Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 17.07.1975, Blaðsíða 34
— Áttu heima hérna? spurði annar og greip aftan i hálsmálið á Magnúsi. Hann reyndi að slita sig lausan, en það gekk ekki. — Mamma, hrópaði hann, en vissi, að það stoðaði ekki heldur. Mamma var á áttundu hæð og það var ekki hægt að kalla svo hátt að hún heyrði það. Þokan var lika svo mikil, að mamma gæti ekki séð, hvað væri að gerast þarna niðri. — Við tökum hann með upp i skóginn og lúskrum honurn, sagði þriðji drengurinn. — Hvað er i töskunni? spurði sá fyrsti aftur. Magnús lokaði augunum. Nú tækju þeir tösk- una með náttfötunum, bilunum og öllu saman. Þá kvað við mikill hávaði einhvers staðar fyrir ofan. — Árekstur, hrópaði einn drengj- anna og sá sem hélt i hálsmálið á Magnúsi þaut þegar fyrir næsta húshorn. Hinir eltu og Magnús andvarpaði af létti. Nú hafði hann verið heppinn, en það var maður ekki alltaf. Bráðum kæmust þeir að þvi, að þetta hafði ekki verið árekstur, heldur venju- leg grjótsprenging og þá kæmu þeir aftur. Bara að ég hefði átt hund, hugsaði Magnús. Ef maður á hund, er maður ekki eins hræddur. Þá er einhver sem alltaf fylgir manni. Margir eru lika hræddir við hunda og láta mann i friði. En Magnús átti ekki hund og heldur ekki kött eða hest. Hann stóð kyrr við hornið og hugsaði um það. Það var ranglátt, að hann skyldi ekki eiga neitt dýr. Pabbi vann allan daginn og þeg- ar hann kom heim á kvöldin, las hann blöðin eða talaði við mömmu. Stundum lék hann lika viö Magnús eða las fyrir hann úr blöðunum. Magnús gat lesið sjálíur, en það var fljótlegra að láta pabba gera það. Mamma var þreytt og talaði um, að bráðum eignaðist Magnús litinn bróður. Mamma var góð, en stundum hafði hún svo mikið að gera. — Farðu út og leiktu þér, sagði hún þá við Magnús. — Eða lestu svolítið. Eltu mig ekki alltaf, sérðu ekki að ég er önnum kafin? Magnús stundi. Ef hann ætti hund, yrði hund- urinn aldrei leiður á honum. Þeir yrðu alltaf saman. Magnús myndi aldrei segja við hund- inn, að hann vildi vera i friði og að nú ætti hundurinn að vera svo vænn að fara út að leika sér, af þvi Magnús hefði annað að gera. — Hæ, Magnús. Hvertu ertu að fara? Ertu að fara i ferðalag? Magnús leit i kring um sig. Það var Patti, sem þarna kom hlaupandi. Eiginlega var Patti sá eini, sem hann þekkti hérna í Sólskinsgötu. Patti var bara fimm ára, en hann var ágætur. — Ég er að fara út i Suðurhöfn, svaraði 34 Magnús. — Þá kem ég með, sagði Patti. — Þú veist ekki hvar það er, svaraði Magnús. — Jú, ég veit það vel, þvi það var þar, sem ég hitti þig, þegar þú komst i land með bátnum, sagði Patti. — Matthias var þar lika og amma min á heirna þarna rétt hjá. Áður en Magnús náði að svara, heyrðust óp og öskur út úr þokunni að baki þeim. Það voru stóru strákarnir að koma aftur. Magnús flýtti sér að gripa hönd Patta og taka á rás niður göt- una. Hann nam andartak staðar við gangstétt- arbrúnina og reyndi að sjá eitthvað, en allt var grátt, svo hann varð að hlusta i staðinn. Ekki var að heyra, að neinn bill væri að koma og þeir flýttu sér yfir götuna og út á túnið, þar sem þeir námu staðar og litu i kring um sig. Háhýs- in sex voru horfin, en ópin i stóru strákunum heyrðust. En nú voru Magnús og Patti öruggir. Strætisvagnar óku um götuna eins og stórir, bláir skuggar og enn hvinu þokulúðrarnir í fjarska. Magnúsi leið aftur vel. Það var eiginlega gaman i þoku, þvi þá gat enginn komið hlaup- andi og náð manni. Maður var alveg ósýnilegur en sá greinilega allt, sem var rétt hjá manni. Allt annað var horfið. En gegn um þokuna heyrðust öll hljóð greinilegar en annars. Bilar, lestir og skip og svo allt fólkið sem var að tala saman. Einhvers staðar langt í burtu hrópaði maður: — Heyrðu Andrés. Eigum við ekki að fá okkur kaffibolla? — Jú, það held ég bara, svaraði annar maður. Magnús og Patti litu í kring um sig, en sáu engan. Patti stóð á öðrum fæti með þumalfing- urinn i munninum. Magnús leiddi hann með annarri hendi, en hélt á töskunni i hinni. — Við hittumst i kvöld klukkan niu, sagði djúp rödd úr annarri átt. Patti og Magnús sneru sér við, en sáu ekkert nema þokuna. Klukkan niu á venjulega staðnum, svaraði hærri rödd. Þá tók Patti út úr sér þumalfingur- inn og kallaði: — Mér finnst heldur að þið ættuð að fara i rúmið. — Hver var þetta spurði djúpa röddin snöggt. En Magnús og Patti voru þá komnir á sprett i burtu og Patti hló svo mikið, að hann hrasaði og datt í skurð. En sem betur fór hafði ekki rignt lengi, svo skurðurinn var þurr. Magnús dró hann upp úr aftur og svo héldu þeir áfram- Framhald

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.