þú getur ekki brosað svoíitið, finnst þér lifið heldur leiðinlegt og dapurlegt. Aðlaðandi persónuleiki þinn mun færa þér vini alls staðað, en þrátt fyrir það getur tekið þig óratima að finna þér maka. Veldu maka sem er fæddur i merki sporð- drekans eða bogmannsins, þá verðurðu ánægðastur. Skaplyndi ykkar þarf að vera sem likast, svo þið getið starfað saman að gagni. 21. júlí. Þú hefur hugboð, sem ásamt heilbrigðri skynsemi þinni, getur orðið þér til mikils góðs á leiðinni fram og upp á við i lifinu. Þú er vinsæll meðal þeirra sem þú um- gengst og ert einn þeirra sem ósjálfrátt verður leiðtogi hópsins. Þú ert ekki smeykur við að eiga frumkvæðið, hvort sem þar er um að ræða vinsæla hugmynd eða ekki. Þú hefur einhverja dularfulla vitneskju um hvað verður vinsælt með timanum og það kemur sjaldan eða aldrei fyrir að þú leggir máli lið sem fer i vask- inn. Þú hefur góða hæfileika til að verða umbótamaður þvi þegar þú hefur tekið ákvörðun, hvikarðu ekki frá henni, hvað sem andstaðan er hörð. Þú ert fús til að verja gerðir þinar gagnvart öllu og öllum. Þú ert einnig góður til að ræða við fólk'og taka þátt i rökræðum. Það mál sem þú leggur lið, er vel stutt. Konur fæddar þennan dag hefa ekki eins mikinn áhuga á frama. Þær vilja heldur hugsa um heimili sitt og fjöl- skyldu. Þar sem þú ert vinsæll hjá hinu kyninu og ekki laus við daðurgirni, verður ef til vill erfitt fyrir þig að verða lifsföru- nautur en þegar þú hefur einu sinni valið, ertu tryggur alla ævina, þótt þig kunni að langa til að ferðast, ertu ekki ánægður nema eiga heimili til að koma heim til. 22. júli. Þú ert hiýlegur og tilfinninganæmur i þér, en hefur fulla stjórn á þvi. Svo virð- ist, sem þú sért fús til að leggja allar til- finningar þinar i starfið og það er ekkert rangt við það og verður þér sennilega til góðs við að fá eitthvað út úr lifinu. Þessi sjálfsstjórn er sterkur þáttur i persónu- leika þinum. • Almennt séð ertu sterkur og hagsýnn. Þú er vanur erfiðri og stööugri vinnu og getur stjórnað öðrum, svo gagn sé að, einkum vegna þess að þú hefur áður unnið þessi störf og veizt þess vegna hvernig á að gera þau rétt. Þú rt einn þeirra sem vinna sig áfram og upp og veizt nákvæm- lega hvað þú er t kominn langt áleiðis. Svo virðist sem lif þitt gangi i bylgjum góðs og ills. Lærðu að hagnýta þér góðu bylgjurn- ar og leggjast helst i dvala þegar skiptir um átt. Hinn 27. nóvember ár hvert er að likindum mikilvægur dagur i lifi þinu. Fimmtudagur er besti dagur vikunnar til að byrja á einhverju nýju. Fylgdu alltaf eigin hugboði og láttu aldrei tala um fyrir þér gegn sannfæringu. Ef þú ferð að ráðum annarra, er hætt við að þú gerir al- varleg mistök. Það skiptir ekki máli, þótt öðrum finnist þú fara villur vegar, vertu viss um að ákvarðanir þinar eru bestar og haltu fast við þær. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.