Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 12
Mich Ronson
MICH RONSON er talinn einn af fimm
beztu popp-gítarleikurum heimsins og
á tveimur sóló — LP — plötum hefur
hann lika sannaö, að ekkert er að
raddböndum hans. Auk þess er hann
leiðtogi hljómsveitarinnar Mott the
Hoople.
En það var fyrr á árum, að Mich
dreymdi um að verða pianóleikari af
lifi og sál. Hann hóf pianóleik þegar
hann var 5 ára og áður en hann náði 12
ára aldri, lék hann bæði á planó, fiölu
og flautu. Foreldrar hans voru litt
hrifnir af áhuga drengsins á tónlist
fyrir sig. En foreldrarnir reyndu að fá
hann ofan af þvi og töldu tónlist ekki
almennilega atvinnu.
Þegar Mich var 17 ára, hætti hann
við pianóleikinn, keypti sér gitar og
stofnaði eigin hljómsveit. The
Mariners.
Þeir höfðu aðsetur i heimaborg
Michs, Hull, en komust aldrei lengra
en að leika á dansleikjum. Aður en
Mich lagði leið sina til London, lék
hann i þremur öðrum hljömsveitum
heima i Hull. Hann fann ekki sérlega
mikla uppörvun i höfuðborginni. Hann
vildi fram, en þær hljómsveitir, sem
hann var i, vöktu ekki sérstaka at-
hygli. Mich fór aftur til Hull og gerðist
ráðsmaður i stúlknaskóla.
1 upphafi árs 1972 var hann kynntur
fyrir David Bowie og þá tóku hlutirnir
að gerast með miklum hraða. Mich hóf
störf hjá Bowie og fór með I hljóm-
leikaferðir. Loks fékk sú tónlist útrás,
sem allan timann hafði búið hið innra
með honum. Bowie hleypti skriðunni
af stað. Siðan gekk Mich i hljómsveit-
ina Mott the Hoople, þar sem hann er
ennþá. Tvær sóló-Lp-plötur hefur hann
siðansentfrá sér,sú nýrriheitir „Play
Don’t Worry” Mich Ronson er fæddur
26. mai 1949.